Mælirinn fullur hjá Kardashian sem ákvað að svara fyrir sig Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 8. febrúar 2022 15:31 Skilnaður þeirra Kanye West og Kim Kardashian á síðasta ári virðist hafa farið illa í West. Getty/Marc Piasecki-Gotham Fyrrverandi hjónin Kanye West og Kim Kardashian hafa staðið í opinberum deilum á samfélagsmiðlum undanfarna daga. West hefur ekki farið leynt með það að skilnaðurinn hefur reynst honum erfiður og hafa uppátæki hans verið eftir því. Kardashian hefur tekist að halda ró sinni í garð West, eða alveg þar til nú. Birta Líf Ólafsdóttir fór yfir vendingar síðustu daga í Brennslutei vikunnar á FM957 í morgun. Þar segir hún frá því að þessar deilur þeirra á milli á samfélagsmiðlum hafi byrjað þegar West setti inn skjáskot af dóttur þeirra, North West, þar sem hann skrifar: „Þar sem þetta er minn fyrsti skilnaður, þá þarf ég að vita hvað ég eigi að gera í því að dóttir mín sé sett á TikTok gegn mínum vilja?“ Í kjölfarið ákvað Kardashian að svara fyrir sig opinberlega og setti inn tilkynningu í „story“ á Instagram síðu sinni. Þar segir hún að sem aðal umönnunaraðili barna þeirra, sé hún að gera sitt allra besta til þess að vernda dóttur þeirra en á sama tíma vilji hún leyfa henni að fá útrás fyrir sköpunarþörf sína undir eftirliti fullorðinna. @kimandnorth original sound - Kourtney-Penelope Óskar þess að málin verði leyst í einrúmi „Kim tjáir sig voðalega sjaldan þegar kemur að Kanye. Hún bara leyfir þessu að slæda og ýtir þessu frá sér. Þess vegna finnst mér svo huges að hún hafi sett í story, það er ekki eitthvað sem hún gerir oft. Þar segir hún að allar þessar árásir Kanye sé miklu miklu meira skaðlegar heldur en það að North sé á TikTok sem er vissulega hárrétt,“ segir Birta Líf. Þá skrifar Kardashian einnig að skilnaðurinn hafi reynst börnunum nógu erfiður fyrir, stjórnsemi og önnur neikvæð hegðun West sé ekki á það bætandi. Þá óskar hún þess að þessi mál verði leyst í einrúmi en ekki opinberlega. „Því næst kemur Kanye fram og segir: Hvað meinarðu með að þú sért þeirra aðal umönnunaraðili? Ameríka sá að þú reyndir að stela dóttur minni með því að gefa mér ekki heimilisfangið þar sem þú varst að halda afmælið hennar. Þú lést öryggisverðina vera með mér inni í húsinu þegar ég var að leika við son minn og svo ásakaðir þú mig um að hafa stolið einhverju. Ég þurfti að taka eiturlyfjapróf eftir að ég mætti í veisluna hjá Chicago því þú sakaðir mig um að hafa verið á eiturlyfjum,“ segir Birta frá. Spáði fyrir um þetta í lagi frá árinu 2010 Nú hefur West hins vegar eytt öllum þessum færslum af Instagram-síðu sinni. Birta bendir á það að við hlustun laginu All of the Lights sem Kanye West samdi árið 2010 megi heyra afar athyglisverðan texta. Í laginu talar hann um nálgunarbann og að hann fái ekki að hitta dóttur sína. Þá segir hann jafnframt í laginu að barnsmóðir sín og fjölskyldan hennar hati sig. „Þetta var árið 2010 og hann bara manifestaði þetta. Þetta er hrikalegt,“ segir Birta. West hefur ekki farið leynt með það að honum líki ekki vel við nýjan kærasta barnsmóður sinnar, grínistann Pete Davidson. Til að mynda rappaði hann nýlega um það að berja Davidson og er hann sagður hafa komið þeim orðrómi af stað að Davidson sé með alnæmi. Sjá einnig: Sagður dreifa svæsnum lygum um Davidson Gaf vinkonunum Birkin tösku West er hins vegar sjálfur í ástarsambandi með leikkonunni Juliu Fox og vakti það athygli þegar Fox hélt upp á afmæli sitt í síðustu viku. „Þau halda upp á afmælið en ekki nóg með það, heldur gaf Kanye öllum vinkonum hennar Birkin tösku. Ég googlaði í gær hvað ódýrasta Birkin taskan kostar og sú kostar 9.850 dollara. Hann gaf öllum vinkonum hennar og þær voru alveg fjórar,“ segir Birta. Eins og flestir vita er Valentínusardagurinn framundan og því verður forvitnilegt að sjá hverju West tekur upp á þá. Hér að neðan má hlusta á tvöfaldan þátt af Brennslutei vikunnar. Hollywood Ástin og lífið Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Sagður dreifa svæsnum lygum um Davidson Tónlistarmaðurinn Kanye West er sagður hafa borið út þann róg að Pete Davidson sé með alnæmi. Eins og frægt er, þá er Davidson kærasti barnsmóður West, Kim Kardashian, en West ekki talinn vera par sáttur við það samband. 1. febrúar 2022 15:30 Paranafnið „Juliye“ varð fyrir valinu Ye og Julia Fox mættu á fyrsta rauða dregilinn sinn saman, klædd gallaefni frá toppi til táar í stíl og greindu formlega frá paranfninu Juliye á samfélagsmiðlum. Parið mætti saman á tískusýningu hjá KENZO í París og virtist njóta þess að vera saman. Ye og Julia eru búin að vera að hittast síðan um áramótin og hafa verið dugleg að láta sjá sig á hinum ýmsu stöðum en aldrei á formlegum rauðum dregli áður. 25. janúar 2022 09:49 Davidson kallar Kardashian kærustu sína í persónulegu viðtali úr svefnherberginu Grínistinn Pete Davidson var í sínu fyrsta viðtali eftir að hann og stórstjarnan Kim Kardashian fóru að sjást saman opinberlega síðasta haust. Í viðtalinu segist hann eyða miklum tíma með „kærustu sinni“ og er það í fyrsta sinn sem annað þeirra staðfestir að um raunverulegt ástarsamband sé að ræða. 8. febrúar 2022 13:31 Kim Kardashian hefur sótt um skilnað Kim Kardashian West er sögð hafa sótt um skilnað frá eiginmanni sínum, rapparanum Kanye West. Hún fari fram á sameiginlegt forræði yfir fjórum börnum þeirra þar sem þau vilji skilja í sátt. 19. febrúar 2021 20:28 Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Birta Líf Ólafsdóttir fór yfir vendingar síðustu daga í Brennslutei vikunnar á FM957 í morgun. Þar segir hún frá því að þessar deilur þeirra á milli á samfélagsmiðlum hafi byrjað þegar West setti inn skjáskot af dóttur þeirra, North West, þar sem hann skrifar: „Þar sem þetta er minn fyrsti skilnaður, þá þarf ég að vita hvað ég eigi að gera í því að dóttir mín sé sett á TikTok gegn mínum vilja?“ Í kjölfarið ákvað Kardashian að svara fyrir sig opinberlega og setti inn tilkynningu í „story“ á Instagram síðu sinni. Þar segir hún að sem aðal umönnunaraðili barna þeirra, sé hún að gera sitt allra besta til þess að vernda dóttur þeirra en á sama tíma vilji hún leyfa henni að fá útrás fyrir sköpunarþörf sína undir eftirliti fullorðinna. @kimandnorth original sound - Kourtney-Penelope Óskar þess að málin verði leyst í einrúmi „Kim tjáir sig voðalega sjaldan þegar kemur að Kanye. Hún bara leyfir þessu að slæda og ýtir þessu frá sér. Þess vegna finnst mér svo huges að hún hafi sett í story, það er ekki eitthvað sem hún gerir oft. Þar segir hún að allar þessar árásir Kanye sé miklu miklu meira skaðlegar heldur en það að North sé á TikTok sem er vissulega hárrétt,“ segir Birta Líf. Þá skrifar Kardashian einnig að skilnaðurinn hafi reynst börnunum nógu erfiður fyrir, stjórnsemi og önnur neikvæð hegðun West sé ekki á það bætandi. Þá óskar hún þess að þessi mál verði leyst í einrúmi en ekki opinberlega. „Því næst kemur Kanye fram og segir: Hvað meinarðu með að þú sért þeirra aðal umönnunaraðili? Ameríka sá að þú reyndir að stela dóttur minni með því að gefa mér ekki heimilisfangið þar sem þú varst að halda afmælið hennar. Þú lést öryggisverðina vera með mér inni í húsinu þegar ég var að leika við son minn og svo ásakaðir þú mig um að hafa stolið einhverju. Ég þurfti að taka eiturlyfjapróf eftir að ég mætti í veisluna hjá Chicago því þú sakaðir mig um að hafa verið á eiturlyfjum,“ segir Birta frá. Spáði fyrir um þetta í lagi frá árinu 2010 Nú hefur West hins vegar eytt öllum þessum færslum af Instagram-síðu sinni. Birta bendir á það að við hlustun laginu All of the Lights sem Kanye West samdi árið 2010 megi heyra afar athyglisverðan texta. Í laginu talar hann um nálgunarbann og að hann fái ekki að hitta dóttur sína. Þá segir hann jafnframt í laginu að barnsmóðir sín og fjölskyldan hennar hati sig. „Þetta var árið 2010 og hann bara manifestaði þetta. Þetta er hrikalegt,“ segir Birta. West hefur ekki farið leynt með það að honum líki ekki vel við nýjan kærasta barnsmóður sinnar, grínistann Pete Davidson. Til að mynda rappaði hann nýlega um það að berja Davidson og er hann sagður hafa komið þeim orðrómi af stað að Davidson sé með alnæmi. Sjá einnig: Sagður dreifa svæsnum lygum um Davidson Gaf vinkonunum Birkin tösku West er hins vegar sjálfur í ástarsambandi með leikkonunni Juliu Fox og vakti það athygli þegar Fox hélt upp á afmæli sitt í síðustu viku. „Þau halda upp á afmælið en ekki nóg með það, heldur gaf Kanye öllum vinkonum hennar Birkin tösku. Ég googlaði í gær hvað ódýrasta Birkin taskan kostar og sú kostar 9.850 dollara. Hann gaf öllum vinkonum hennar og þær voru alveg fjórar,“ segir Birta. Eins og flestir vita er Valentínusardagurinn framundan og því verður forvitnilegt að sjá hverju West tekur upp á þá. Hér að neðan má hlusta á tvöfaldan þátt af Brennslutei vikunnar.
Hollywood Ástin og lífið Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Sagður dreifa svæsnum lygum um Davidson Tónlistarmaðurinn Kanye West er sagður hafa borið út þann róg að Pete Davidson sé með alnæmi. Eins og frægt er, þá er Davidson kærasti barnsmóður West, Kim Kardashian, en West ekki talinn vera par sáttur við það samband. 1. febrúar 2022 15:30 Paranafnið „Juliye“ varð fyrir valinu Ye og Julia Fox mættu á fyrsta rauða dregilinn sinn saman, klædd gallaefni frá toppi til táar í stíl og greindu formlega frá paranfninu Juliye á samfélagsmiðlum. Parið mætti saman á tískusýningu hjá KENZO í París og virtist njóta þess að vera saman. Ye og Julia eru búin að vera að hittast síðan um áramótin og hafa verið dugleg að láta sjá sig á hinum ýmsu stöðum en aldrei á formlegum rauðum dregli áður. 25. janúar 2022 09:49 Davidson kallar Kardashian kærustu sína í persónulegu viðtali úr svefnherberginu Grínistinn Pete Davidson var í sínu fyrsta viðtali eftir að hann og stórstjarnan Kim Kardashian fóru að sjást saman opinberlega síðasta haust. Í viðtalinu segist hann eyða miklum tíma með „kærustu sinni“ og er það í fyrsta sinn sem annað þeirra staðfestir að um raunverulegt ástarsamband sé að ræða. 8. febrúar 2022 13:31 Kim Kardashian hefur sótt um skilnað Kim Kardashian West er sögð hafa sótt um skilnað frá eiginmanni sínum, rapparanum Kanye West. Hún fari fram á sameiginlegt forræði yfir fjórum börnum þeirra þar sem þau vilji skilja í sátt. 19. febrúar 2021 20:28 Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Sagður dreifa svæsnum lygum um Davidson Tónlistarmaðurinn Kanye West er sagður hafa borið út þann róg að Pete Davidson sé með alnæmi. Eins og frægt er, þá er Davidson kærasti barnsmóður West, Kim Kardashian, en West ekki talinn vera par sáttur við það samband. 1. febrúar 2022 15:30
Paranafnið „Juliye“ varð fyrir valinu Ye og Julia Fox mættu á fyrsta rauða dregilinn sinn saman, klædd gallaefni frá toppi til táar í stíl og greindu formlega frá paranfninu Juliye á samfélagsmiðlum. Parið mætti saman á tískusýningu hjá KENZO í París og virtist njóta þess að vera saman. Ye og Julia eru búin að vera að hittast síðan um áramótin og hafa verið dugleg að láta sjá sig á hinum ýmsu stöðum en aldrei á formlegum rauðum dregli áður. 25. janúar 2022 09:49
Davidson kallar Kardashian kærustu sína í persónulegu viðtali úr svefnherberginu Grínistinn Pete Davidson var í sínu fyrsta viðtali eftir að hann og stórstjarnan Kim Kardashian fóru að sjást saman opinberlega síðasta haust. Í viðtalinu segist hann eyða miklum tíma með „kærustu sinni“ og er það í fyrsta sinn sem annað þeirra staðfestir að um raunverulegt ástarsamband sé að ræða. 8. febrúar 2022 13:31
Kim Kardashian hefur sótt um skilnað Kim Kardashian West er sögð hafa sótt um skilnað frá eiginmanni sínum, rapparanum Kanye West. Hún fari fram á sameiginlegt forræði yfir fjórum börnum þeirra þar sem þau vilji skilja í sátt. 19. febrúar 2021 20:28