Mané svaf með bikarinn í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2022 12:31 Sadio Mane var brosmildur í leikslok enda voru hann og félagar hans í senegalska landsliðinu að landa sögulegum titli fyrir þjóð sína. AP/Themba Hadebe Sadio Mané tryggði Senegal fyrsta Afríkumeistaratitilinn í sögu þjóðarinnar í gærkvöldi þegar hann hann skoraði úr lokaspyrnunni í vítaspyrnukeppni. Mané er ekki fyrirliði Senegal og það var því Kalidou Koulibaly sem tók við bikarnum í leikslok. Mané fékk hins vegar greinilega að hafa bikarinn hjá sér í nótt. Hann birti mynd af sér í rúminu með bikarinn sér við hlið. Það má sjá þessa mynd af honum hér fyrir neðan en hún birtist á Instagram síðu kappans. View this post on Instagram A post shared by Sadio Mane (@sadiomaneofficiel) Sadio var samt næstum því skúrkurinn því hann klikkaði á vítaspyrnu í upphafi leiks. Sem betur fer fyrir hann þá nýttu Egyptar sér það ekki og Mané fékk annað tækifæri í vítakeppninni sem hann nýtti. „Þetta er fallegasti dagur lífs míns. Af öllum bikurunum sem ég hef unnið þá er þessi uppáhalds titillinn minn. Þetta er eins og draumur. Sem barn þá grét ég þegar landsliðið tapaði leik,“ sagði Sadio Mane eftir leikinn. Mané var alls með þrjú mörk og tvær stoðsendingar í Afríkukeppninni í ár þar af tvö mörk og tvær stoðsendingar í útsláttarkeppninni. Þetta er í fyrsta sinn sem Senegal vinnur Afríkutitilinn en liðið hafði tapað úrslitaleiknum 2002 og 2019. Mané var í liðinu sem tapaði í úrslitaleik síðustu keppni og sigurinn var því enn sætar í gær. Mané náði líka að jafna markamet Henri Camara fyrir landsliðið en þeir hafa báðir skorað 29 mörk. Mané í 86 leikjum en Camara í 99 leikjum frá 1999 til 2008. Næst á dagskrá er að fljúga heim til Liverpool og kannski í sömu flugvél og Mo Salah sem var í tapliðinu í gær. Hér fyrir neðan má hjá Mane fara til liðsfélaga síns hjá Liverpool og hughreysta hann eftir leikinn í gær. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Fá nýjan Kana í harða baráttu Körfubolti Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Sjá meira
Mané er ekki fyrirliði Senegal og það var því Kalidou Koulibaly sem tók við bikarnum í leikslok. Mané fékk hins vegar greinilega að hafa bikarinn hjá sér í nótt. Hann birti mynd af sér í rúminu með bikarinn sér við hlið. Það má sjá þessa mynd af honum hér fyrir neðan en hún birtist á Instagram síðu kappans. View this post on Instagram A post shared by Sadio Mane (@sadiomaneofficiel) Sadio var samt næstum því skúrkurinn því hann klikkaði á vítaspyrnu í upphafi leiks. Sem betur fer fyrir hann þá nýttu Egyptar sér það ekki og Mané fékk annað tækifæri í vítakeppninni sem hann nýtti. „Þetta er fallegasti dagur lífs míns. Af öllum bikurunum sem ég hef unnið þá er þessi uppáhalds titillinn minn. Þetta er eins og draumur. Sem barn þá grét ég þegar landsliðið tapaði leik,“ sagði Sadio Mane eftir leikinn. Mané var alls með þrjú mörk og tvær stoðsendingar í Afríkukeppninni í ár þar af tvö mörk og tvær stoðsendingar í útsláttarkeppninni. Þetta er í fyrsta sinn sem Senegal vinnur Afríkutitilinn en liðið hafði tapað úrslitaleiknum 2002 og 2019. Mané var í liðinu sem tapaði í úrslitaleik síðustu keppni og sigurinn var því enn sætar í gær. Mané náði líka að jafna markamet Henri Camara fyrir landsliðið en þeir hafa báðir skorað 29 mörk. Mané í 86 leikjum en Camara í 99 leikjum frá 1999 til 2008. Næst á dagskrá er að fljúga heim til Liverpool og kannski í sömu flugvél og Mo Salah sem var í tapliðinu í gær. Hér fyrir neðan má hjá Mane fara til liðsfélaga síns hjá Liverpool og hughreysta hann eftir leikinn í gær. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Fá nýjan Kana í harða baráttu Körfubolti Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Sjá meira