Fékk óvænt símtal frá lögreglu í morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. febrúar 2022 19:10 Íbúi á Patreksfirði sem þurfti að yfirgefa heimili sitt í skyndi vegna snjóflóðahættu í morgun segir bæinn hálflamaðan. Björgunarsveitir aka börnum í skóla og framlínustarfsfólki til vinnu. Hún man vart eftir öðru eins veðri en hættustig er enn í gildi á Patreksfirði. Veðurstofan lýsti yfir óvissustigi á öllum Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu í morgun. Hættustigi var jafnframt lýst yfir á Ísafirði, þar sem reitur 9 undir Steiniðjugili var rýmdur en rýmingunni var aflétt síðdegis í dag. Rýmingarsvæðið á Ísafirði.Ragnar Visage Allmörg snjóflóð hafa fallið á norðanverðum Vestfjörðum síðustu daga. Síðast í morgun féll snjóflóð fyrir ofan rýmingarsvæðið á Ísafirði og þá var tilkynnt um flóð yfir veg í Önundarfirði í dag. Ekki er nú talinn nægur snjór í fleiri flóð sem ógnað geta húsum á svæðinu. Hólar 18, þar sem Kittý og fjölskylda búa. Ragnar Visage Á Patreksfirði var einnig lýst yfir hættustigi eftir að snjóflóð féllu á varnargarða í nótt. Átta íbúðarhús í rýmingarreit 4 voru rýmd með skömmum fyrirvara í morgun, þar á meðal hús fjölskyldunnar á Hólum 18. „Við fengum símhringingu frá lögreglunni yfir því að við ættum að rýma, þá var tekið það næsta við hendi og sett í poka eða tösku og svo reynt að drífa sig eins fljótt út og maður kemst. Þetta eru rosalega óþægilegar aðstæður, sérstaklega líka þegar þú ert með börn. Þú veist ekki neitt. Eins og núna. Það eru allir að spyrja, hvenær förum við heim? Við vitum það ekki,“ segir Kittý Arnars Árnadóttir, íbúi á Hólum 18. Það hafi komið henni mjög á óvart að þurfa að yfirgefa heimilið, rýmingin hafi komið flatt upp á fjölskylduna. „Kolófært í öllum bænum“ Ekki hafa fleiri snjóflóð fallið við bæinn í dag, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Varnargarður ver hluta rýmingarreitsins en framkvæmdir eru hafnar við garð sem á að verja svæðið sem var rýmt. Fjölskyldan, alls fimm manns, dvelur nú í íbúð á öruggari stað í bænum. Nokkur ár eru síðan Kittý og fjölskylda sættu síðast rýmingu vegna snjóflóðahættu en þá voru þau nokkra daga í burtu. Hún segir samfélagið á Patreksfirði hálflamað í vetrarríkinu. „Það er alveg gífurlega mikill snjór núna. Og það er alveg kolófært í öllum bænum. Björgunarsveitin er að ná í börnin fyrir okkur í skóla og í leikskóla. Starfsmenn fara bara með björgunarsveitinni, sem betur fer er björgunarsveitin hérna bara æðisleg,“ segir Kittý. Hún man vart eftir öðru eins veðri. „Ég hef samt ekki séð svona vont veður núna í nokkur ár og ekki þannig að það er allt ófært. Það er varla hægt að keyra göturnar hérna og bílarnir hafa ekki undan við að moka. Þannig að þetta er með því versta sem ég hef séð, allavega í sjö, átta ár.“ Vesturbyggð Ísafjarðarbær Almannavarnir Tengdar fréttir Hættustig á Ísafirði og Patreksfirði vegna snjóflóðahættu Óvissustig vegna snjóflóðahættu er í gildi fyrir Vestfirði. Snjóað hefur á svæðinu í norðlægum og austlægum áttum síðan um miðja síðustu viku og vitað er um veikleika í snjóþekjunni. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. 8. febrúar 2022 10:00 Vara við snjóflóðahættu á Vestfjörðum og Tröllaskaga Veðurstofa Íslands hefur varað við aukinni snjóflóðahættu á Vestfjörðum og Tröllaskaga þar sem allmörg snjóflóð hafa fallið undanfarna daga. 6. febrúar 2022 12:19 Vetrarfærð víða og lokað á Hellisheiði og í Þrengslum Vetrarfærð er um allt allt land og víða ófært á vegum. Ákveðið var að loka veginum frá Rauðavatni til Hveragerðis rétt fyrir klukkan fjögur í morgun. Hellisheiðinni var lokað í óveðrinu í fyrrinótt og ekki stóð til að opna hana fyrr en í dag. 8. febrúar 2022 06:37 Mest lesið Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Erlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Innlent Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Innlent Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Fleiri fréttir Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Jón Trausti tekur við ritstjórninni af föður sínum Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Sjá meira
Veðurstofan lýsti yfir óvissustigi á öllum Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu í morgun. Hættustigi var jafnframt lýst yfir á Ísafirði, þar sem reitur 9 undir Steiniðjugili var rýmdur en rýmingunni var aflétt síðdegis í dag. Rýmingarsvæðið á Ísafirði.Ragnar Visage Allmörg snjóflóð hafa fallið á norðanverðum Vestfjörðum síðustu daga. Síðast í morgun féll snjóflóð fyrir ofan rýmingarsvæðið á Ísafirði og þá var tilkynnt um flóð yfir veg í Önundarfirði í dag. Ekki er nú talinn nægur snjór í fleiri flóð sem ógnað geta húsum á svæðinu. Hólar 18, þar sem Kittý og fjölskylda búa. Ragnar Visage Á Patreksfirði var einnig lýst yfir hættustigi eftir að snjóflóð féllu á varnargarða í nótt. Átta íbúðarhús í rýmingarreit 4 voru rýmd með skömmum fyrirvara í morgun, þar á meðal hús fjölskyldunnar á Hólum 18. „Við fengum símhringingu frá lögreglunni yfir því að við ættum að rýma, þá var tekið það næsta við hendi og sett í poka eða tösku og svo reynt að drífa sig eins fljótt út og maður kemst. Þetta eru rosalega óþægilegar aðstæður, sérstaklega líka þegar þú ert með börn. Þú veist ekki neitt. Eins og núna. Það eru allir að spyrja, hvenær förum við heim? Við vitum það ekki,“ segir Kittý Arnars Árnadóttir, íbúi á Hólum 18. Það hafi komið henni mjög á óvart að þurfa að yfirgefa heimilið, rýmingin hafi komið flatt upp á fjölskylduna. „Kolófært í öllum bænum“ Ekki hafa fleiri snjóflóð fallið við bæinn í dag, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Varnargarður ver hluta rýmingarreitsins en framkvæmdir eru hafnar við garð sem á að verja svæðið sem var rýmt. Fjölskyldan, alls fimm manns, dvelur nú í íbúð á öruggari stað í bænum. Nokkur ár eru síðan Kittý og fjölskylda sættu síðast rýmingu vegna snjóflóðahættu en þá voru þau nokkra daga í burtu. Hún segir samfélagið á Patreksfirði hálflamað í vetrarríkinu. „Það er alveg gífurlega mikill snjór núna. Og það er alveg kolófært í öllum bænum. Björgunarsveitin er að ná í börnin fyrir okkur í skóla og í leikskóla. Starfsmenn fara bara með björgunarsveitinni, sem betur fer er björgunarsveitin hérna bara æðisleg,“ segir Kittý. Hún man vart eftir öðru eins veðri. „Ég hef samt ekki séð svona vont veður núna í nokkur ár og ekki þannig að það er allt ófært. Það er varla hægt að keyra göturnar hérna og bílarnir hafa ekki undan við að moka. Þannig að þetta er með því versta sem ég hef séð, allavega í sjö, átta ár.“
Vesturbyggð Ísafjarðarbær Almannavarnir Tengdar fréttir Hættustig á Ísafirði og Patreksfirði vegna snjóflóðahættu Óvissustig vegna snjóflóðahættu er í gildi fyrir Vestfirði. Snjóað hefur á svæðinu í norðlægum og austlægum áttum síðan um miðja síðustu viku og vitað er um veikleika í snjóþekjunni. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. 8. febrúar 2022 10:00 Vara við snjóflóðahættu á Vestfjörðum og Tröllaskaga Veðurstofa Íslands hefur varað við aukinni snjóflóðahættu á Vestfjörðum og Tröllaskaga þar sem allmörg snjóflóð hafa fallið undanfarna daga. 6. febrúar 2022 12:19 Vetrarfærð víða og lokað á Hellisheiði og í Þrengslum Vetrarfærð er um allt allt land og víða ófært á vegum. Ákveðið var að loka veginum frá Rauðavatni til Hveragerðis rétt fyrir klukkan fjögur í morgun. Hellisheiðinni var lokað í óveðrinu í fyrrinótt og ekki stóð til að opna hana fyrr en í dag. 8. febrúar 2022 06:37 Mest lesið Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Erlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Innlent Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Innlent Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Fleiri fréttir Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Jón Trausti tekur við ritstjórninni af föður sínum Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Sjá meira
Hættustig á Ísafirði og Patreksfirði vegna snjóflóðahættu Óvissustig vegna snjóflóðahættu er í gildi fyrir Vestfirði. Snjóað hefur á svæðinu í norðlægum og austlægum áttum síðan um miðja síðustu viku og vitað er um veikleika í snjóþekjunni. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. 8. febrúar 2022 10:00
Vara við snjóflóðahættu á Vestfjörðum og Tröllaskaga Veðurstofa Íslands hefur varað við aukinni snjóflóðahættu á Vestfjörðum og Tröllaskaga þar sem allmörg snjóflóð hafa fallið undanfarna daga. 6. febrúar 2022 12:19
Vetrarfærð víða og lokað á Hellisheiði og í Þrengslum Vetrarfærð er um allt allt land og víða ófært á vegum. Ákveðið var að loka veginum frá Rauðavatni til Hveragerðis rétt fyrir klukkan fjögur í morgun. Hellisheiðinni var lokað í óveðrinu í fyrrinótt og ekki stóð til að opna hana fyrr en í dag. 8. febrúar 2022 06:37