Stoð- og stuð í Reykjavík Rannveig Ernudóttir skrifar 2. febrúar 2022 17:00 Það gleður mig að kynna fyrir ykkur nýjar og valdeflandi reglur um stoð- og stuðningsþjónustu á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar, eða stoð- og stuð eins og þær eru oft kallaðar. Þær byggja á virðingu fyrir ólíkum þörfum okkar allra, valdeflingu og sjálfstæði einstaklingsins. Reglurnar eru í samræmi við fyrstu velferðarstefnu Reykjavíkurborgar sem samþykkt var í fyrsta sinn þann 15. júní á síðasta ári. Markmið þeirrar stefnu eru aukin lífsgæði, að öll í Reykjavík hafi tækifæri til að lifa með reisn, veita einstaklingsmiðaða og heildstæða þjónustu og að Reykjavík sé sannarlega fyrir okkur öll. Nýju stoð- og stuðningsreglurnar taka mið af samvinnu og samtali við notendur, enda eru notendur þjónustunnar sérfræðingar í eigin lífi og því hæfastir í að meta eigin þarfir og setja sér markmið. Reglurnar eru þrenns konar; stoð- og stuðningsþjónusta fyrir fatlað fólk, beingreiðslu samningar og heimastuðningur. Minni skriffinska, fleiri gæðastundir með stafrænni þjónustu Einnig er hér verið að innleiða enn frekari stafræna þjónustu Með stafrænni innleiðingu erum við að stytta afgreiðslutíma og alla tímafreka skrifstofuvinnu svo að mannleg samskipti verði betri og meiri, á kostnað skriffinskunnar. Stafræn þjónusta eru ekki bara rafrænar umsóknir og umsýsla. Hún er einnig velferðartækni, en hjá Reykjavíkurborg er í dag rekin Velferðatæknismiðja sem þróar, þarfagreinir og finnur viðeigandi tæknilausnir fyrir notendur. Dæmi um þjónustu velferðartæknismiðjunnar eru skjáheimsóknir, námskeið í tæknilæsi og stigahjálp, eða Assistep, sem er tæknibúnaður sem aðstoðar fólk við að ganga upp og niður stiga með öruggum hætti. Annað dæmi um velferðartækni í velferðarþjónustu er heimsókn í heimahús þar sem notandi og starfsmaður sitja saman yfir kaffibolla að spjalla á meðan að ryksuguvélmenni þrífur gólfin. Þannig notum við tæknina til að auka gæðastundir í þjónustu og mannlegum samskiptum. Stoð- og stuðningsþjónusta Stoð- og stuðningsþjónustan byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og viðeigandi aðlögun fyrir hvert og eitt. Þessi þjónusta á að geta veitt notandanum meiri sveigjanleika og mætt stuðningsþörfum hvers og eins á eigin forsendum. Þjónustan mætir fólki á þeirra stað í lífinu, og gefur þeim vald til að skipuleggja og sérsníða þjónustuna sem þau telja sig þurfa og sem muni gagnast þeim við að taka þátt í samfélaginu sem og veita þeim aðstoð við daglegt líf. Notandinn er hér við stjórnvölinn. Beingreiðslusamningar Beingreiðslusamningarnir byggja einnig á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og líkjast NPA samningum þar sem þeir eru notendasamningar. Þannig fær notandinn stjórn yfir því hvernig þjónustan er veitt, hvar, hvenær og hvaða aðstoðarfólk viðkomandi er með, þar sem notandinn sér sjálfur um starfsmannahaldið og sér um að ráða til sín starfsfólk. Markmiðið er að valið um þjónustuform og fyrirkomulag aðstoðar sé á höndum notenda, þeir stjórna. Heimastuðningur Ég er sérstaklega spennt fyrir heimastuðningi. Heimastuðningurinn er það sem áður kallaðist félagsleg heimaþjónusta en þykir mér þessi nafnabreyting mjög viðeigandi þar sem áherslan á þessari þjónustu byggir á hugmyndafræði um endurhæfingu í heimahúsi. Notandi er hér aftur við stjórnvölinn og setur sér markmið í þeim tilgangi að ráða við daglegt líf. Til þess fær viðkomandi stuðning við allar athafnir daglegs lífs, eins og heimilishald og þátttöku í félagsstarfi. Stuðningurinn er veittur í gegnum leiðbeiningar, þjálfun og eftirlit. Með þessu er notanda gert kleift að búa lengur á sínu heimili ásamt því að vera sjálfbjarga og félagslega virkur, með því að hvetja til aukinnar samveru og samskipta við samfélagið, nær og fjær. Þjónustan fer fram á þeirra eigin heimili og á þeirra forsendum. Einföld umsýsla og aukin þjónusta Áhersla er lögð á að einfalda alla umsýslu og er hægt að sækja um þessar mismunandi þjónustuleiðir rafrænt á vef Reykjavíkurborgar. Reglurnar tóku gildi í gær og má kynna sér þær frekar á nýrri heimasíðu Reykjavíkurborgar og þar má einnig finna hvar sótt er um þessar þjónustuleiðir. Höfundur er varaborgarfulltrúi Pírata og fulltrúi í velferðarráði Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rannveig Ernudóttir Píratar Reykjavík Borgarstjórn Skoðun: Kosningar 2022 Félagsmál Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Það gleður mig að kynna fyrir ykkur nýjar og valdeflandi reglur um stoð- og stuðningsþjónustu á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar, eða stoð- og stuð eins og þær eru oft kallaðar. Þær byggja á virðingu fyrir ólíkum þörfum okkar allra, valdeflingu og sjálfstæði einstaklingsins. Reglurnar eru í samræmi við fyrstu velferðarstefnu Reykjavíkurborgar sem samþykkt var í fyrsta sinn þann 15. júní á síðasta ári. Markmið þeirrar stefnu eru aukin lífsgæði, að öll í Reykjavík hafi tækifæri til að lifa með reisn, veita einstaklingsmiðaða og heildstæða þjónustu og að Reykjavík sé sannarlega fyrir okkur öll. Nýju stoð- og stuðningsreglurnar taka mið af samvinnu og samtali við notendur, enda eru notendur þjónustunnar sérfræðingar í eigin lífi og því hæfastir í að meta eigin þarfir og setja sér markmið. Reglurnar eru þrenns konar; stoð- og stuðningsþjónusta fyrir fatlað fólk, beingreiðslu samningar og heimastuðningur. Minni skriffinska, fleiri gæðastundir með stafrænni þjónustu Einnig er hér verið að innleiða enn frekari stafræna þjónustu Með stafrænni innleiðingu erum við að stytta afgreiðslutíma og alla tímafreka skrifstofuvinnu svo að mannleg samskipti verði betri og meiri, á kostnað skriffinskunnar. Stafræn þjónusta eru ekki bara rafrænar umsóknir og umsýsla. Hún er einnig velferðartækni, en hjá Reykjavíkurborg er í dag rekin Velferðatæknismiðja sem þróar, þarfagreinir og finnur viðeigandi tæknilausnir fyrir notendur. Dæmi um þjónustu velferðartæknismiðjunnar eru skjáheimsóknir, námskeið í tæknilæsi og stigahjálp, eða Assistep, sem er tæknibúnaður sem aðstoðar fólk við að ganga upp og niður stiga með öruggum hætti. Annað dæmi um velferðartækni í velferðarþjónustu er heimsókn í heimahús þar sem notandi og starfsmaður sitja saman yfir kaffibolla að spjalla á meðan að ryksuguvélmenni þrífur gólfin. Þannig notum við tæknina til að auka gæðastundir í þjónustu og mannlegum samskiptum. Stoð- og stuðningsþjónusta Stoð- og stuðningsþjónustan byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og viðeigandi aðlögun fyrir hvert og eitt. Þessi þjónusta á að geta veitt notandanum meiri sveigjanleika og mætt stuðningsþörfum hvers og eins á eigin forsendum. Þjónustan mætir fólki á þeirra stað í lífinu, og gefur þeim vald til að skipuleggja og sérsníða þjónustuna sem þau telja sig þurfa og sem muni gagnast þeim við að taka þátt í samfélaginu sem og veita þeim aðstoð við daglegt líf. Notandinn er hér við stjórnvölinn. Beingreiðslusamningar Beingreiðslusamningarnir byggja einnig á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og líkjast NPA samningum þar sem þeir eru notendasamningar. Þannig fær notandinn stjórn yfir því hvernig þjónustan er veitt, hvar, hvenær og hvaða aðstoðarfólk viðkomandi er með, þar sem notandinn sér sjálfur um starfsmannahaldið og sér um að ráða til sín starfsfólk. Markmiðið er að valið um þjónustuform og fyrirkomulag aðstoðar sé á höndum notenda, þeir stjórna. Heimastuðningur Ég er sérstaklega spennt fyrir heimastuðningi. Heimastuðningurinn er það sem áður kallaðist félagsleg heimaþjónusta en þykir mér þessi nafnabreyting mjög viðeigandi þar sem áherslan á þessari þjónustu byggir á hugmyndafræði um endurhæfingu í heimahúsi. Notandi er hér aftur við stjórnvölinn og setur sér markmið í þeim tilgangi að ráða við daglegt líf. Til þess fær viðkomandi stuðning við allar athafnir daglegs lífs, eins og heimilishald og þátttöku í félagsstarfi. Stuðningurinn er veittur í gegnum leiðbeiningar, þjálfun og eftirlit. Með þessu er notanda gert kleift að búa lengur á sínu heimili ásamt því að vera sjálfbjarga og félagslega virkur, með því að hvetja til aukinnar samveru og samskipta við samfélagið, nær og fjær. Þjónustan fer fram á þeirra eigin heimili og á þeirra forsendum. Einföld umsýsla og aukin þjónusta Áhersla er lögð á að einfalda alla umsýslu og er hægt að sækja um þessar mismunandi þjónustuleiðir rafrænt á vef Reykjavíkurborgar. Reglurnar tóku gildi í gær og má kynna sér þær frekar á nýrri heimasíðu Reykjavíkurborgar og þar má einnig finna hvar sótt er um þessar þjónustuleiðir. Höfundur er varaborgarfulltrúi Pírata og fulltrúi í velferðarráði Reykjavíkurborgar.
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun