Öfgar segja Ingó hafa sakbent sjálfan sig Árni Sæberg skrifar 6. febrúar 2022 14:21 Ingólfur Þórarinsson hefur krafist miskabóta vegna ærumeiðandi ummæla um sig á netinu. Stöð 2 Aðgerðahópurinn Öfgar segir tónlistamanninn Ingólf Þórarinsson sjálfan hafa bendlað sig við sögur af kynferðisofbeldi þar sem hann var ekki nafngreindur. Öfgar sendu fjölmiðlum tilkynningu þar sem meðlimir hópsins bregðast við viðtali við Ingólf, sem birtist um helgina, þar sem hann sagðist saklaus af öllum þeim ásökunum sem á hann hafa verið bornar undanfarið. Ingólfur neitaði í viðtali í Stundinni um helgina að hafa nokkurn tímann brotið gegn konum eða farið yfir mörk þeirra. Hann segist hvorki hafa farið í naflaskoðun né breytt samskiptum sínum við konur í kjölfar þess að á fjórða tug frásagna af meintri ofbeldishegðun hans hafi verið birtar. Viðtalið er hluti af ítarlegri umfjöllun Stundarinnar um menn sem hafa þurft að stíga út úr sviðsljósinu vegna ásakana á hendur þeim. Ingólfur var sá eini þeirra sem veitti Stundinni viðtal vegna umfjöllunarinnar. Hann var ítrekað krafinn svara um meint ofbeldi af hans hálfu en neitaði öllu sem á hann var borið. „Öfgar hafa aldrei, og munu aldrei, staðfesta um hvaða tónlistarmann ræðir. Ingólfur hefur séð sjálfur um það að bendla sig við þessar frásagnir,“ segja Öfgar. Öfgar; Þórhildur Gyða, Hulda Hrund, Helga Ben, Tanja Ísfjörð, Ólöf Tara og Ninna Karla.Öfgar Bendlaði sig við ummæli með kröfubréfum Í tilkynningunni segir að Ingólfur hafi sent Ólöfu Töru Harðardóttur, einum meðlimi hópsins, kröfubréf þar sem hann krafðist bóta vegna vangaveltna hennar um það að til stæði að meintur nauðgari stýrði brekkusöng á Þjóðhátíð. Þá hafi hann einnig sent kröfubréf á aðgerðasinna sem sagði þjóðþekktan tónlistarmann hafa nauðgað sér. Aðgerðasinninn sem um ræðir er Edda Falak. Öfgar telja Ingólf hafa með kröfubréfunum bendlað sjálfan sig við meint kynferðisbrot og því geti hann ekki sakað hópinn um að bera á sig sakir. Vísa meintum rógburði Ingólfs á bug Ingólfur hefur sagt í fjölmiðlum að honum hafi borist til eyrna að þær sögur sem hafa verið sagðar af honum hafi verið sendar Öfgum í þeim tilgangi einum að athuga hvort þær fengjust birtar. Það segja Öfgar vera gróusögur. „Við vitum sjálf hvernig frásagnir um einn þjóðþekktan tónlistarmann bárust okkur. Við vísum þessum rógburð því alfarið á bug,“ segir hópurinn. Þá segir hópurinn alvarlegt að Ingólfur ætli ekki í naflaskoðun þrátt fyrir að vera greinilega sannfærður um að fjölmargar sögur af kynferðisofbeldi séu um hann sjálfan. „Svo sannfærður að hann fer í drottningarviðtal, nýtir sér valdastöðu sína til að ógna og kærir fólk sem stendur með þolendum. Við þekkjum öll þessa taktík. Þetta er handrit meintra ofbeldismanna,“ segja Öfgar að lokum. Tilkynningu Öfga má lesa í heild sinni hér að neðan: Um helgina birtist viðtal við Ingólf Þórarinsson þar sem hann segist saklaus af öllum nafnvernduðum frásögnum Öfga. Öfgar hafa aldrei, og munu aldrei, staðfest um hvaða tónlistarmann ræðir. Ingólfur hefur séð sjálfur um það að bendla sig við þessar frásagnir. Hann sendi meðlimi okkar, Ólöfu Töru, kröfubréf fyrir vangaveltur áður en staðfest var hver færi með brekkusönginn eða komin dagskrá á Þjóðhátíð yfir höfuð. Þar bendlaði hann sjálfan sig við ummæli hennar sem meintur nauðgari. Hann sendi annað kröfubréf á aktívista sem segir að þjóðþekktur tónlistamaður hafi nauðgað sér. Þar bendlaði hann sjálfan sig aftur sem meintan nauðgara. Ingólfur hefur frá upphafi notað fjölmiðla til að hóta. Meðal annars hefur hann hótað að kæra nafnverndaðar frásagnir sem hann kannast samt sem áður ekkert við. Um leið og Ingólfur bendlaði sjálfan sig við frásagnirnar fór fólk að segja sína reynslu af meintri hegðun hans. Vitneskja um meinta hegðun Ingólfs er hægt að finna víðsvegar á netinu, t.d. á bland þræði frá árinu 2009 og í sketch-þætti hjá Steinda frá sama ári. Út frá samfélagslegu umræðunni sem varð í kjölfarið benti meðlimur okkar, Sindri Þór, á hversu siðferðislega rangt það sé að fullorðnir menn geti á bak við lögin riðið börnum. Ingólfur sendi honum þá líka kröfubréf og stefndi honum fyrir meiðyrði. Þessi hegðun bendir ekki til þess að hann sé reiðubúinn til að horfast í augu við það orð sem hann hefur á sér meðal almennings. Ekki svo löngu áður en nafnverndaðar frásagnir Öfga birtust sagði Ingólfur í viðtali hjá öðrum meintum geranda að hann muni lítið frá þeim tíma sem hann drakk illa og notaði orðið minnisleysi. Nokkrum dögum eftir að frásagnirnar birtust heldur hann því fram að hann viti hver hann er, hvað hann hafi gert og segir að frásagnirnar séu árás á sína persónu. Hvernig getur hann staðfest að hann viti hvað hann hefur gert þegar hann hefur lýst því yfir í viðtali að muna ekki margt vegna áfengisneyslu? Ingólfur staðhæfir að einhver hafi sagt honum að þessar sögur hafi verið sendar til þess að athuga hvort að sögurnar yrðu birtar, þetta kallast gróusögur. Við vitum sjálf hvernig frásagnir um einn þjóðþekktan tónlistarmann bárust okkur. Við vísum þessum rógburð því alfarið á bug. Það er grafalvarlegt að einstaklingur ætli ekki í naflaskoðun eftir að hafa verið svo sannfærður um að svona alvarlegar ofbeldissögur sem varða margar hverjar á við hegningarlög séu um hann sjálfan. Svo sannfærður að hann fer í drottingarviðtal, nýtir sér valdastöðu sína til að ógna og kærir fólk sem stendur með þolendum. Við þekkjum öll þessa taktík. Þetta er handrit meintra ofbeldismanna. Öfgar; Þórhildur Gyða, Hulda Hrund, Helga Ben, Tanja Ísjförð, Ólöf Tara og Ninna Karla. MeToo Mál Ingólfs Þórarinssonar Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Öfgar sendu fjölmiðlum tilkynningu þar sem meðlimir hópsins bregðast við viðtali við Ingólf, sem birtist um helgina, þar sem hann sagðist saklaus af öllum þeim ásökunum sem á hann hafa verið bornar undanfarið. Ingólfur neitaði í viðtali í Stundinni um helgina að hafa nokkurn tímann brotið gegn konum eða farið yfir mörk þeirra. Hann segist hvorki hafa farið í naflaskoðun né breytt samskiptum sínum við konur í kjölfar þess að á fjórða tug frásagna af meintri ofbeldishegðun hans hafi verið birtar. Viðtalið er hluti af ítarlegri umfjöllun Stundarinnar um menn sem hafa þurft að stíga út úr sviðsljósinu vegna ásakana á hendur þeim. Ingólfur var sá eini þeirra sem veitti Stundinni viðtal vegna umfjöllunarinnar. Hann var ítrekað krafinn svara um meint ofbeldi af hans hálfu en neitaði öllu sem á hann var borið. „Öfgar hafa aldrei, og munu aldrei, staðfesta um hvaða tónlistarmann ræðir. Ingólfur hefur séð sjálfur um það að bendla sig við þessar frásagnir,“ segja Öfgar. Öfgar; Þórhildur Gyða, Hulda Hrund, Helga Ben, Tanja Ísfjörð, Ólöf Tara og Ninna Karla.Öfgar Bendlaði sig við ummæli með kröfubréfum Í tilkynningunni segir að Ingólfur hafi sent Ólöfu Töru Harðardóttur, einum meðlimi hópsins, kröfubréf þar sem hann krafðist bóta vegna vangaveltna hennar um það að til stæði að meintur nauðgari stýrði brekkusöng á Þjóðhátíð. Þá hafi hann einnig sent kröfubréf á aðgerðasinna sem sagði þjóðþekktan tónlistarmann hafa nauðgað sér. Aðgerðasinninn sem um ræðir er Edda Falak. Öfgar telja Ingólf hafa með kröfubréfunum bendlað sjálfan sig við meint kynferðisbrot og því geti hann ekki sakað hópinn um að bera á sig sakir. Vísa meintum rógburði Ingólfs á bug Ingólfur hefur sagt í fjölmiðlum að honum hafi borist til eyrna að þær sögur sem hafa verið sagðar af honum hafi verið sendar Öfgum í þeim tilgangi einum að athuga hvort þær fengjust birtar. Það segja Öfgar vera gróusögur. „Við vitum sjálf hvernig frásagnir um einn þjóðþekktan tónlistarmann bárust okkur. Við vísum þessum rógburð því alfarið á bug,“ segir hópurinn. Þá segir hópurinn alvarlegt að Ingólfur ætli ekki í naflaskoðun þrátt fyrir að vera greinilega sannfærður um að fjölmargar sögur af kynferðisofbeldi séu um hann sjálfan. „Svo sannfærður að hann fer í drottningarviðtal, nýtir sér valdastöðu sína til að ógna og kærir fólk sem stendur með þolendum. Við þekkjum öll þessa taktík. Þetta er handrit meintra ofbeldismanna,“ segja Öfgar að lokum. Tilkynningu Öfga má lesa í heild sinni hér að neðan: Um helgina birtist viðtal við Ingólf Þórarinsson þar sem hann segist saklaus af öllum nafnvernduðum frásögnum Öfga. Öfgar hafa aldrei, og munu aldrei, staðfest um hvaða tónlistarmann ræðir. Ingólfur hefur séð sjálfur um það að bendla sig við þessar frásagnir. Hann sendi meðlimi okkar, Ólöfu Töru, kröfubréf fyrir vangaveltur áður en staðfest var hver færi með brekkusönginn eða komin dagskrá á Þjóðhátíð yfir höfuð. Þar bendlaði hann sjálfan sig við ummæli hennar sem meintur nauðgari. Hann sendi annað kröfubréf á aktívista sem segir að þjóðþekktur tónlistamaður hafi nauðgað sér. Þar bendlaði hann sjálfan sig aftur sem meintan nauðgara. Ingólfur hefur frá upphafi notað fjölmiðla til að hóta. Meðal annars hefur hann hótað að kæra nafnverndaðar frásagnir sem hann kannast samt sem áður ekkert við. Um leið og Ingólfur bendlaði sjálfan sig við frásagnirnar fór fólk að segja sína reynslu af meintri hegðun hans. Vitneskja um meinta hegðun Ingólfs er hægt að finna víðsvegar á netinu, t.d. á bland þræði frá árinu 2009 og í sketch-þætti hjá Steinda frá sama ári. Út frá samfélagslegu umræðunni sem varð í kjölfarið benti meðlimur okkar, Sindri Þór, á hversu siðferðislega rangt það sé að fullorðnir menn geti á bak við lögin riðið börnum. Ingólfur sendi honum þá líka kröfubréf og stefndi honum fyrir meiðyrði. Þessi hegðun bendir ekki til þess að hann sé reiðubúinn til að horfast í augu við það orð sem hann hefur á sér meðal almennings. Ekki svo löngu áður en nafnverndaðar frásagnir Öfga birtust sagði Ingólfur í viðtali hjá öðrum meintum geranda að hann muni lítið frá þeim tíma sem hann drakk illa og notaði orðið minnisleysi. Nokkrum dögum eftir að frásagnirnar birtust heldur hann því fram að hann viti hver hann er, hvað hann hafi gert og segir að frásagnirnar séu árás á sína persónu. Hvernig getur hann staðfest að hann viti hvað hann hefur gert þegar hann hefur lýst því yfir í viðtali að muna ekki margt vegna áfengisneyslu? Ingólfur staðhæfir að einhver hafi sagt honum að þessar sögur hafi verið sendar til þess að athuga hvort að sögurnar yrðu birtar, þetta kallast gróusögur. Við vitum sjálf hvernig frásagnir um einn þjóðþekktan tónlistarmann bárust okkur. Við vísum þessum rógburð því alfarið á bug. Það er grafalvarlegt að einstaklingur ætli ekki í naflaskoðun eftir að hafa verið svo sannfærður um að svona alvarlegar ofbeldissögur sem varða margar hverjar á við hegningarlög séu um hann sjálfan. Svo sannfærður að hann fer í drottingarviðtal, nýtir sér valdastöðu sína til að ógna og kærir fólk sem stendur með þolendum. Við þekkjum öll þessa taktík. Þetta er handrit meintra ofbeldismanna. Öfgar; Þórhildur Gyða, Hulda Hrund, Helga Ben, Tanja Ísjförð, Ólöf Tara og Ninna Karla.
Um helgina birtist viðtal við Ingólf Þórarinsson þar sem hann segist saklaus af öllum nafnvernduðum frásögnum Öfga. Öfgar hafa aldrei, og munu aldrei, staðfest um hvaða tónlistarmann ræðir. Ingólfur hefur séð sjálfur um það að bendla sig við þessar frásagnir. Hann sendi meðlimi okkar, Ólöfu Töru, kröfubréf fyrir vangaveltur áður en staðfest var hver færi með brekkusönginn eða komin dagskrá á Þjóðhátíð yfir höfuð. Þar bendlaði hann sjálfan sig við ummæli hennar sem meintur nauðgari. Hann sendi annað kröfubréf á aktívista sem segir að þjóðþekktur tónlistamaður hafi nauðgað sér. Þar bendlaði hann sjálfan sig aftur sem meintan nauðgara. Ingólfur hefur frá upphafi notað fjölmiðla til að hóta. Meðal annars hefur hann hótað að kæra nafnverndaðar frásagnir sem hann kannast samt sem áður ekkert við. Um leið og Ingólfur bendlaði sjálfan sig við frásagnirnar fór fólk að segja sína reynslu af meintri hegðun hans. Vitneskja um meinta hegðun Ingólfs er hægt að finna víðsvegar á netinu, t.d. á bland þræði frá árinu 2009 og í sketch-þætti hjá Steinda frá sama ári. Út frá samfélagslegu umræðunni sem varð í kjölfarið benti meðlimur okkar, Sindri Þór, á hversu siðferðislega rangt það sé að fullorðnir menn geti á bak við lögin riðið börnum. Ingólfur sendi honum þá líka kröfubréf og stefndi honum fyrir meiðyrði. Þessi hegðun bendir ekki til þess að hann sé reiðubúinn til að horfast í augu við það orð sem hann hefur á sér meðal almennings. Ekki svo löngu áður en nafnverndaðar frásagnir Öfga birtust sagði Ingólfur í viðtali hjá öðrum meintum geranda að hann muni lítið frá þeim tíma sem hann drakk illa og notaði orðið minnisleysi. Nokkrum dögum eftir að frásagnirnar birtust heldur hann því fram að hann viti hver hann er, hvað hann hafi gert og segir að frásagnirnar séu árás á sína persónu. Hvernig getur hann staðfest að hann viti hvað hann hefur gert þegar hann hefur lýst því yfir í viðtali að muna ekki margt vegna áfengisneyslu? Ingólfur staðhæfir að einhver hafi sagt honum að þessar sögur hafi verið sendar til þess að athuga hvort að sögurnar yrðu birtar, þetta kallast gróusögur. Við vitum sjálf hvernig frásagnir um einn þjóðþekktan tónlistarmann bárust okkur. Við vísum þessum rógburð því alfarið á bug. Það er grafalvarlegt að einstaklingur ætli ekki í naflaskoðun eftir að hafa verið svo sannfærður um að svona alvarlegar ofbeldissögur sem varða margar hverjar á við hegningarlög séu um hann sjálfan. Svo sannfærður að hann fer í drottingarviðtal, nýtir sér valdastöðu sína til að ógna og kærir fólk sem stendur með þolendum. Við þekkjum öll þessa taktík. Þetta er handrit meintra ofbeldismanna. Öfgar; Þórhildur Gyða, Hulda Hrund, Helga Ben, Tanja Ísjförð, Ólöf Tara og Ninna Karla.
MeToo Mál Ingólfs Þórarinssonar Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira