Langvarandi notkun parasetamóls auki mögulega áhættuna á hjartasjúkdómum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. febrúar 2022 09:14 Samkvæmt upplýsingum á vef embættis landlæknis fengu 15.600 Íslendingar ávísað parasetamóllyfjum árið 2019. Þar sem parasetamól fæst án lyfseðils má gera ráð fyrir að þeir sem fá því ávísað séu að nota það til langs tíma. Einstaklingar með háþrýsting sem taka parasetamól við krónískum verkjum gætu verið í aukinni áhættu á að fá hjartaáfall eða heilablóðfall. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem framkvæmd var við Edinborgarháskóla. Rannsakendurnir segja að læknar ættu að vega og meta ávinninginn og áhættuna af því að láta sjúklinga nota parasetamól um margra mánaða skeið. Þeir ítreka hins vegar að fólki sé fullkomlega óhætt að taka lyfið einstaka sinnum, til dæmis við höfuðverkjum og hita. Aðrir sérfræðingar segja að frekari rannsókna sé þörf. Parasetamól er notað út um allan heim til að draga úr verkjum og hita. Því er hins vegar einnig ávísað við krónískum verkjum. Einn af hverjum tíu Skotum fékk lyfinu ávísað árið 2018 en einn af hverjum þremur Bretum greinist með háþrýsting. Í rannsókninni var fylgst með 110 sjálfboðaliðum en tveir þriðju voru fyrir á lyfjum við háþrýstingi. Þátttakendurnir voru beðnir um að taka eitt gramm af parasetamóli fjórum sinnum á dag í tvær vikur og lyfleysu í aðrar tvær vikur. Niðurstöðurnar sýndu að notkun parasetamóls leiddi til blóðþrýstingshækkunar, sem er einn stærsti áhættuþátturinn þegar kemur að hjartaáföllum og heilablóðföllum. Rannsakendurnir beina því til lækna að skrifa upp á eins lítinn skammt af parasetamóli og mögulegt er vegna krónískra verkja og fylgjast vel með þeim sem þjást af háþrýstingi eða eru í áhættu vegna hjartasjúkdóma. Dipender Gill, sérfræðingur í klínískri lyfjafræði við St. George's við Lundúnarháskóla, segir hins vegar margt á huldu. Í fyrsta lagi sé óvíst hvort blóðþrýstingshækkunin sem parasetamólnotkunin olli hjá þátttakendunum sé komin til að vera. Þá sé óvíst að hún auki endilega áhættuna hvað varðar hjartasjúkdóma. Stór rannsókn sem var gerð í Bandaríkjunum benti til fylgni á milli notkunar parasetamóls og hjartaáfalla. Rannsakendur gátu hins vegar ekki sýnt fram á orsaksamband. Teymið við Edinborgarháskóla segist ekki geta útskýrt hvers vegna parasetamól ætti að hækka blóðþrýstinginn en að niðurstöðurnar ættu að fá lækna til að endurskoða hvernig þeir ávísa lyfinu ef um er að ræða langtímanotkun. BBC greindi frá. Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Fleiri fréttir Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Sjá meira
Rannsakendurnir segja að læknar ættu að vega og meta ávinninginn og áhættuna af því að láta sjúklinga nota parasetamól um margra mánaða skeið. Þeir ítreka hins vegar að fólki sé fullkomlega óhætt að taka lyfið einstaka sinnum, til dæmis við höfuðverkjum og hita. Aðrir sérfræðingar segja að frekari rannsókna sé þörf. Parasetamól er notað út um allan heim til að draga úr verkjum og hita. Því er hins vegar einnig ávísað við krónískum verkjum. Einn af hverjum tíu Skotum fékk lyfinu ávísað árið 2018 en einn af hverjum þremur Bretum greinist með háþrýsting. Í rannsókninni var fylgst með 110 sjálfboðaliðum en tveir þriðju voru fyrir á lyfjum við háþrýstingi. Þátttakendurnir voru beðnir um að taka eitt gramm af parasetamóli fjórum sinnum á dag í tvær vikur og lyfleysu í aðrar tvær vikur. Niðurstöðurnar sýndu að notkun parasetamóls leiddi til blóðþrýstingshækkunar, sem er einn stærsti áhættuþátturinn þegar kemur að hjartaáföllum og heilablóðföllum. Rannsakendurnir beina því til lækna að skrifa upp á eins lítinn skammt af parasetamóli og mögulegt er vegna krónískra verkja og fylgjast vel með þeim sem þjást af háþrýstingi eða eru í áhættu vegna hjartasjúkdóma. Dipender Gill, sérfræðingur í klínískri lyfjafræði við St. George's við Lundúnarháskóla, segir hins vegar margt á huldu. Í fyrsta lagi sé óvíst hvort blóðþrýstingshækkunin sem parasetamólnotkunin olli hjá þátttakendunum sé komin til að vera. Þá sé óvíst að hún auki endilega áhættuna hvað varðar hjartasjúkdóma. Stór rannsókn sem var gerð í Bandaríkjunum benti til fylgni á milli notkunar parasetamóls og hjartaáfalla. Rannsakendur gátu hins vegar ekki sýnt fram á orsaksamband. Teymið við Edinborgarháskóla segist ekki geta útskýrt hvers vegna parasetamól ætti að hækka blóðþrýstinginn en að niðurstöðurnar ættu að fá lækna til að endurskoða hvernig þeir ávísa lyfinu ef um er að ræða langtímanotkun. BBC greindi frá.
Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Fleiri fréttir Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Sjá meira