Lilja hefur verið forseti sveitarstjórnar í Borgarbyggð síðustu fjögur ár. Hún hefur komið að sveitarstjórnarmálum síðan 2012 og er lögfræðingur að mennt.
Í tilkynningu frá Lilju segir að síðustu fjögur ár hafi verið krefjandi, ekki síst vegna heimsfaraldurs og annarra áskorana, en næstu ár munu verða tími uppskeru og uppbyggingar.
„Ég vil sem innlegg í málefnavinnu komandi vikna og mánaða leggja áherslu á áframhaldandi góðan rekstur, enn frekari styrkingu stjórnsýslunnar í þágu bættrar þjónustu og góðra samskipta, uppbyggingu innviða og góðs samfélags á allan hátt, því með góðri samvisku og samheldni getum við enn meira,“ segir í tilkynningunni.