Boðaði vetrarríki þegar veðrið snarversnaði í beinni Snorri Másson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 7. febrúar 2022 21:45 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að von sé á snjókomu um land allt á næstu dögum. Stöð 2 Ekkert lát er á vonskuveðri en gular viðvaranir tóku gildi á suðvestur og vesturhorni landsins fyrr í dag. Veðurfræðingur boðar vetrarríki og segir ráðlegt að hafa snjóskófluna reiðubúna til taks næstu daga. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að landsmenn muni finna vel fyrir lægðinni næsta sólarhringin. Rauð viðvörun var í gildi á höfuðborgarsvæðinu í gær og nú taki gul við. Hann segir að veðrið verði þó líklega ekki verra en það var í gærnótt og í morgun. Einar segir að vindáttin hafi breyst töluvert síðan í gærkvöldi og nú sé von á suðvestanátt. Veðurfræðingar gera ráð fyrir því að veðrið verði áfram nokkuð slæmt fram eftir nóttu. „Það eru nokkur atriði sem þarf að hafa í huga: Þessu fylgir hríðarbakki og það verður staðbundin ófærð. Það er selta sem fylgir þessu og það gæti valdið truflunum á raforkukerfinu hérna suðvestanlands. Og svo í þriðja lagi þá er ansi mikil ölduhæð úti fyrir Reykjanesi,“ segir Einar. Hann bætir við að ölduhæð hafi náð þrettán metrum á Garðskagadufli fyrr í kvöld sem sé töluvert meira en spár gerðu ráð fyrir. Hellisheiðin sé enn lokuð og gera megi ráð fyrir frekari lokunum á vegum. Verður snjórinn til trafala á næstu viku? „Langtímaveðurútlitið næstu vikuna og rúmlega það býður bara upp á það að það bæti í snjóinn eiginlega um mestallt land. Það gerist ekki jafnt og þétt heldur hægt og rólega en það er vetrarríki hér næstu vikuna og jafnvel lengur,“ segir Einar. Þurfum við að vera dugleg að moka? „Alla vega hita vel upp snjóskófluna, það getur vel verið að hennar verði þörf á næstu dögum og vikum,“ segir Einar Jónsson veðurfræðingur. Veður Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að landsmenn muni finna vel fyrir lægðinni næsta sólarhringin. Rauð viðvörun var í gildi á höfuðborgarsvæðinu í gær og nú taki gul við. Hann segir að veðrið verði þó líklega ekki verra en það var í gærnótt og í morgun. Einar segir að vindáttin hafi breyst töluvert síðan í gærkvöldi og nú sé von á suðvestanátt. Veðurfræðingar gera ráð fyrir því að veðrið verði áfram nokkuð slæmt fram eftir nóttu. „Það eru nokkur atriði sem þarf að hafa í huga: Þessu fylgir hríðarbakki og það verður staðbundin ófærð. Það er selta sem fylgir þessu og það gæti valdið truflunum á raforkukerfinu hérna suðvestanlands. Og svo í þriðja lagi þá er ansi mikil ölduhæð úti fyrir Reykjanesi,“ segir Einar. Hann bætir við að ölduhæð hafi náð þrettán metrum á Garðskagadufli fyrr í kvöld sem sé töluvert meira en spár gerðu ráð fyrir. Hellisheiðin sé enn lokuð og gera megi ráð fyrir frekari lokunum á vegum. Verður snjórinn til trafala á næstu viku? „Langtímaveðurútlitið næstu vikuna og rúmlega það býður bara upp á það að það bæti í snjóinn eiginlega um mestallt land. Það gerist ekki jafnt og þétt heldur hægt og rólega en það er vetrarríki hér næstu vikuna og jafnvel lengur,“ segir Einar. Þurfum við að vera dugleg að moka? „Alla vega hita vel upp snjóskófluna, það getur vel verið að hennar verði þörf á næstu dögum og vikum,“ segir Einar Jónsson veðurfræðingur.
Veður Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira