Galið handboltamark í landi Evrópumeistaranna: Hvernig er þetta hægt? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2022 11:01 Casper Käll sést hér skora markið sitt en hann virtist storka þyngdarlögmálinu í skoti sínu. Skjámynd/SVT Það er handboltaæði gangi í Svíþjóð eftir Evrópumeistaratitil sænska landsliðsins á dögunum og geggjað mark í einum fyrsta leiknum eftir Evrópumótið kláraðist fór á mikið flug á samfélagsmiðlum. Það var heldur ekki að ástæðulausu enda geggjað mark. Casper Käll heitir handboltamaðurinn sem skoraði markið fyrir Lugi í bikarleik á móti Sävehof. Hann setti þá svokallað kringluskot í annað veldi. Það hafa nokkrir leikmenn í gegnum tíðina skapað sér nafn á handboltavellinum með því að nota svokallað kringluskot með áhrifaríkum hætti. Enginn þeirra hefur þó líklega náð að útfæra það eins og hinn 21 árs gamli Casper Käll gerði í þessum leik. Käll virtist hanga endalaust í loftinu og beygði sig frá tveimur varnarmönnum Sävehof áður en hann náði frábæru skoti undir þverslánna. „Hvernig er þetta hægt,“ spurði Chris Härenstam sem var að lýsa leiknum á SVT. View this post on Instagram A post shared by SVT Sport (@svtsport) Það besta er kannski að Casper Käll sjálfur vildi ekki gera of mikið úr markinu sínu í viðtali við sænska ríkissjónvarpið. Markið hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum eins og Twitter. „Ég er ekki á Twitter. Ég hef samt fengið eitthvað sent til mín á fjölskylduspjallinu. Systir mín skrifaði að það hafi margir verið að deila því,“ sagði Casper Käll við SVT. Hann átti í erfiðleikum með að lýsa markinu. „Þetta er mark. Ég veit ekki hvað ég á að segja,“ sagði Casper og hló. „Það er erfitt að tala um þín eigin mörk. Þetta lítur svolítið furðulega út,“ sagði Casper. „Höndin var uppi hjá dómurunum og ég varð að skjóta. Ég er með kringluskot sem ég nota stundum. Ég komst fram hjá einum varnarmanni og þá sá ég annan koma. Ég reyndi að sleppa frá honum líka. Ég var hræddum um að hitta hann í magann,“ sagði Casper. Það má sjá þetta geggjaða mark hans hér fyrir ofan. Sænski handboltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
Casper Käll heitir handboltamaðurinn sem skoraði markið fyrir Lugi í bikarleik á móti Sävehof. Hann setti þá svokallað kringluskot í annað veldi. Það hafa nokkrir leikmenn í gegnum tíðina skapað sér nafn á handboltavellinum með því að nota svokallað kringluskot með áhrifaríkum hætti. Enginn þeirra hefur þó líklega náð að útfæra það eins og hinn 21 árs gamli Casper Käll gerði í þessum leik. Käll virtist hanga endalaust í loftinu og beygði sig frá tveimur varnarmönnum Sävehof áður en hann náði frábæru skoti undir þverslánna. „Hvernig er þetta hægt,“ spurði Chris Härenstam sem var að lýsa leiknum á SVT. View this post on Instagram A post shared by SVT Sport (@svtsport) Það besta er kannski að Casper Käll sjálfur vildi ekki gera of mikið úr markinu sínu í viðtali við sænska ríkissjónvarpið. Markið hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum eins og Twitter. „Ég er ekki á Twitter. Ég hef samt fengið eitthvað sent til mín á fjölskylduspjallinu. Systir mín skrifaði að það hafi margir verið að deila því,“ sagði Casper Käll við SVT. Hann átti í erfiðleikum með að lýsa markinu. „Þetta er mark. Ég veit ekki hvað ég á að segja,“ sagði Casper og hló. „Það er erfitt að tala um þín eigin mörk. Þetta lítur svolítið furðulega út,“ sagði Casper. „Höndin var uppi hjá dómurunum og ég varð að skjóta. Ég er með kringluskot sem ég nota stundum. Ég komst fram hjá einum varnarmanni og þá sá ég annan koma. Ég reyndi að sleppa frá honum líka. Ég var hræddum um að hitta hann í magann,“ sagði Casper. Það má sjá þetta geggjaða mark hans hér fyrir ofan.
Sænski handboltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira