Fólk geti gert ráð fyrir að mæta ekki í vinnu og skóla í fyrramálið Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. febrúar 2022 14:50 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum. Vísir/Baldur Almannavarnir funda nú með Veðurstofunni og Vegagerðinni um hvort biðlað verði til skóla að hafa lokað á morgun og vinnustaða að fá starfsfólk sitt seinna til vinnu. Búist er við því að mjög þungfært verði á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið og vilja Almannavarnir að sem fæstir séu á ferð á meðan verið er að ryðja göturnar. „Það er bara það mikil snjókoma með þessu að það má búast við að það verði ófært víða, sem tekur bara tíma að hreinsa. Við höfum séð það áður að það tefur mjög mikið fyrir svoleiðis ef það er mikið af bílum sem fara af stað, þannig að við bara hvetjum alla til að bíða heima í fyrramálið og sjá hvernig staðan verður. Fylgjast vel með fjölmiðlum,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum. Vegagerðin fer í að ryðja göturnar um leið og færi gefst en það verk gengur hraðar fyrir sig ef sem fæstir eru á ferð um bæinn. Rauða veðurviðvörunin er í gildi á höfuðborgarsvæðinu til klukkan átta í fyrramálið. „Þó að kannski aðalleiðir verði opnar þá vitum við bara hvernig svona óveðursdagar eru. Bara ef leigubílar fara vanbúnir af stað og festast þá stoppar allt. Alveg sama hversu vel búinn þú ert þá eru bara aðrir sem verða fyrir þér. Þannig að við bara hvetjum alla til að gera ráð fyrir því að geta ekki mætt í vinnuna klukkan átta í fyrramálið,“ segir Víðir. Svipað og fyrir tveimur árum Hann segir óveðrið líkjast því sem varð í febrúar 2020 en þá var rauð veðurviðvörun gefin út á höfuðborgarsvæðinu í fyrsta skipti síðan litakóðakerfið var tekið upp árið 2017. „Það má alveg búast við því að lausamunir muni fjúka. Við sáum svona svipað veður í febrúar 2020, þá voru þök að fjúka og hús að skemmast þannig það má alveg búast við slíku tjóni,“ segir Víðir. Veður Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Sjá meira
„Það er bara það mikil snjókoma með þessu að það má búast við að það verði ófært víða, sem tekur bara tíma að hreinsa. Við höfum séð það áður að það tefur mjög mikið fyrir svoleiðis ef það er mikið af bílum sem fara af stað, þannig að við bara hvetjum alla til að bíða heima í fyrramálið og sjá hvernig staðan verður. Fylgjast vel með fjölmiðlum,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum. Vegagerðin fer í að ryðja göturnar um leið og færi gefst en það verk gengur hraðar fyrir sig ef sem fæstir eru á ferð um bæinn. Rauða veðurviðvörunin er í gildi á höfuðborgarsvæðinu til klukkan átta í fyrramálið. „Þó að kannski aðalleiðir verði opnar þá vitum við bara hvernig svona óveðursdagar eru. Bara ef leigubílar fara vanbúnir af stað og festast þá stoppar allt. Alveg sama hversu vel búinn þú ert þá eru bara aðrir sem verða fyrir þér. Þannig að við bara hvetjum alla til að gera ráð fyrir því að geta ekki mætt í vinnuna klukkan átta í fyrramálið,“ segir Víðir. Svipað og fyrir tveimur árum Hann segir óveðrið líkjast því sem varð í febrúar 2020 en þá var rauð veðurviðvörun gefin út á höfuðborgarsvæðinu í fyrsta skipti síðan litakóðakerfið var tekið upp árið 2017. „Það má alveg búast við því að lausamunir muni fjúka. Við sáum svona svipað veður í febrúar 2020, þá voru þök að fjúka og hús að skemmast þannig það má alveg búast við slíku tjóni,“ segir Víðir.
Veður Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Sjá meira