Hvað með Kjalarnesið? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 7. febrúar 2022 17:01 „Strætó er annt um íbúa á Kjalarnesi og möguleika þeirra til að komast á milli staða,“ sagði í færslu Strætó bs. í janúar 2016 en því miður er sannleikurinn sá að íbúar á Kjalarnesi hafa ekki orðið varir við umrædda umhyggju Strætó á þeim sex árum síðan færslan var skrifuð. Íbúar Kjalarness, sem eru að sjálfsögðu Reykvíkingar, eru orðnir langþreyttir á því að vera settir í flokk með sveitarfélögum á landsbyggðinni og krefjast þess að fá sömu almenningssamgöngur og boðið er upp á í öðrum hverfum Reykjavíkur, með sömu samtengingum á milli hverfa. Auðvelt er að taka undir sjónarmið íbúa á Kjalarnesi sem í nafni íbúaráðs sendu Vegagerðinni bréf í upphafi árs og nánast grátbáðu um að tekið yrði tillit til óska ráðsins um fjölgun stoppistöðva Strætó en fyrir liggur að stoppistöðvum mun fækka úr þremur í eina vegna breytinga á Vesturlandsvegi við tvöföldun hans. „Í því samfélagi sem við búum í dag er aukin krafa um að fólk nýti sér almenningssamgöngur og til þess að það geti raungerst þá þarf þjónustan að vera til staðar,“ segir í bréfi íbúaráðs. Það er sjálfsögð krafa að fjölgað verði stoppistöðvum Strætó á Kjalarnesi en það er jafnframt það minnsta sem hægt er að gera fyrir íbúa hverfisins ef það stendur raunverulega vilji til þess að almenningssamgöngur blómstri. Á samfélagsmiðlinum Facebook hafa íbúar Kjalarness látið í sér heyra og eru allar athugasemdir á þessa leið: „Er strætó sem gengur hérna? Ég gafst upp fyrir mörgum árum.“ „Um helgar fer vagn héðan klukkan 10.41 og svo ekki fyrr en rúmlega 14 … og svo kemur hann ekki.“ „Ég get ekki nýtt hann í vinnu og hætti ekki á að komast ekki heim.“ „Af hverju er Kjalarnes ekki inni í leiðarkerfi höfuðborgarsvæðisins?“ Fái ég til þess tækifæri mun ég berjast fyrir því að leiðakerfi Strætó verði leiðrétt þegar kemur að Kjalnesingum. Því þeir eiga það skilið, eins og aðrir Reykvíkingar, að geta nýtt sér almenningssamgöngur. Höfundur er í framboði fyrir Samfylkinguna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Tengdar fréttir Æði-strákarnir veittu Guðmundi Inga innblástur sem stefnir á þriðja sætið Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu – félags fanga, hefur ákveðið að bjóða sig fram í þriðja sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hann segir að strákarnir í Æði hafi veitt honum innblástur til að bjóða sig fram. 12. janúar 2022 11:35 Sextán vilja í framboð fyrir Samfylkinguna Sextán manns buðu sig fram til forvals Samfylkingarinnar í Reykjavík. Öll framboðin voru metin gild fyrir forvalið sem fer fram helgina 12. til 13. febrúar. 22. janúar 2022 16:33 Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
„Strætó er annt um íbúa á Kjalarnesi og möguleika þeirra til að komast á milli staða,“ sagði í færslu Strætó bs. í janúar 2016 en því miður er sannleikurinn sá að íbúar á Kjalarnesi hafa ekki orðið varir við umrædda umhyggju Strætó á þeim sex árum síðan færslan var skrifuð. Íbúar Kjalarness, sem eru að sjálfsögðu Reykvíkingar, eru orðnir langþreyttir á því að vera settir í flokk með sveitarfélögum á landsbyggðinni og krefjast þess að fá sömu almenningssamgöngur og boðið er upp á í öðrum hverfum Reykjavíkur, með sömu samtengingum á milli hverfa. Auðvelt er að taka undir sjónarmið íbúa á Kjalarnesi sem í nafni íbúaráðs sendu Vegagerðinni bréf í upphafi árs og nánast grátbáðu um að tekið yrði tillit til óska ráðsins um fjölgun stoppistöðva Strætó en fyrir liggur að stoppistöðvum mun fækka úr þremur í eina vegna breytinga á Vesturlandsvegi við tvöföldun hans. „Í því samfélagi sem við búum í dag er aukin krafa um að fólk nýti sér almenningssamgöngur og til þess að það geti raungerst þá þarf þjónustan að vera til staðar,“ segir í bréfi íbúaráðs. Það er sjálfsögð krafa að fjölgað verði stoppistöðvum Strætó á Kjalarnesi en það er jafnframt það minnsta sem hægt er að gera fyrir íbúa hverfisins ef það stendur raunverulega vilji til þess að almenningssamgöngur blómstri. Á samfélagsmiðlinum Facebook hafa íbúar Kjalarness látið í sér heyra og eru allar athugasemdir á þessa leið: „Er strætó sem gengur hérna? Ég gafst upp fyrir mörgum árum.“ „Um helgar fer vagn héðan klukkan 10.41 og svo ekki fyrr en rúmlega 14 … og svo kemur hann ekki.“ „Ég get ekki nýtt hann í vinnu og hætti ekki á að komast ekki heim.“ „Af hverju er Kjalarnes ekki inni í leiðarkerfi höfuðborgarsvæðisins?“ Fái ég til þess tækifæri mun ég berjast fyrir því að leiðakerfi Strætó verði leiðrétt þegar kemur að Kjalnesingum. Því þeir eiga það skilið, eins og aðrir Reykvíkingar, að geta nýtt sér almenningssamgöngur. Höfundur er í framboði fyrir Samfylkinguna í Reykjavík.
Æði-strákarnir veittu Guðmundi Inga innblástur sem stefnir á þriðja sætið Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu – félags fanga, hefur ákveðið að bjóða sig fram í þriðja sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hann segir að strákarnir í Æði hafi veitt honum innblástur til að bjóða sig fram. 12. janúar 2022 11:35
Sextán vilja í framboð fyrir Samfylkinguna Sextán manns buðu sig fram til forvals Samfylkingarinnar í Reykjavík. Öll framboðin voru metin gild fyrir forvalið sem fer fram helgina 12. til 13. febrúar. 22. janúar 2022 16:33
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun