Borgarstjórinn segir óákveðið hvort Bezos fái að taka brúna í sundur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. febrúar 2022 07:42 Brúin stóð af sér miklar loftárásir í seinni heimsstyrjöldinni. Getty Borgarstjórinn í hafnaborginni Rotterdam í Hollandi hefur neitað því að búið sé að samþykkja að taka í sundur sögufræga brú til að hleypa ofursnekkju í eigu auðmannsins Jeff Bezos í gegn. Fréttir þess efnis hafa vakið nokkra reiði en borgarstjórinn sagðist í samtali við Algemeen Dagblad hissa á fjaðrafokinu þar sem engin umsókn hefði borist, hvað þá að leyfi hefði verið gefið. Þess ber að geta að AFP hafði fengið staðfest hjá talsmanni staðaryfirvalda að embættismenn hefðu gefið grænt ljós á að miðjuhluti brúarinnar, sem er kölluð De Hef af heimamönnum, yrði fjarlægður til að snekkja Bezos gæti siglt í gegn. Brúin var reist árið 1877 en viðamiklum endurbótum á henni var lokið árið 2017 og þá var því heitið að hún yrði ekki tekin í sundur á nýjan leik. Erlendir miðlar greina hins vegar frá því að til Bezos hafi boðist til þess að greiða allan kostnað við verkið. Snekkja auðjöfursins, sem er einn ríkasti maður heims, er of stór til að komast undir brúna. Hún er 40 metra há þar sem hún er hæst og 127 metrar á lengd, og kostaði 485 milljónir dollara. Borgarstjórinn sagði að yfirvöld myndu taka ákvörðun þegar umsókn hefði verið skilað inn og upplýsingar lægju fyrir um það hvort hægt væri að taka brúna í sundur á þess að skemma hana og hvort Bezos myndi sannarlega greiða reikninginn. „Þetta snýst um staðreyndir,“ sagði borgarstjórinn. „Þær þurfa að liggja fyrir.“ Amazon Holland Tengdar fréttir Fjarlægja sögufræga brú fyrir ofursnekkju Bezos Borgaryfirvöld í Rotterdam hafa staðfest að þau hyggist taka niður sögufræga brú í borginni, svo glæný ofursnekkja auðkýfingsins Jeff Bezos, sem er í smíðum í borginni, geti siglt burt. 3. febrúar 2022 22:01 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Fréttir þess efnis hafa vakið nokkra reiði en borgarstjórinn sagðist í samtali við Algemeen Dagblad hissa á fjaðrafokinu þar sem engin umsókn hefði borist, hvað þá að leyfi hefði verið gefið. Þess ber að geta að AFP hafði fengið staðfest hjá talsmanni staðaryfirvalda að embættismenn hefðu gefið grænt ljós á að miðjuhluti brúarinnar, sem er kölluð De Hef af heimamönnum, yrði fjarlægður til að snekkja Bezos gæti siglt í gegn. Brúin var reist árið 1877 en viðamiklum endurbótum á henni var lokið árið 2017 og þá var því heitið að hún yrði ekki tekin í sundur á nýjan leik. Erlendir miðlar greina hins vegar frá því að til Bezos hafi boðist til þess að greiða allan kostnað við verkið. Snekkja auðjöfursins, sem er einn ríkasti maður heims, er of stór til að komast undir brúna. Hún er 40 metra há þar sem hún er hæst og 127 metrar á lengd, og kostaði 485 milljónir dollara. Borgarstjórinn sagði að yfirvöld myndu taka ákvörðun þegar umsókn hefði verið skilað inn og upplýsingar lægju fyrir um það hvort hægt væri að taka brúna í sundur á þess að skemma hana og hvort Bezos myndi sannarlega greiða reikninginn. „Þetta snýst um staðreyndir,“ sagði borgarstjórinn. „Þær þurfa að liggja fyrir.“
Amazon Holland Tengdar fréttir Fjarlægja sögufræga brú fyrir ofursnekkju Bezos Borgaryfirvöld í Rotterdam hafa staðfest að þau hyggist taka niður sögufræga brú í borginni, svo glæný ofursnekkja auðkýfingsins Jeff Bezos, sem er í smíðum í borginni, geti siglt burt. 3. febrúar 2022 22:01 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Fjarlægja sögufræga brú fyrir ofursnekkju Bezos Borgaryfirvöld í Rotterdam hafa staðfest að þau hyggist taka niður sögufræga brú í borginni, svo glæný ofursnekkja auðkýfingsins Jeff Bezos, sem er í smíðum í borginni, geti siglt burt. 3. febrúar 2022 22:01