„Lognið“ á undan storminum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. febrúar 2022 07:35 Svona lítur viðvaranakort Veðurstofunnar út á morgun klukkan 6:30. Vísir/Vilhelm Í dag má búast við nokkuð stífri norðanátt með éljum fram eftir degi, þó þurrt verði og bjart syðra. Frost verður á bilinu núll til átta stig. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands, þar sem fjallað er um lægðina sem nálgast landið og ætti að láta finna fyrir sér í nótt og á morgun. Um hana segir Veðurstofan: „Í kvöld nálgast mjög djúp lægð suðvestan úr hafi. Seint í nótt og fyrramálið er búist við suðaustan stormi, roki eða ofsaveðri með snjókomu, en slyddu við suðurströndina. Snýst síðan í hvassa suðvestanátt með éljagangi, en styttir upp á norðaustanverðu landinu síðdegis á morgun. Hiti um og undir frostmarki. Lægðin grynnist á þriðjudag, en heldur áfram að dæla inn éljum á sunnan- og vestanvert landið og því ekki gott ferðaveður á þeim slóðum.“ Viðvaranir um allt land Á morgun verður í gildi appelsínugul viðvörun um allt land, en þó á mismunandi tímum. Hún verður í gildi fyrir vesturhluta landsins og hálendið fyrr um morguninn, en um tíu verður appelsínugul viðvörun í gildi fyrir allt landið nema vesturhluta þess. Fljótlega eftir hádegi á morgun tekur hins vegar við gul veðurviðvörun vestarlega á landinu, sem gildir til miðnættis á morgun. Þó er vert að taka fram að þetta er ekki endanlegt, enda getur spáin alltaf breyst, eins og Íslendingar þekkja. Þannig sagði veðurfræðingur sem fréttastofa ræddi við í gær að ekki væri loku fyrir það skotið að rauð veðurviðvörun yrði gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið. Veðurhorfur á landinu næstu daga: Á mánudag:Suðaustan 18-25 m/s um morguninn, en 23-30 m/s (rok eða ofsaveður) á S- og V-landi. Víða snjókoma, en slydda nærri sjávarmáli S-lands. Snýst í hvassa suðvestanátt með éljum fyrir hádegi á S- og V-verðu landinu og dregur síðan úr vindi og styttir upp á N- og A-landi. Hiti um og undir frostmarki. Á þriðjudag: Suðlæg eða breytileg átt, víða 10-15 m/s og él, en hægari og þurrt að kalla NA-til. Frost 0 til 8 stig, kaldast NA-lands. Á miðvikudag: Norðan 8-15 og él í flestum landshlutum, en léttir til á S- og V-landi síðdegis. Harðnandi frost. Á fimmtudag: Vestlæg átt og bjartviðri, en dálítil él V-lands. Áfram kalt í veðri. Á föstudag: Suðlæg átt og stöku él, en léttskýjað á NA- og A-landi. Frost 0 til 12 stig, kaldast NA-til. Á laugardag: Sunnanátt og slydda eða rigning, en úrkomulítið NA-lands. Hlýnandi veður. Veður Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Gunnar Smári féll í stjórnarkjöri: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands, þar sem fjallað er um lægðina sem nálgast landið og ætti að láta finna fyrir sér í nótt og á morgun. Um hana segir Veðurstofan: „Í kvöld nálgast mjög djúp lægð suðvestan úr hafi. Seint í nótt og fyrramálið er búist við suðaustan stormi, roki eða ofsaveðri með snjókomu, en slyddu við suðurströndina. Snýst síðan í hvassa suðvestanátt með éljagangi, en styttir upp á norðaustanverðu landinu síðdegis á morgun. Hiti um og undir frostmarki. Lægðin grynnist á þriðjudag, en heldur áfram að dæla inn éljum á sunnan- og vestanvert landið og því ekki gott ferðaveður á þeim slóðum.“ Viðvaranir um allt land Á morgun verður í gildi appelsínugul viðvörun um allt land, en þó á mismunandi tímum. Hún verður í gildi fyrir vesturhluta landsins og hálendið fyrr um morguninn, en um tíu verður appelsínugul viðvörun í gildi fyrir allt landið nema vesturhluta þess. Fljótlega eftir hádegi á morgun tekur hins vegar við gul veðurviðvörun vestarlega á landinu, sem gildir til miðnættis á morgun. Þó er vert að taka fram að þetta er ekki endanlegt, enda getur spáin alltaf breyst, eins og Íslendingar þekkja. Þannig sagði veðurfræðingur sem fréttastofa ræddi við í gær að ekki væri loku fyrir það skotið að rauð veðurviðvörun yrði gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið. Veðurhorfur á landinu næstu daga: Á mánudag:Suðaustan 18-25 m/s um morguninn, en 23-30 m/s (rok eða ofsaveður) á S- og V-landi. Víða snjókoma, en slydda nærri sjávarmáli S-lands. Snýst í hvassa suðvestanátt með éljum fyrir hádegi á S- og V-verðu landinu og dregur síðan úr vindi og styttir upp á N- og A-landi. Hiti um og undir frostmarki. Á þriðjudag: Suðlæg eða breytileg átt, víða 10-15 m/s og él, en hægari og þurrt að kalla NA-til. Frost 0 til 8 stig, kaldast NA-lands. Á miðvikudag: Norðan 8-15 og él í flestum landshlutum, en léttir til á S- og V-landi síðdegis. Harðnandi frost. Á fimmtudag: Vestlæg átt og bjartviðri, en dálítil él V-lands. Áfram kalt í veðri. Á föstudag: Suðlæg átt og stöku él, en léttskýjað á NA- og A-landi. Frost 0 til 12 stig, kaldast NA-til. Á laugardag: Sunnanátt og slydda eða rigning, en úrkomulítið NA-lands. Hlýnandi veður.
Veður Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Gunnar Smári féll í stjórnarkjöri: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira