Þjóðarleikvang í Kaplakrika Árni Stefán Guðjónsson skrifar 10. febrúar 2022 11:30 Nú um mundir er unnið að undirbúningi vegna þjóðarleikvangs fyrir knattspyrnu sem er fyrirhugaður í Laugardal í Reykjavík. Þessi nýi leikvangur er fagnaðarefni fyrir alla unnendur knattspyrnu og boðar nýja tíma fyrir alla landsmenn. Það er þó eitt sem hefur aðeins gleymst í umræðunni en það er hvar landsliðið á að leika á meðan smíðinni stendur, þar sem völlurinn verður óleikhæfur í 3-5 ár á meðan unnið er að niðurrifi, flutningi veitumannvirkja og uppbyggingu. Knattspyrnuáhugafólk þekkir þetta vel frá London þar sem Tottenham Hotspur spilaði heimaleiki sína um tíma á Wembley á meðan nýr leikvangur var byggður. Vandi okkar Íslendinga er sá að hér er ekki fyrir neinum Wembley að skipta. Ef við rennum snöggvast í gegnum þarfagreiningu fyrir slíkan völl þá þarf hann að hafa grasvöll, yfirbyggða stúku, góða tengda aðstöðu og möguleika á því að koma því sem næst 10.000 manns á völlinn. Með þetta í huga er svarið augljóst: Kaplakriki. Í Kaplakrika væri með einföldum hætti hægt að byggja yfir norðurstúkuna og smíða tengibyggingu milli norður- og suðurstúku með fleiri sætum þannig að hægt væri að taka á móti allt að 10.000 gestum. Í tengibygginguna væri þá einnig hægt að setja stoðrými eins og fjölmiðlaaðstöðu sem yrði svo umbreytt í einhverja íþróttatengda þjónustu í tímans rás. Verkefnið myndi þá einnig kalla á að yfirborð vallarins yrði fært upp í blendingsgras (hybrid) með undirhita sambærilegt við velli á norður-Englandi og loks þyrfti að setja upp flóðljós til þess að gera völlinn leikhæfan á leikdögum sem eru yfir vetrartímann. Þessar litlu og tiltölulega einföldu breytingar kosta líklegast innan við 10% af því sem nýr Laugardalsvöllur kostar og eru einfaldlega hluti af því verkefni. Þegar uppbyggingu á Laugardalsvelli er lokið og landsleikir færast þangað verður hægt að nýta hinn nýja Kaplakrika í landsleiki yngri landsliða, evrópuleiki og margt fleira. Það liggur í hlutarins eðli að þetta þarf að vera klárt þegar niðurrif hefst á Laugardalsvelli og því ekki seinna vænna að hefja undirbúning en núna. Hafnarfjarðarbær ætti án tafar að senda erindi inn til íþróttamálaráðherra og bjóða Kaplakrika fram sem staðgengil Laugardalsvallar á meðan á uppbyggingu hins síðarnefnda stendur og óska eftir því að stjórnvöld styðji við þessa umbreytingu vallarins með sambærilegum hætti og er fyrirhugaður í Reykjavík. Höfundur er varabæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Laugardalsvöllur Nýr þjóðarleikvangur Árni Stefán Guðjónsson Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Nú um mundir er unnið að undirbúningi vegna þjóðarleikvangs fyrir knattspyrnu sem er fyrirhugaður í Laugardal í Reykjavík. Þessi nýi leikvangur er fagnaðarefni fyrir alla unnendur knattspyrnu og boðar nýja tíma fyrir alla landsmenn. Það er þó eitt sem hefur aðeins gleymst í umræðunni en það er hvar landsliðið á að leika á meðan smíðinni stendur, þar sem völlurinn verður óleikhæfur í 3-5 ár á meðan unnið er að niðurrifi, flutningi veitumannvirkja og uppbyggingu. Knattspyrnuáhugafólk þekkir þetta vel frá London þar sem Tottenham Hotspur spilaði heimaleiki sína um tíma á Wembley á meðan nýr leikvangur var byggður. Vandi okkar Íslendinga er sá að hér er ekki fyrir neinum Wembley að skipta. Ef við rennum snöggvast í gegnum þarfagreiningu fyrir slíkan völl þá þarf hann að hafa grasvöll, yfirbyggða stúku, góða tengda aðstöðu og möguleika á því að koma því sem næst 10.000 manns á völlinn. Með þetta í huga er svarið augljóst: Kaplakriki. Í Kaplakrika væri með einföldum hætti hægt að byggja yfir norðurstúkuna og smíða tengibyggingu milli norður- og suðurstúku með fleiri sætum þannig að hægt væri að taka á móti allt að 10.000 gestum. Í tengibygginguna væri þá einnig hægt að setja stoðrými eins og fjölmiðlaaðstöðu sem yrði svo umbreytt í einhverja íþróttatengda þjónustu í tímans rás. Verkefnið myndi þá einnig kalla á að yfirborð vallarins yrði fært upp í blendingsgras (hybrid) með undirhita sambærilegt við velli á norður-Englandi og loks þyrfti að setja upp flóðljós til þess að gera völlinn leikhæfan á leikdögum sem eru yfir vetrartímann. Þessar litlu og tiltölulega einföldu breytingar kosta líklegast innan við 10% af því sem nýr Laugardalsvöllur kostar og eru einfaldlega hluti af því verkefni. Þegar uppbyggingu á Laugardalsvelli er lokið og landsleikir færast þangað verður hægt að nýta hinn nýja Kaplakrika í landsleiki yngri landsliða, evrópuleiki og margt fleira. Það liggur í hlutarins eðli að þetta þarf að vera klárt þegar niðurrif hefst á Laugardalsvelli og því ekki seinna vænna að hefja undirbúning en núna. Hafnarfjarðarbær ætti án tafar að senda erindi inn til íþróttamálaráðherra og bjóða Kaplakrika fram sem staðgengil Laugardalsvallar á meðan á uppbyggingu hins síðarnefnda stendur og óska eftir því að stjórnvöld styðji við þessa umbreytingu vallarins með sambærilegum hætti og er fyrirhugaður í Reykjavík. Höfundur er varabæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun