Þurfa að hlaupa 76 kílómetra á dag til að vera „frábær“ í starfi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 8. febrúar 2022 20:00 Óraunhæfar kröfur eru gerðar til ræstingafólks sem brjóta í bága við vinnuverndarlöggjöf að mati Vinnueftirlitsins. Til að ná því sem er skilgreint sem „frábær árangur“ í starfi heilan vinnudag er ætlast til vinnuálags sem samræmist því að hlaupa næstum tvö maraþon. Þessi viðmið má finna í kjarasamningi ræstingarfólks við atvinnurekendur. Í þeim er fylgiskjal þar sem tekin eru dæmi um mismunandi vinnuhraða eftir flóknum mælikvörðum og starfsmenn skilgreindir út frá þeim á hátt sem Starfsgreinasambandinu þykir óviðeigandi. Það hefur áhrif á laun ræstingarfólks í hvaða flokki það er skilgreint. Frábær starfsmaður endist ekki lengi Tökum dæmi um lýsingu á starfsmanni sem vinnur eftir hraða á lægsta mælikvarða: „Starfsmaður er mjög hægfara og klaufalegur og hefur fálmkenndar hreyfingar, virðist hálfsofandi og áhugalaus um starfið,“ segir þar. Þessi vinnuhraði er sambærilegur því álagi á líkamann sem verður við að ganga á rúmlega þriggja hraða kílómetra á klukkustund. Og starfsmanni á besta mælikvarða er lýst svona: „Vinnur einstaklega hratt og af ákafa og einbeitni sem ekki er líklegt að endist lengi. Frábær árangur í starfi sem aðeins örfáir starfsmenn ná.“ Það álag jafngildir því að vera á 9,6 kílómetra hraða á klukkustund. Þessa mælikvarða má finna í kjarasamningi Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins. Þessir kvarðar eru einn af fjölmörgum þáttum sem hafa áhrif á laun ræstingafólks.skjáskot/Kjarasamningar SA og SGS Álag fyrir atvinnuíþróttamenn Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir ljóst að þetta séu gjörsamlega óraunhæfir mælikvarðar: „Ef þú ert á hámarksvinnukvarðanum þá er eins og þú labbir 9,6 kílómetra á klukkustund. Ef þú ert að labbar 9,6 kílómetra á klukkustund í átta tíma á dag þá átt þú að vera að gera eitthvað annað. Þú átt að vera að keppa í einhverri íþrótt,“ segir Flosi. Og þarna ýkir hann ekki. Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.Vísir/Sigurjón Ef gengið eða öllu heldur hlaupið er á þessum hraða í um átta tíma á dag jafngildir það því að fara næstum tvö maraþon, eða um 76 kílómetra. Það er lengri vegalend en þegar gengið er frá Reykjavík til Borgarness. 76 kílómetrar eru næstum því tvö maraþon og rúmlega leiðin frá Reykjavík að Borgarnesi.vísir/ragnar Það gerir það ekki nokkur maður er það? „Jú, starfsfólk í ræstingu gerir það,“ segir Flosi. Þó auðvitað sé ljóst að það séu ekki margir í þeim bransa sem vinni eftir þessum mesta vinnuhraða allan daginn alla daga. Hversu margir heldurðu að geri það? „Það er ómögulegt um að segja og það er enginn sem heldur það út lengi,“ segir Flosi. Svona vinnuálagi fylgi gjarnan mikil stoðkerfisvandamál. Starfsgreinasambandið hefur reynt að fá þessa mælikvarða út úr kjarasamningum án árangurs. Stangast á við vinnuverndarlög Sambandið sendi því fyrirspurn á Vinnueftirlit ríkisins og bað það um að meta hvort þessir mælikvarðar séu eðlilegir. Og svarið er skýrt. Þar segir orðrétt að mælikvarðinn „sé ekki í samræmi við markmið vinnuverndarlaganna og góða vinnuvernd. Mælt er með því að þegar mat er lagt á álag starfsfólks í vinnu verði verkefi og vinnuaðstæður starfsfólks tekið til sérstakar skoðunar.“ Þar segir Vinnueftirlið að þessir mælikvarðar í kjarasamningum ræstingarfólks séu ekki í samræmi við markmið vinnuverndarlaga og góða vinnuvernd. „Það er mjög alvarlegt. Og hvað það þýðir kemur í ljós á næstu vikum og í kjarasamningunum í haust,“ segir Flosi. Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Sjá meira
Þessi viðmið má finna í kjarasamningi ræstingarfólks við atvinnurekendur. Í þeim er fylgiskjal þar sem tekin eru dæmi um mismunandi vinnuhraða eftir flóknum mælikvörðum og starfsmenn skilgreindir út frá þeim á hátt sem Starfsgreinasambandinu þykir óviðeigandi. Það hefur áhrif á laun ræstingarfólks í hvaða flokki það er skilgreint. Frábær starfsmaður endist ekki lengi Tökum dæmi um lýsingu á starfsmanni sem vinnur eftir hraða á lægsta mælikvarða: „Starfsmaður er mjög hægfara og klaufalegur og hefur fálmkenndar hreyfingar, virðist hálfsofandi og áhugalaus um starfið,“ segir þar. Þessi vinnuhraði er sambærilegur því álagi á líkamann sem verður við að ganga á rúmlega þriggja hraða kílómetra á klukkustund. Og starfsmanni á besta mælikvarða er lýst svona: „Vinnur einstaklega hratt og af ákafa og einbeitni sem ekki er líklegt að endist lengi. Frábær árangur í starfi sem aðeins örfáir starfsmenn ná.“ Það álag jafngildir því að vera á 9,6 kílómetra hraða á klukkustund. Þessa mælikvarða má finna í kjarasamningi Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins. Þessir kvarðar eru einn af fjölmörgum þáttum sem hafa áhrif á laun ræstingafólks.skjáskot/Kjarasamningar SA og SGS Álag fyrir atvinnuíþróttamenn Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir ljóst að þetta séu gjörsamlega óraunhæfir mælikvarðar: „Ef þú ert á hámarksvinnukvarðanum þá er eins og þú labbir 9,6 kílómetra á klukkustund. Ef þú ert að labbar 9,6 kílómetra á klukkustund í átta tíma á dag þá átt þú að vera að gera eitthvað annað. Þú átt að vera að keppa í einhverri íþrótt,“ segir Flosi. Og þarna ýkir hann ekki. Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.Vísir/Sigurjón Ef gengið eða öllu heldur hlaupið er á þessum hraða í um átta tíma á dag jafngildir það því að fara næstum tvö maraþon, eða um 76 kílómetra. Það er lengri vegalend en þegar gengið er frá Reykjavík til Borgarness. 76 kílómetrar eru næstum því tvö maraþon og rúmlega leiðin frá Reykjavík að Borgarnesi.vísir/ragnar Það gerir það ekki nokkur maður er það? „Jú, starfsfólk í ræstingu gerir það,“ segir Flosi. Þó auðvitað sé ljóst að það séu ekki margir í þeim bransa sem vinni eftir þessum mesta vinnuhraða allan daginn alla daga. Hversu margir heldurðu að geri það? „Það er ómögulegt um að segja og það er enginn sem heldur það út lengi,“ segir Flosi. Svona vinnuálagi fylgi gjarnan mikil stoðkerfisvandamál. Starfsgreinasambandið hefur reynt að fá þessa mælikvarða út úr kjarasamningum án árangurs. Stangast á við vinnuverndarlög Sambandið sendi því fyrirspurn á Vinnueftirlit ríkisins og bað það um að meta hvort þessir mælikvarðar séu eðlilegir. Og svarið er skýrt. Þar segir orðrétt að mælikvarðinn „sé ekki í samræmi við markmið vinnuverndarlaganna og góða vinnuvernd. Mælt er með því að þegar mat er lagt á álag starfsfólks í vinnu verði verkefi og vinnuaðstæður starfsfólks tekið til sérstakar skoðunar.“ Þar segir Vinnueftirlið að þessir mælikvarðar í kjarasamningum ræstingarfólks séu ekki í samræmi við markmið vinnuverndarlaga og góða vinnuvernd. „Það er mjög alvarlegt. Og hvað það þýðir kemur í ljós á næstu vikum og í kjarasamningunum í haust,“ segir Flosi.
Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent