Forstjóri Skeljungs hættir óvænt vegna upplifunar samstarfskonu Árni Sæberg skrifar 4. febrúar 2022 17:44 Árni Pétur Jónsson er fráfarandi forstjóri Skeljungs hf. Skeljungur hf. Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, hefur óskað eftir því að láta af störfum sem forstjóri. Hann vísar til þess að honum hafi borist tölvupóstur frá fyrrverandi samstarfskonu sem segir hann hafa farið yfir mörk í samskiptum þeirra fyrir sautján árum. Í tilkynningu sem almannatengill sendi fjölmiðlum rétt í þessu fyrir hönd Árna Péturs, segir að fyrrverandi samstarfskonan hafi tjáð Árna Pétri í tölvupósti á dögunum að hún upplifi samskipti milli þeirra, á þeim tíma sem hann var yfirmaður hennar, sem óviðeigandi. Þar segir að það hafi verið fyrir sautján árum þegar Árni Pétur var yfirmaður konunnar hjá öðru fyrirtæki. Viðmið og viðhorf hafi breyst „Hún hefur tjáð mér að ekki sé verið að saka mig um ofbeldi, áreiti, brot gegn lögum eða neitt þess háttar heldur hafi verið um að ræða valdaójafnvægi og aldursmun,“ segir í tilkynningunni. Árni Pétur segist hafa beðið konuna afsökunar og að hann harmi mjög að heyra um hennar vanlíðan. „Þrátt fyrir að ég hafi á engan hátt gerst brotlegur við lög þá átta ég mig á því að viðmið og viðhorf hafi breyst í samfélaginu og er það vel. Met ég stöðuna þannig að mál þetta kunni að valda fyrirtækinu og samstarfsfólki óþægindum. Ég hef því óskað eftir að láta af störfum sem forstjóri hjá Skeljungi hf.,“ segir Árni Pétur. Ólafur Þór tekur við Skeljungur hf. hefur staðfest að Árni Pétur hafi látið af störfum sem forstjóri félagsins sem og framkvæmdastjóri dótturfélagsins Orkunnar ehf. Þetta segir í tilkynningu félagsins. Ólafur Þór Jóhannesson, sem gengt hefur starfi aðstoðarforstjóra og framkvæmdastjóra fjármálasviðs hefur verið ráðinn sem forstjóri Skeljungs hf. Hann mun einnig gegna starfi framkvæmdastjóra Orkunnar ehf. fyrst um sinn. MeToo Kauphöllin Bensín og olía Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira
Í tilkynningu sem almannatengill sendi fjölmiðlum rétt í þessu fyrir hönd Árna Péturs, segir að fyrrverandi samstarfskonan hafi tjáð Árna Pétri í tölvupósti á dögunum að hún upplifi samskipti milli þeirra, á þeim tíma sem hann var yfirmaður hennar, sem óviðeigandi. Þar segir að það hafi verið fyrir sautján árum þegar Árni Pétur var yfirmaður konunnar hjá öðru fyrirtæki. Viðmið og viðhorf hafi breyst „Hún hefur tjáð mér að ekki sé verið að saka mig um ofbeldi, áreiti, brot gegn lögum eða neitt þess háttar heldur hafi verið um að ræða valdaójafnvægi og aldursmun,“ segir í tilkynningunni. Árni Pétur segist hafa beðið konuna afsökunar og að hann harmi mjög að heyra um hennar vanlíðan. „Þrátt fyrir að ég hafi á engan hátt gerst brotlegur við lög þá átta ég mig á því að viðmið og viðhorf hafi breyst í samfélaginu og er það vel. Met ég stöðuna þannig að mál þetta kunni að valda fyrirtækinu og samstarfsfólki óþægindum. Ég hef því óskað eftir að láta af störfum sem forstjóri hjá Skeljungi hf.,“ segir Árni Pétur. Ólafur Þór tekur við Skeljungur hf. hefur staðfest að Árni Pétur hafi látið af störfum sem forstjóri félagsins sem og framkvæmdastjóri dótturfélagsins Orkunnar ehf. Þetta segir í tilkynningu félagsins. Ólafur Þór Jóhannesson, sem gengt hefur starfi aðstoðarforstjóra og framkvæmdastjóra fjármálasviðs hefur verið ráðinn sem forstjóri Skeljungs hf. Hann mun einnig gegna starfi framkvæmdastjóra Orkunnar ehf. fyrst um sinn.
MeToo Kauphöllin Bensín og olía Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira