Sprengingin varð í strengmúffu í einni vélanna og duttu þær allar út á tímabili. Skerða þurfti afhendingu rafmagns á meðan viðgerð stóð yfir.
Í tilkynningu frá Orku náttúrunnar segir að vinna við viðgerð hafi gengið framar vonum og fóru síðustu vélarnar af stað nú á laugardag, rúmum sólarhring á undan áætlun. Full framleiðslugeta sé því nú komin á, á ný.