Mané og félagar fengu bæði milljónir og landareignir að gjöf frá forsetanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2022 13:30 Fyrirliðarnir Kalidou Koulibaly og Sadio Mané með Macky Sall forseta í Forsetahölllinni. Þeir færðu forsetanum verðlaunapening að gjöf. AP/Stefan Kleinowitz Sadio Mané og félagar í Afríkumeistaraliði Senegal fóru heldur betur ekki tómheimtir heim frá heimsókn sinni til forseta landsins. Senegal varð Afríkumeistari í fyrsta sinn um síðustu helgi og senegalska þjóðin hefur fagnað sigrinum alla vikuna. Leikmennirnir flugu síðan heim til Senegal frá Kamerún þar sem keppnin fór fram. Senegal is handing out millions in money and land to its historic soccer champions https://t.co/lHUNazV5Vm— Quartz (@qz) February 9, 2022 Það var mikil sigurhátíð á götunum þegar liðsrútan fór í gegnum mannhafið en leiðin lá í Forsetahöllina. Mané og félagar voru kallaðir til forseta landsins og afhentu honum meðal annars gullverðlaunapening frá mótinu. Forsetinn, sem heitir Macky Sall, var heldur ekkert sparsamur á gjafirnar til þjóðhetjanna. Hver leikmaður liðsins sem og hver starfsmaður fá peningagjöf upp á ellefu milljónir króna en þeir fengu líka tvær landeignir að gjöf. Hver og einn fékk tvö hundruð fermetra lóð í höfuðborginni Dakar en einnig fimm hundruð fermetra lóð í nýju borginni Diamniadio sem er í 30 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni. The president of Senegal Macky Sall has rewarded Team Senegal around $87,000 each for winning AFCON 2021.They have also been gifted a plot of land in Dakar. [@Galsenfootsn] pic.twitter.com/T1IGHYTwmY— Di Marzio Jnr (@KwakuSikanii) February 8, 2022 Forsetinn hafði þegar lýst því yfir að mánudagurinn eftir sigurinn væri hátíðisdagur og þar með frídagur fyrir þegnana sem notuðu tækifærið og fögnuðu sigrinum vel og lengi. Sadio Mané, Edouard Mendy og Aliou Cisse fengu allir einstaklingsverðlaun á mótinu sem besti leikmaðurinn, besti markvörðurinn og besti þjálfarinn. Senegal hafði tapað báðum úrslitaleikjum sínum í sögu Afríkukeppninnar þar á meðal öðrum þeirra í síðustu keppni 2019. Nú kom hins vegar langþráð gull og því var einstaklega vel fagnað. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Afríkukeppnin í fótbolta Senegal Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Senegal varð Afríkumeistari í fyrsta sinn um síðustu helgi og senegalska þjóðin hefur fagnað sigrinum alla vikuna. Leikmennirnir flugu síðan heim til Senegal frá Kamerún þar sem keppnin fór fram. Senegal is handing out millions in money and land to its historic soccer champions https://t.co/lHUNazV5Vm— Quartz (@qz) February 9, 2022 Það var mikil sigurhátíð á götunum þegar liðsrútan fór í gegnum mannhafið en leiðin lá í Forsetahöllina. Mané og félagar voru kallaðir til forseta landsins og afhentu honum meðal annars gullverðlaunapening frá mótinu. Forsetinn, sem heitir Macky Sall, var heldur ekkert sparsamur á gjafirnar til þjóðhetjanna. Hver leikmaður liðsins sem og hver starfsmaður fá peningagjöf upp á ellefu milljónir króna en þeir fengu líka tvær landeignir að gjöf. Hver og einn fékk tvö hundruð fermetra lóð í höfuðborginni Dakar en einnig fimm hundruð fermetra lóð í nýju borginni Diamniadio sem er í 30 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni. The president of Senegal Macky Sall has rewarded Team Senegal around $87,000 each for winning AFCON 2021.They have also been gifted a plot of land in Dakar. [@Galsenfootsn] pic.twitter.com/T1IGHYTwmY— Di Marzio Jnr (@KwakuSikanii) February 8, 2022 Forsetinn hafði þegar lýst því yfir að mánudagurinn eftir sigurinn væri hátíðisdagur og þar með frídagur fyrir þegnana sem notuðu tækifærið og fögnuðu sigrinum vel og lengi. Sadio Mané, Edouard Mendy og Aliou Cisse fengu allir einstaklingsverðlaun á mótinu sem besti leikmaðurinn, besti markvörðurinn og besti þjálfarinn. Senegal hafði tapað báðum úrslitaleikjum sínum í sögu Afríkukeppninnar þar á meðal öðrum þeirra í síðustu keppni 2019. Nú kom hins vegar langþráð gull og því var einstaklega vel fagnað. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Afríkukeppnin í fótbolta Senegal Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira