Parið tilkynnti óléttuna á óhefðbundinn hátt með myndbirtingu í tímaritinu People. Á myndunum mátti sjá parið rölta saman í Harlem. Rihanna klæddist fráhnepptum jakka til þess að sýna óléttukúluna.
Sjá: Rihanna og A$AP Rocky eiga von á barni
Myndirnar af parinu hafa farið eins og eldur í sinu um netheima og fagna aðdáendur gleðitíðindunum.
Í gærkvöldi birti tónlistarkonan svo fyrstu óléttumyndina á sínu eigin Instagrami. Á myndinni var hún klædd í appelsínugula hanska og íþróttatreyju sem hún lyfti upp svo sjá mátti fallega óléttukúluna.
Í textanum undir myndinni nýtir hún vettvanginn jafnframt til þess að minna á það að „Black History Month“ sé genginn í garð.