Borgarstjórinn segir óákveðið hvort Bezos fái að taka brúna í sundur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. febrúar 2022 07:42 Brúin stóð af sér miklar loftárásir í seinni heimsstyrjöldinni. Getty Borgarstjórinn í hafnaborginni Rotterdam í Hollandi hefur neitað því að búið sé að samþykkja að taka í sundur sögufræga brú til að hleypa ofursnekkju í eigu auðmannsins Jeff Bezos í gegn. Fréttir þess efnis hafa vakið nokkra reiði en borgarstjórinn sagðist í samtali við Algemeen Dagblad hissa á fjaðrafokinu þar sem engin umsókn hefði borist, hvað þá að leyfi hefði verið gefið. Þess ber að geta að AFP hafði fengið staðfest hjá talsmanni staðaryfirvalda að embættismenn hefðu gefið grænt ljós á að miðjuhluti brúarinnar, sem er kölluð De Hef af heimamönnum, yrði fjarlægður til að snekkja Bezos gæti siglt í gegn. Brúin var reist árið 1877 en viðamiklum endurbótum á henni var lokið árið 2017 og þá var því heitið að hún yrði ekki tekin í sundur á nýjan leik. Erlendir miðlar greina hins vegar frá því að til Bezos hafi boðist til þess að greiða allan kostnað við verkið. Snekkja auðjöfursins, sem er einn ríkasti maður heims, er of stór til að komast undir brúna. Hún er 40 metra há þar sem hún er hæst og 127 metrar á lengd, og kostaði 485 milljónir dollara. Borgarstjórinn sagði að yfirvöld myndu taka ákvörðun þegar umsókn hefði verið skilað inn og upplýsingar lægju fyrir um það hvort hægt væri að taka brúna í sundur á þess að skemma hana og hvort Bezos myndi sannarlega greiða reikninginn. „Þetta snýst um staðreyndir,“ sagði borgarstjórinn. „Þær þurfa að liggja fyrir.“ Amazon Holland Tengdar fréttir Fjarlægja sögufræga brú fyrir ofursnekkju Bezos Borgaryfirvöld í Rotterdam hafa staðfest að þau hyggist taka niður sögufræga brú í borginni, svo glæný ofursnekkja auðkýfingsins Jeff Bezos, sem er í smíðum í borginni, geti siglt burt. 3. febrúar 2022 22:01 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Fleiri fréttir Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sjá meira
Fréttir þess efnis hafa vakið nokkra reiði en borgarstjórinn sagðist í samtali við Algemeen Dagblad hissa á fjaðrafokinu þar sem engin umsókn hefði borist, hvað þá að leyfi hefði verið gefið. Þess ber að geta að AFP hafði fengið staðfest hjá talsmanni staðaryfirvalda að embættismenn hefðu gefið grænt ljós á að miðjuhluti brúarinnar, sem er kölluð De Hef af heimamönnum, yrði fjarlægður til að snekkja Bezos gæti siglt í gegn. Brúin var reist árið 1877 en viðamiklum endurbótum á henni var lokið árið 2017 og þá var því heitið að hún yrði ekki tekin í sundur á nýjan leik. Erlendir miðlar greina hins vegar frá því að til Bezos hafi boðist til þess að greiða allan kostnað við verkið. Snekkja auðjöfursins, sem er einn ríkasti maður heims, er of stór til að komast undir brúna. Hún er 40 metra há þar sem hún er hæst og 127 metrar á lengd, og kostaði 485 milljónir dollara. Borgarstjórinn sagði að yfirvöld myndu taka ákvörðun þegar umsókn hefði verið skilað inn og upplýsingar lægju fyrir um það hvort hægt væri að taka brúna í sundur á þess að skemma hana og hvort Bezos myndi sannarlega greiða reikninginn. „Þetta snýst um staðreyndir,“ sagði borgarstjórinn. „Þær þurfa að liggja fyrir.“
Amazon Holland Tengdar fréttir Fjarlægja sögufræga brú fyrir ofursnekkju Bezos Borgaryfirvöld í Rotterdam hafa staðfest að þau hyggist taka niður sögufræga brú í borginni, svo glæný ofursnekkja auðkýfingsins Jeff Bezos, sem er í smíðum í borginni, geti siglt burt. 3. febrúar 2022 22:01 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Fleiri fréttir Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sjá meira
Fjarlægja sögufræga brú fyrir ofursnekkju Bezos Borgaryfirvöld í Rotterdam hafa staðfest að þau hyggist taka niður sögufræga brú í borginni, svo glæný ofursnekkja auðkýfingsins Jeff Bezos, sem er í smíðum í borginni, geti siglt burt. 3. febrúar 2022 22:01