Kaupmáttur eða fleiri krónur? Þuríður Harpa Sigurðarsdóttir skrifar 4. febrúar 2022 11:30 Það var mér talsvert gleðiefni þegar fjárlög vegna 2022 voru birt síðastliðið haust, að nú skyldi örorkulífeyrir leiðréttur sérstaklega vegna meiri verðbólgu á liðnu ári, en gert var ráð fyrir. Það urðu því ákveðin vonbrigði þegar við reiknuðum út að þegar verðbólga ársins 2021 var dregin frá, náði raunhækkunin vart einu prósentustigi. Undanfarin misseri höfum við lagt ríka áherslu á að stjórnvöld setji tímasetta áætlun um að leiðrétta þann mikla mun sem orðin er á örorkulífeyri og lægstu launum í landinu. Upphæðir örorkulífeyris eru ákvarðaðar í fjárlögum, og árum saman hefur ríkið beitt skapandi lögskýringum á þeirri grein laga um almannatryggingar sem skilgreina hvernig þær hækkanir eru tilkomnar. Afleiðingin er sú að örorkulífeyrir hefur dregist verulega aftur úr lægstu launum. Þá erum við ekki að rökræða hvort fatlað fólk sem ekki getur verið á vinnumarkaði, eigi að lifa á lægstu launum eða enn lægri fjárhæðum, allt sitt líf. Vissulega er hægt að finna nokkra einstaklinga sem fá hæstu mögulegu greiðslur almannatrygginga og stjórnmálamönnum er tamt að horfa til, þegar þessar upphæðir eru til umræðu. Til þess að falla í þann flokk, þarf viðkomandi að hafa fengið örorkumat fyrir 24 ára aldur, búa einn, og eiga fleiri en eitt barn undir 18 ára aldri. Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun eru þeir sem fá greiddan örorkulífeyri, og falla undir þær skilgreiningar að fá mat undir 24 ára, og búa einir, færri en 10. Fingur beggja handa duga því til að hafa tölu á þeim. Allir hinir, hafa þurft að sætta sig við að framfærsla þeirra hefur dregist verulega aftur úr lægstu launum. Frá árinu 2013 hefur kaupmáttur örorkulífeyris hækkað um 21%, á meðan kaupmáttur ráðstöfunartekna launafólks með lágmarkslaun, hefur hækkað um 35% á sama tíma. Svo öllu sé haldið til haga erum við hér að bera saman lágmarkslaun við örorkulífeyri þess sem fékk mat 40 ára og býr með öðrum. Sem er staða um 70% þeirra sem hafa framfæri sitt af örorkulífeyri. Þessi gliðnun sem þrátt fyrir góðan vilja Alþingis síðasta haust, tókst ekki að stöðva, sýnir okkur svo ekki verði um villst, hve brýnt það er að ráðast í heildar endurskoðun almannatryggingakerfisins. Kerfis sem hefur verið plástrað svo oft og mikið, að enginn veit lengur hvar sárin liggja. Kerfi sem er orðið svo flókið að örlítil breyting á tekjum viðkomandi til hækkunar, getur í raun lækkað ráðstöfunartekjur þegar upp er staðið. Kaupmáttur, þó hækkað hafi, fær þessu seint breytt. Fjármálaráðherra sagði í umræðum á Alþingi nýlega, að nú ætti að setja kraft í þessa endurskoðun. Við fögnum því heilshugar, og getum ekki annað en borið þá von í brjósti að þeirri vinnu ljúki fljótt. Við óbreytt ástand verður ekki lifað því kaupmátturinn einn og sér greiðir ekki fyrir mat, það er aðeins hægt með krónum. Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Það var mér talsvert gleðiefni þegar fjárlög vegna 2022 voru birt síðastliðið haust, að nú skyldi örorkulífeyrir leiðréttur sérstaklega vegna meiri verðbólgu á liðnu ári, en gert var ráð fyrir. Það urðu því ákveðin vonbrigði þegar við reiknuðum út að þegar verðbólga ársins 2021 var dregin frá, náði raunhækkunin vart einu prósentustigi. Undanfarin misseri höfum við lagt ríka áherslu á að stjórnvöld setji tímasetta áætlun um að leiðrétta þann mikla mun sem orðin er á örorkulífeyri og lægstu launum í landinu. Upphæðir örorkulífeyris eru ákvarðaðar í fjárlögum, og árum saman hefur ríkið beitt skapandi lögskýringum á þeirri grein laga um almannatryggingar sem skilgreina hvernig þær hækkanir eru tilkomnar. Afleiðingin er sú að örorkulífeyrir hefur dregist verulega aftur úr lægstu launum. Þá erum við ekki að rökræða hvort fatlað fólk sem ekki getur verið á vinnumarkaði, eigi að lifa á lægstu launum eða enn lægri fjárhæðum, allt sitt líf. Vissulega er hægt að finna nokkra einstaklinga sem fá hæstu mögulegu greiðslur almannatrygginga og stjórnmálamönnum er tamt að horfa til, þegar þessar upphæðir eru til umræðu. Til þess að falla í þann flokk, þarf viðkomandi að hafa fengið örorkumat fyrir 24 ára aldur, búa einn, og eiga fleiri en eitt barn undir 18 ára aldri. Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun eru þeir sem fá greiddan örorkulífeyri, og falla undir þær skilgreiningar að fá mat undir 24 ára, og búa einir, færri en 10. Fingur beggja handa duga því til að hafa tölu á þeim. Allir hinir, hafa þurft að sætta sig við að framfærsla þeirra hefur dregist verulega aftur úr lægstu launum. Frá árinu 2013 hefur kaupmáttur örorkulífeyris hækkað um 21%, á meðan kaupmáttur ráðstöfunartekna launafólks með lágmarkslaun, hefur hækkað um 35% á sama tíma. Svo öllu sé haldið til haga erum við hér að bera saman lágmarkslaun við örorkulífeyri þess sem fékk mat 40 ára og býr með öðrum. Sem er staða um 70% þeirra sem hafa framfæri sitt af örorkulífeyri. Þessi gliðnun sem þrátt fyrir góðan vilja Alþingis síðasta haust, tókst ekki að stöðva, sýnir okkur svo ekki verði um villst, hve brýnt það er að ráðast í heildar endurskoðun almannatryggingakerfisins. Kerfis sem hefur verið plástrað svo oft og mikið, að enginn veit lengur hvar sárin liggja. Kerfi sem er orðið svo flókið að örlítil breyting á tekjum viðkomandi til hækkunar, getur í raun lækkað ráðstöfunartekjur þegar upp er staðið. Kaupmáttur, þó hækkað hafi, fær þessu seint breytt. Fjármálaráðherra sagði í umræðum á Alþingi nýlega, að nú ætti að setja kraft í þessa endurskoðun. Við fögnum því heilshugar, og getum ekki annað en borið þá von í brjósti að þeirri vinnu ljúki fljótt. Við óbreytt ástand verður ekki lifað því kaupmátturinn einn og sér greiðir ekki fyrir mat, það er aðeins hægt með krónum. Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun