Óvíst hvort hægt verði að leita á morgun vegna veðurs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. febrúar 2022 16:49 Gul veðurviðvörun er fyrir allt landið frá miðnætti á sunnudagskvöld. Veðurstofa Íslands Enn er mikill þungi í leitinni að flugvélinni TF-ABB sem hvarf um hádegisbil í gær. Leitin beinist nú að mestu að sunnanverðu Þingvallavatni, þar sem leitað hefur verið bæði í vatninu og í kring um það. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir í samtali við fréttastofu að planið sé núna að leita á meðan bjart er og aðstæður til. Fundað verður um stöðu mála í kvöld. Óvíst er hvort hægt verði að leita á morgun vegna versnandi veðurs en Davíð segir mikilvægt að nota þennan glugga á meðan er bjart og gott veður til að leita af sem mestum þunga. Þangað til annað verði ákveðið verði leitað án afláts. „Mér heyrist að það verði ekkert leitarveður á morgun og svo er von á gulum veðurviðvörunum á aðfaranótt mánudags,“ segir Davíð. Hann segir leitaraðstæður þó sæmilegar sem stendur. Nokkuð hvasst hafi verið í morgun en síðan hafi lægt, þó sé enn mjög kalt í veðri. Víða sé þá snjór sem geri erfiðara fyrir þar sem flugvélin, sem leitað er að, er hvít. Fram kemur á vef Veðurstofunnar að gul viðvörun fyrir allt landið taki gildi á aðfaranótt mánudags og gildi til klukkan 12 á mánudag. „Þetta er sérlega djúp og áköf lægð sem nálgast landið úr suðvestri. Líkur eru á að áhrif veðursins verði umtalsverð.“ Veðurstofan segir viðvörunina „bara“ gula en liturinn sé notaður til að vara við veðri lengra fram í tímann en þrjá til fimm daga. Í skýringartextanum fyrir gula viðvörun segir á vef Veðurstofunnar: „Gul viðvörun getur einnig gefið til kynna að litlar eða miðlungs líkur séu á mjög áhrifamiklu veðri 3-5 daga fram í tímann.“ Þetta á einmitt við veðrið sem er í vændum. Þegar nær dregur og líkurnar á því spáin gangi eftir aukast hækkar viðvörunarstigið upp á appelsínugult. Þetta er útskýrt í því sem Veðurstofan kallar „Áhrifafylkið“. Þar sé horft á „líkur“ og „áhrif“. „Viðvörunarlitur ákvarðast þannig af mati sérfræðinga á áhrifum væntanlegs veðurs og líkum á því að spáin gangi eftir.“ Veður Björgunarsveitir Flugslys við Þingvallavatn Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir í samtali við fréttastofu að planið sé núna að leita á meðan bjart er og aðstæður til. Fundað verður um stöðu mála í kvöld. Óvíst er hvort hægt verði að leita á morgun vegna versnandi veðurs en Davíð segir mikilvægt að nota þennan glugga á meðan er bjart og gott veður til að leita af sem mestum þunga. Þangað til annað verði ákveðið verði leitað án afláts. „Mér heyrist að það verði ekkert leitarveður á morgun og svo er von á gulum veðurviðvörunum á aðfaranótt mánudags,“ segir Davíð. Hann segir leitaraðstæður þó sæmilegar sem stendur. Nokkuð hvasst hafi verið í morgun en síðan hafi lægt, þó sé enn mjög kalt í veðri. Víða sé þá snjór sem geri erfiðara fyrir þar sem flugvélin, sem leitað er að, er hvít. Fram kemur á vef Veðurstofunnar að gul viðvörun fyrir allt landið taki gildi á aðfaranótt mánudags og gildi til klukkan 12 á mánudag. „Þetta er sérlega djúp og áköf lægð sem nálgast landið úr suðvestri. Líkur eru á að áhrif veðursins verði umtalsverð.“ Veðurstofan segir viðvörunina „bara“ gula en liturinn sé notaður til að vara við veðri lengra fram í tímann en þrjá til fimm daga. Í skýringartextanum fyrir gula viðvörun segir á vef Veðurstofunnar: „Gul viðvörun getur einnig gefið til kynna að litlar eða miðlungs líkur séu á mjög áhrifamiklu veðri 3-5 daga fram í tímann.“ Þetta á einmitt við veðrið sem er í vændum. Þegar nær dregur og líkurnar á því spáin gangi eftir aukast hækkar viðvörunarstigið upp á appelsínugult. Þetta er útskýrt í því sem Veðurstofan kallar „Áhrifafylkið“. Þar sé horft á „líkur“ og „áhrif“. „Viðvörunarlitur ákvarðast þannig af mati sérfræðinga á áhrifum væntanlegs veðurs og líkum á því að spáin gangi eftir.“
Veður Björgunarsveitir Flugslys við Þingvallavatn Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira