Sting selur réttinn að lögum sínum til Universal Atli Ísleifsson skrifar 11. febrúar 2022 07:51 Sting, sem heitir Gordon Sumner réttu nafni, var söngvari, bassaleikari og helsti lagasmiður The Police. Getty Enski tónlistarmaðurinn Sting hefur selt réttinn að öllum lögum sínum til tónlistarrisans Universal Music Group. Um er að ræða lög sem hann gaf út bæði í eigin nafni og mikill fjöldi sem hann samdi og gaf út með sveitinni The Police. Sting bætist þar með í hóp fjölda heimsþekktra tónlistarmanna sem gert hafa áþekka samninga við útgáfufyrirtæki og fjárfestingafélög. Þannig hefur rétturinn að tónlist David Bowie, Fleetwood Mac, Tinu Turner, Bruce Springsteen, Bob Dylan, Neil Young, David Guetta og Shakiru verið seldur með þessum hætti á síðustu mánuðum. Sting hefur á ferli sínum samið og gefið út fjölda þekktra laga, ýmist undir eigin nafni eða með The Police, þeirra á meðal Every Breath You Take, Roxanne, Englishman in New York, Desert Rose og Fields of Gold. Hinn sjötugi Sting hefur á ferli sínum unnið til sautján Grammy-verðlauna og þriggja Brit-verðlauna. Í frétt BBC er haft eftir Sting að það sé honum mjög mikilvægt að lagasafn sitt eigi sér heimili þar sem komið sé fram við það af virðingu og að það sé metið. Ekki einungis til að lögin haldi áfram að ná til eldri aðdáenda en einnig til að hægt sé að ná til nýrra hlustenda. Á ferli sínum hefur Sting lengst af verið á samningi hjá Universal. Sting, sem heitir Gordon Sumner, var söngvari, bassaleikari og helsti lagasmiður The Police undir lok áttunda áratugarins og þeim níunda, áður en hann hóf sólóferil. Tónlist Bretland Höfundarréttur Tengdar fréttir Seldi Sony allar upptökur sínar Tónlistargoðsögnin Bob Dylan hefur selt útgáfufyrirtækinu Sony Music réttinn að öllum upptökum sínum. 24. janúar 2022 22:30 Bruce Springsteen selur réttinn fyrir 65 milljarða Bandaríski tónlistarmaðurinn Bruce Springsteen hefur selt upptökur og útgáfurréttinn að öllu lagasafni sínu til Sony fyrir 500 milljónir Bandaríkjadala, um 65 milljarða króna. 16. desember 2021 13:41 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Sting bætist þar með í hóp fjölda heimsþekktra tónlistarmanna sem gert hafa áþekka samninga við útgáfufyrirtæki og fjárfestingafélög. Þannig hefur rétturinn að tónlist David Bowie, Fleetwood Mac, Tinu Turner, Bruce Springsteen, Bob Dylan, Neil Young, David Guetta og Shakiru verið seldur með þessum hætti á síðustu mánuðum. Sting hefur á ferli sínum samið og gefið út fjölda þekktra laga, ýmist undir eigin nafni eða með The Police, þeirra á meðal Every Breath You Take, Roxanne, Englishman in New York, Desert Rose og Fields of Gold. Hinn sjötugi Sting hefur á ferli sínum unnið til sautján Grammy-verðlauna og þriggja Brit-verðlauna. Í frétt BBC er haft eftir Sting að það sé honum mjög mikilvægt að lagasafn sitt eigi sér heimili þar sem komið sé fram við það af virðingu og að það sé metið. Ekki einungis til að lögin haldi áfram að ná til eldri aðdáenda en einnig til að hægt sé að ná til nýrra hlustenda. Á ferli sínum hefur Sting lengst af verið á samningi hjá Universal. Sting, sem heitir Gordon Sumner, var söngvari, bassaleikari og helsti lagasmiður The Police undir lok áttunda áratugarins og þeim níunda, áður en hann hóf sólóferil.
Tónlist Bretland Höfundarréttur Tengdar fréttir Seldi Sony allar upptökur sínar Tónlistargoðsögnin Bob Dylan hefur selt útgáfufyrirtækinu Sony Music réttinn að öllum upptökum sínum. 24. janúar 2022 22:30 Bruce Springsteen selur réttinn fyrir 65 milljarða Bandaríski tónlistarmaðurinn Bruce Springsteen hefur selt upptökur og útgáfurréttinn að öllu lagasafni sínu til Sony fyrir 500 milljónir Bandaríkjadala, um 65 milljarða króna. 16. desember 2021 13:41 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Seldi Sony allar upptökur sínar Tónlistargoðsögnin Bob Dylan hefur selt útgáfufyrirtækinu Sony Music réttinn að öllum upptökum sínum. 24. janúar 2022 22:30
Bruce Springsteen selur réttinn fyrir 65 milljarða Bandaríski tónlistarmaðurinn Bruce Springsteen hefur selt upptökur og útgáfurréttinn að öllu lagasafni sínu til Sony fyrir 500 milljónir Bandaríkjadala, um 65 milljarða króna. 16. desember 2021 13:41