Björgvin vonarstjarna Framsóknar í borginni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2022 13:41 Björgvin ásamt konu sinni og börnum. Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður í handbolta ætlar að gefa kost á sér í fyrsta til annað sæti hjá Framsóknarflokknum í Reykjavík. Frá þessu greinir hann á Facebook-síðu sinni en fram hafði komið að hann lægi undir feldi og íhugaði að bjóða fram krafta sína. „Ég ætla að taka slaginn og hef formlega sóst eftir 1.-2. sæti hjá Framsókn í Reykjavík,“ segir Björgvin. Hann langi að taka ábyrgð á því að gæta velferðar barna og annara viðkvæmra hópa í samfélaginu. „Að auki þá hafa málefni barna snertiflöt við nánast allan rekstur borgarinnar og mynda einn helsta útgjaldalið sveitarfélagins. Börn eru ekki með kosningarétt og þeim sem stjórna er falið mjög mikilvægt hlutverk sem snýr að velferð barna. Það má gera betur þegar kemur að því að forgangsraða réttindum og velferð barna með sýnilegri stefnumótun og ákvörðunartöku. Það er kominn tími á að við jöfnum leikinn og að allir fái jöfn tækifæri. Íþróttirnar björguðu mér og er það minn draumur að heyra fleiri og fleiri börn segja að skólinn hafi bjargað þeim.“ Með þeirri ákvörðun að fara í framboð fylgi hann hjartanu og sinni ástríðu. „Ástæða þess að ég hef verið að notast við orðavalið „borgarstjóraefni“ er til að gera fólki grein fyrir þeirri trú sem ég hef á Framsókn fyrir þessar kosningar og vil ég vera hluti af þeirri vegferð, hvort sem það væri að leiða flokkinn eða í öðru sæti á lista. Ég tel að í hvoru sætinu sem er geti ég orðið sá leiðtogi innan kerfisins sem að ég tel að borgin og börnin þurfi á að halda. Börnin okkar eiga að fá hásætið næstu 4 árin og við þurfum öll að taka þátt í að hlúa að þeim.“ Framsóknarflokkurinn galt afhroð í síðustu borgarstjórnarkosningum og náði engum manni inn. Flokkurinn ætlar sér stærri hluti í komandi kosningum en Framsókn var að margra mati sigurvegarinn í Alþingiskosningunum í haust. Framsóknarflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Björgvin Páll veltir borgarstjórastólnum fyrir sér Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, veltir fyrir sér hvort hann vilji verða borgarstjóraefni Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann spyr sjálfan sig og aðra: Er ég efni í næsta borgarstjóra í Reykjavík? 3. febrúar 2022 10:20 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira
„Ég ætla að taka slaginn og hef formlega sóst eftir 1.-2. sæti hjá Framsókn í Reykjavík,“ segir Björgvin. Hann langi að taka ábyrgð á því að gæta velferðar barna og annara viðkvæmra hópa í samfélaginu. „Að auki þá hafa málefni barna snertiflöt við nánast allan rekstur borgarinnar og mynda einn helsta útgjaldalið sveitarfélagins. Börn eru ekki með kosningarétt og þeim sem stjórna er falið mjög mikilvægt hlutverk sem snýr að velferð barna. Það má gera betur þegar kemur að því að forgangsraða réttindum og velferð barna með sýnilegri stefnumótun og ákvörðunartöku. Það er kominn tími á að við jöfnum leikinn og að allir fái jöfn tækifæri. Íþróttirnar björguðu mér og er það minn draumur að heyra fleiri og fleiri börn segja að skólinn hafi bjargað þeim.“ Með þeirri ákvörðun að fara í framboð fylgi hann hjartanu og sinni ástríðu. „Ástæða þess að ég hef verið að notast við orðavalið „borgarstjóraefni“ er til að gera fólki grein fyrir þeirri trú sem ég hef á Framsókn fyrir þessar kosningar og vil ég vera hluti af þeirri vegferð, hvort sem það væri að leiða flokkinn eða í öðru sæti á lista. Ég tel að í hvoru sætinu sem er geti ég orðið sá leiðtogi innan kerfisins sem að ég tel að borgin og börnin þurfi á að halda. Börnin okkar eiga að fá hásætið næstu 4 árin og við þurfum öll að taka þátt í að hlúa að þeim.“ Framsóknarflokkurinn galt afhroð í síðustu borgarstjórnarkosningum og náði engum manni inn. Flokkurinn ætlar sér stærri hluti í komandi kosningum en Framsókn var að margra mati sigurvegarinn í Alþingiskosningunum í haust.
Framsóknarflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Björgvin Páll veltir borgarstjórastólnum fyrir sér Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, veltir fyrir sér hvort hann vilji verða borgarstjóraefni Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann spyr sjálfan sig og aðra: Er ég efni í næsta borgarstjóra í Reykjavík? 3. febrúar 2022 10:20 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira
Björgvin Páll veltir borgarstjórastólnum fyrir sér Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, veltir fyrir sér hvort hann vilji verða borgarstjóraefni Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann spyr sjálfan sig og aðra: Er ég efni í næsta borgarstjóra í Reykjavík? 3. febrúar 2022 10:20