Shiffrin keppir á morgun en er hætt að tala við fjölmiðla á ÓL Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. febrúar 2022 14:31 Miklar væntingar voru gerðar til Mikaelu Shiffrin á Vetrarólympíuleikunum enda sannkölluð ofurstjarna í vetraríþróttum. getty/Tom Pennington Bandaríska skíðakonan Mikaela Shiffrin ætlar ekki að veita fleiri viðtöl á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Shiffrin hefur valdið miklum vonbrigðum í Peking og klúðraði fyrstu tveimur greinunum sínum, stórsvigi og svigi. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2011, þegar hún var sextán ára, sem henni tekst ekki að klára tvær greinar í röð. Hin 26 ára Shiffrin barðist við tárin í viðtali við NBC eftir að hafa keyrt út af eftir aðeins fimm sekúndur í sviginu í gær. Shiffrin gaf meðal annars í skyn að hún myndi ekki keppa í fleiri greinum á Vetrarólympíuleikunum eftir vonbrigðin í stórsviginu og sviginu. Nú er hins vegar ljóst að hún keppir í risastórsvigi á morgun. Það verður í fyrsta sinn sem hún keppir í þeirri grein á Vetrarólympíuleikum. Shiffrin ætlar hins vegar ekki að veita fjölmiðlum viðtöl það sem eftir lifir Vetrarólympíuleikanna. Talskona hennar sendi Reuters skilaboð þar sem hún sagði að hvorki Shiffrin né móðir hennar og þjálfari, Eileen, myndu tala við fjölmiðla í nánustu framtíð. Mikla athygli vakti þegar tenniskonan Naomi Osaka hótaði að draga sig úr keppni á Opna franska meistaramótinu á síðasta ári ef hún fengi ekki að sleppa við að mæta á blaðamannafundi. Hún sagði að aðstæðurnar á þeim settu ósanngjarna pressu á andlega heilsu íþróttafólks. Þá dró bandaríska ofurstjarnan Simone Biles sig úr leik í fjórum greinum á Ólympíuleikunum í Peking vegna andlegs álags. Shiffrin þykir eiga fína möguleika í risastórsviginu en hún vann þá grein á HM 2019. Shiffrin er einnig skráð til leiks í bruni og tvíkeppni á Vetrarólympíuleikunum. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skíðaíþróttir Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Sjá meira
Shiffrin hefur valdið miklum vonbrigðum í Peking og klúðraði fyrstu tveimur greinunum sínum, stórsvigi og svigi. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2011, þegar hún var sextán ára, sem henni tekst ekki að klára tvær greinar í röð. Hin 26 ára Shiffrin barðist við tárin í viðtali við NBC eftir að hafa keyrt út af eftir aðeins fimm sekúndur í sviginu í gær. Shiffrin gaf meðal annars í skyn að hún myndi ekki keppa í fleiri greinum á Vetrarólympíuleikunum eftir vonbrigðin í stórsviginu og sviginu. Nú er hins vegar ljóst að hún keppir í risastórsvigi á morgun. Það verður í fyrsta sinn sem hún keppir í þeirri grein á Vetrarólympíuleikum. Shiffrin ætlar hins vegar ekki að veita fjölmiðlum viðtöl það sem eftir lifir Vetrarólympíuleikanna. Talskona hennar sendi Reuters skilaboð þar sem hún sagði að hvorki Shiffrin né móðir hennar og þjálfari, Eileen, myndu tala við fjölmiðla í nánustu framtíð. Mikla athygli vakti þegar tenniskonan Naomi Osaka hótaði að draga sig úr keppni á Opna franska meistaramótinu á síðasta ári ef hún fengi ekki að sleppa við að mæta á blaðamannafundi. Hún sagði að aðstæðurnar á þeim settu ósanngjarna pressu á andlega heilsu íþróttafólks. Þá dró bandaríska ofurstjarnan Simone Biles sig úr leik í fjórum greinum á Ólympíuleikunum í Peking vegna andlegs álags. Shiffrin þykir eiga fína möguleika í risastórsviginu en hún vann þá grein á HM 2019. Shiffrin er einnig skráð til leiks í bruni og tvíkeppni á Vetrarólympíuleikunum.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skíðaíþróttir Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Sjá meira