#Kommentsens Matthías Freyr Matthíasson og Þóra Björnsdóttir skrifa 10. febrúar 2022 13:00 Alþjóðlegi netöryggisdagurinn (Safer Internet Day) er haldinn víða um heim til að vekja athygli á öryggi barna og ungmenna á netinu. Á Íslandi er netöryggisdagurinn skipulagður af SAFT (Samfélag, fjölskylda og tækni). Í tilefni netöryggisdagsins þann 8. febrúar 2022 hófu Ábendingalína Barnaheilla og SAFT herferð í samstarfi við TikTok undir myllumerkinu #Kommentsens. Fimm ungmenni, fjórtán ára og eldri, unnu að herferðinni með Barnaheillum og skrifuðu handrit fyrir myndbönd sem eru nú í dreifingu á TikTok. Þau tóku einnig þátt í hönnun og gerð herferðarinnar og gáfu henni nafnið #Kommentsens. Ungmennin ákváðu þessa útgáfu af herferðinni þetta árið því þau sjá þörfina á því að hvetja alla til góðra samskipta, nota „common sense“ og að jákvæð skilaboð fái meira vægi. Markmið herferðarinnar er að hvetja til góðra samskipta á milli barna og unglinga á samfélagsmiðlum og benda þeim á að nota #Kommentsens áður en þau segja eitthvað leiðinlegt við aðra á netinu. #Kommentsens kennir krökkum líka leiðir til að forðast niðrandi ummæli á færslurnar sínar á TikTok og öðrum samfélagsmiðlum. Ljóst er að með aukinni netnotkun og tilkomu þess að geta skrifað athugasemdir við hinar ýmsu færslur, eða kommentakerfi, hefur notkun ljótra og meiðandi orða og skoðana orðið sýnilegri. Nauðsynlegt er að samfélagið allt taki höndum saman um að stemma stigu við slíkum samskiptum og því fyrr því betra. Internetið getur verið stórkostleg viðbót við líf fólks og hefur opnað fyrir óteljandi möguleika til lærdóms, skemmtunar, fræðslu og aukinnar víðsýni. Internetið og samfélagsmiðlar hafa hins vegar líka sínar slæmu hliðar og því er nauðsynlegt að fullorðnir einstaklingar í lífi barna fylgist með netnotkun og samfélagsmiðlanotkun barna og ungmenna og leiðbeini þeim hvernig hægt sé að nýta þennan vettvang með jákvæðum og uppbyggjandi hætti. Á flestum samfélagsmiðlum er 13 ára aldurstakmark og mikilvægt er að foreldrar virði það. Einnig er mikilvægt að fullorðnir séu fyrirmyndir og sýni í verki hvernig nýta megi internetið á jákvæðan máta. Með því að stuðla að öruggu interneti fyrir alla, erum við að gefa öllum færi á að taka þátt í því samfélagi sem myndast hefur í gegnum internetið. Verðir þú var við ólöglegt og/eða óæskilegt efni á netinu sem varðar börn eða beinist gegn börnum og ungmennum undir 18 ára aldri bendum við á Ábendingalínu Barnaheilla á vefsvæðinuwww.barnaheill.isTákn hennar er strokleður sem er efst, hægra megin á síðunni. Allar tilkynningar sem til hennar berast eru skoðaðar og rannsakaðar af lögreglu sem rekur slóðir efnisins, finnur það og sér til þess að það sé fjarlægt. Barnaheill vinna að bættum réttindum barna og hvetja samfélagið allt til að standa saman um að tryggja jákvæðari samskipti – líka á samfélagsmiðlum. Það er #Kommentsens. Matthías Freyr Matthíasson er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Þóra Björnsdóttir er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netöryggi Matthías Freyr Matthíasson Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi netöryggisdagurinn (Safer Internet Day) er haldinn víða um heim til að vekja athygli á öryggi barna og ungmenna á netinu. Á Íslandi er netöryggisdagurinn skipulagður af SAFT (Samfélag, fjölskylda og tækni). Í tilefni netöryggisdagsins þann 8. febrúar 2022 hófu Ábendingalína Barnaheilla og SAFT herferð í samstarfi við TikTok undir myllumerkinu #Kommentsens. Fimm ungmenni, fjórtán ára og eldri, unnu að herferðinni með Barnaheillum og skrifuðu handrit fyrir myndbönd sem eru nú í dreifingu á TikTok. Þau tóku einnig þátt í hönnun og gerð herferðarinnar og gáfu henni nafnið #Kommentsens. Ungmennin ákváðu þessa útgáfu af herferðinni þetta árið því þau sjá þörfina á því að hvetja alla til góðra samskipta, nota „common sense“ og að jákvæð skilaboð fái meira vægi. Markmið herferðarinnar er að hvetja til góðra samskipta á milli barna og unglinga á samfélagsmiðlum og benda þeim á að nota #Kommentsens áður en þau segja eitthvað leiðinlegt við aðra á netinu. #Kommentsens kennir krökkum líka leiðir til að forðast niðrandi ummæli á færslurnar sínar á TikTok og öðrum samfélagsmiðlum. Ljóst er að með aukinni netnotkun og tilkomu þess að geta skrifað athugasemdir við hinar ýmsu færslur, eða kommentakerfi, hefur notkun ljótra og meiðandi orða og skoðana orðið sýnilegri. Nauðsynlegt er að samfélagið allt taki höndum saman um að stemma stigu við slíkum samskiptum og því fyrr því betra. Internetið getur verið stórkostleg viðbót við líf fólks og hefur opnað fyrir óteljandi möguleika til lærdóms, skemmtunar, fræðslu og aukinnar víðsýni. Internetið og samfélagsmiðlar hafa hins vegar líka sínar slæmu hliðar og því er nauðsynlegt að fullorðnir einstaklingar í lífi barna fylgist með netnotkun og samfélagsmiðlanotkun barna og ungmenna og leiðbeini þeim hvernig hægt sé að nýta þennan vettvang með jákvæðum og uppbyggjandi hætti. Á flestum samfélagsmiðlum er 13 ára aldurstakmark og mikilvægt er að foreldrar virði það. Einnig er mikilvægt að fullorðnir séu fyrirmyndir og sýni í verki hvernig nýta megi internetið á jákvæðan máta. Með því að stuðla að öruggu interneti fyrir alla, erum við að gefa öllum færi á að taka þátt í því samfélagi sem myndast hefur í gegnum internetið. Verðir þú var við ólöglegt og/eða óæskilegt efni á netinu sem varðar börn eða beinist gegn börnum og ungmennum undir 18 ára aldri bendum við á Ábendingalínu Barnaheilla á vefsvæðinuwww.barnaheill.isTákn hennar er strokleður sem er efst, hægra megin á síðunni. Allar tilkynningar sem til hennar berast eru skoðaðar og rannsakaðar af lögreglu sem rekur slóðir efnisins, finnur það og sér til þess að það sé fjarlægt. Barnaheill vinna að bættum réttindum barna og hvetja samfélagið allt til að standa saman um að tryggja jákvæðari samskipti – líka á samfélagsmiðlum. Það er #Kommentsens. Matthías Freyr Matthíasson er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Þóra Björnsdóttir er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun