Mané svaf með bikarinn í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2022 12:31 Sadio Mane var brosmildur í leikslok enda voru hann og félagar hans í senegalska landsliðinu að landa sögulegum titli fyrir þjóð sína. AP/Themba Hadebe Sadio Mané tryggði Senegal fyrsta Afríkumeistaratitilinn í sögu þjóðarinnar í gærkvöldi þegar hann hann skoraði úr lokaspyrnunni í vítaspyrnukeppni. Mané er ekki fyrirliði Senegal og það var því Kalidou Koulibaly sem tók við bikarnum í leikslok. Mané fékk hins vegar greinilega að hafa bikarinn hjá sér í nótt. Hann birti mynd af sér í rúminu með bikarinn sér við hlið. Það má sjá þessa mynd af honum hér fyrir neðan en hún birtist á Instagram síðu kappans. View this post on Instagram A post shared by Sadio Mane (@sadiomaneofficiel) Sadio var samt næstum því skúrkurinn því hann klikkaði á vítaspyrnu í upphafi leiks. Sem betur fer fyrir hann þá nýttu Egyptar sér það ekki og Mané fékk annað tækifæri í vítakeppninni sem hann nýtti. „Þetta er fallegasti dagur lífs míns. Af öllum bikurunum sem ég hef unnið þá er þessi uppáhalds titillinn minn. Þetta er eins og draumur. Sem barn þá grét ég þegar landsliðið tapaði leik,“ sagði Sadio Mane eftir leikinn. Mané var alls með þrjú mörk og tvær stoðsendingar í Afríkukeppninni í ár þar af tvö mörk og tvær stoðsendingar í útsláttarkeppninni. Þetta er í fyrsta sinn sem Senegal vinnur Afríkutitilinn en liðið hafði tapað úrslitaleiknum 2002 og 2019. Mané var í liðinu sem tapaði í úrslitaleik síðustu keppni og sigurinn var því enn sætar í gær. Mané náði líka að jafna markamet Henri Camara fyrir landsliðið en þeir hafa báðir skorað 29 mörk. Mané í 86 leikjum en Camara í 99 leikjum frá 1999 til 2008. Næst á dagskrá er að fljúga heim til Liverpool og kannski í sömu flugvél og Mo Salah sem var í tapliðinu í gær. Hér fyrir neðan má hjá Mane fara til liðsfélaga síns hjá Liverpool og hughreysta hann eftir leikinn í gær. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Fleiri fréttir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Sjá meira
Mané er ekki fyrirliði Senegal og það var því Kalidou Koulibaly sem tók við bikarnum í leikslok. Mané fékk hins vegar greinilega að hafa bikarinn hjá sér í nótt. Hann birti mynd af sér í rúminu með bikarinn sér við hlið. Það má sjá þessa mynd af honum hér fyrir neðan en hún birtist á Instagram síðu kappans. View this post on Instagram A post shared by Sadio Mane (@sadiomaneofficiel) Sadio var samt næstum því skúrkurinn því hann klikkaði á vítaspyrnu í upphafi leiks. Sem betur fer fyrir hann þá nýttu Egyptar sér það ekki og Mané fékk annað tækifæri í vítakeppninni sem hann nýtti. „Þetta er fallegasti dagur lífs míns. Af öllum bikurunum sem ég hef unnið þá er þessi uppáhalds titillinn minn. Þetta er eins og draumur. Sem barn þá grét ég þegar landsliðið tapaði leik,“ sagði Sadio Mane eftir leikinn. Mané var alls með þrjú mörk og tvær stoðsendingar í Afríkukeppninni í ár þar af tvö mörk og tvær stoðsendingar í útsláttarkeppninni. Þetta er í fyrsta sinn sem Senegal vinnur Afríkutitilinn en liðið hafði tapað úrslitaleiknum 2002 og 2019. Mané var í liðinu sem tapaði í úrslitaleik síðustu keppni og sigurinn var því enn sætar í gær. Mané náði líka að jafna markamet Henri Camara fyrir landsliðið en þeir hafa báðir skorað 29 mörk. Mané í 86 leikjum en Camara í 99 leikjum frá 1999 til 2008. Næst á dagskrá er að fljúga heim til Liverpool og kannski í sömu flugvél og Mo Salah sem var í tapliðinu í gær. Hér fyrir neðan má hjá Mane fara til liðsfélaga síns hjá Liverpool og hughreysta hann eftir leikinn í gær. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Fleiri fréttir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Sjá meira