Skilur ekki af hverju Salah tók ekki víti gegn Senegal Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. febrúar 2022 13:30 Mohamed Salah tekur við silfurmedalíu eftir úrslitaleik Afríkukeppninnar. epa/FOOTOGRAFIIA Jamie Carragher botnar ekkert í ákvörðun Egypta að láta Mohamed Salah taka fimmtu spyrnu liðsins í vítaspyrnukeppninni gegn Senegölum í úrslitaleik Afríkukeppninnar í gær. Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og framlengingu í leiknum í gær og því réðust úrslitin í vítakeppni. Fyrirfram þóttu Egyptar sigurstranglegri þar enda höfðu þeir unnið Fílbeinsstrendinga og heimalið Kamerúna í vítakeppni í útsláttarkeppninni. Í gær var lukkan hins vegar ekki lengur í liði með Egyptalandi. Mohamed Abdelmonem og Mohanad Lasheen klikkuðu á sínum spyrnum og Sadio Mané tryggði Senegal sigurinn og sinn fyrsta Afríkumeistaratitil með því að skora úr síðustu spyrnu liðsins. Því fékk samherji hans hjá Liverpool, Salah, ekki tækifæri til að taka fimmta víti Egyptalands. Carragher skilur ekki af hverju Egyptar tóku þessa áhættu, að láta Salah taka síðustu spyrnuna. „Þetta er ástæðan fyrir því að besta vítaskyttan ætti aldrei að taka víti númer fimm. Að Mo Salah taki ekki víti fyrir Egyptaland í vítakeppni í úrslitaleik er brjálæði. Gerðist líka fyrir Ronaldo fyrir Portúgal gegn Spáni fyrir nokkrum árum,“ skrifaði Carragher á Twitter. Hann vísaði þar til vítakeppninnar í leik Portúgals og Spánar í undanúrslitum EM 2012 þar sem Ronaldo átti að taka síðasta víti Portúgala en komst aldrei á punktinn. That is why your best penalty taker should never go fifth. Mo Salah not taking a penalty for Egypt in a shootout in a final is madness. Also happened to Ronaldo years ago for Portugal v Spain. #AFCON2021 #SENEGY— Jamie Carragher (@Carra23) February 6, 2022 Ekki er langt þar til Senegal og Egyptaland mætast aftur. Þau eigast nefnilega við í umspili um sæti á HM í næsta mánuði. Salah skoraði tvö mörk í Afríkukeppninni og hefur alls skorað 46 mörk í 81 landsleik fyrir Egyptaland. Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og framlengingu í leiknum í gær og því réðust úrslitin í vítakeppni. Fyrirfram þóttu Egyptar sigurstranglegri þar enda höfðu þeir unnið Fílbeinsstrendinga og heimalið Kamerúna í vítakeppni í útsláttarkeppninni. Í gær var lukkan hins vegar ekki lengur í liði með Egyptalandi. Mohamed Abdelmonem og Mohanad Lasheen klikkuðu á sínum spyrnum og Sadio Mané tryggði Senegal sigurinn og sinn fyrsta Afríkumeistaratitil með því að skora úr síðustu spyrnu liðsins. Því fékk samherji hans hjá Liverpool, Salah, ekki tækifæri til að taka fimmta víti Egyptalands. Carragher skilur ekki af hverju Egyptar tóku þessa áhættu, að láta Salah taka síðustu spyrnuna. „Þetta er ástæðan fyrir því að besta vítaskyttan ætti aldrei að taka víti númer fimm. Að Mo Salah taki ekki víti fyrir Egyptaland í vítakeppni í úrslitaleik er brjálæði. Gerðist líka fyrir Ronaldo fyrir Portúgal gegn Spáni fyrir nokkrum árum,“ skrifaði Carragher á Twitter. Hann vísaði þar til vítakeppninnar í leik Portúgals og Spánar í undanúrslitum EM 2012 þar sem Ronaldo átti að taka síðasta víti Portúgala en komst aldrei á punktinn. That is why your best penalty taker should never go fifth. Mo Salah not taking a penalty for Egypt in a shootout in a final is madness. Also happened to Ronaldo years ago for Portugal v Spain. #AFCON2021 #SENEGY— Jamie Carragher (@Carra23) February 6, 2022 Ekki er langt þar til Senegal og Egyptaland mætast aftur. Þau eigast nefnilega við í umspili um sæti á HM í næsta mánuði. Salah skoraði tvö mörk í Afríkukeppninni og hefur alls skorað 46 mörk í 81 landsleik fyrir Egyptaland.
Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira