Kostnaður við uppsagnir og veikindi í tíð Sólveigar Önnu sé tæpar 130 milljónir Heimir Már Pétursson skrifar 2. febrúar 2022 12:08 Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér formennsku í Eflingu í lok október eftir stormasöm samskipti við starfsfólk á skrifstofu félagsins. Vísir/Vilhelm Þrjú framboð lágu fyrir til forystu í Eflingu þegar framboðsfrestur rann út í morgun. Guðmundur Baldursson frambjóðandi til formanns segir kostnað við veikindaleyfi, uppsagnarfresti og starfslokasamninga í stjórnartíð Sólveigar Önnu Jónsdóttur nema tæpum 130 milljónum króna. Framboðsfrestur til formennsku og meðstjórnenda í Eflingu rann út klukkan níu í morgun. Umboðsmenn framboða Sólveigar Önnu Jónsdóttur fyrrverandi formanns félagsins og Guðmundar Baldurssonar stjórnarmanns í félaginu lögðu fram framboðslista með meðmælendum. Framboð Sólveigar með tæplega fjögur hundruð meðmælendum og Guðmundar með 140 en að minnsta kosti 120 fullgildir félagar í Eflingu þurfa að mæla með framboði. Þá liggur fyrir framboð Ólafar Helgu Adolfsdóttur varaformanns félagsins að tillögu uppstillingarnefndar. Kosning fer fram dagana 9. til 15. febrúar. Guðmundur segist vilja stuðla að allt öðrum stjórnarháttum en tíðkuðust í formannstíð Sólveigar Önnu sem sagði af sér formennsku í lok október eftir stormasöm samskipti við starfsfólk á skrifstofu félagsins. Skrifstofan hafi nánast verið óstarfhæf. Guðmundur Baldursson segir mikilvægt að miðla réttum upplýsingum um stöðu mála á skrifstofu Eflingar til félagsmanna.Stöð 2/Egill Þú lagðir inn fyrirspurn hjá skrifstofunni á dögunum um kostnað við uppsagnir starfsmanna og fleira. Hvað leiddi sú fyrirspurn í ljós? „Hún leiddi í ljós alveg óheyrilega háar tölur. Ekki nokkrum einasta manni hefði dottið í hug hversu miklar fórnir hafa verið færðar þarna inni á skrifstofunni,“ segir Guðmundur. Löng veikindaleyfi, laun á uppsagnafresti og kostnaður við starfslokasamninga Sólveigar og Viðars Þorsteinssonar fyrrverandi framkvæmdastjóra hafi kostað félagið rúmar 128 milljónir króna. Um fjörutíu starfsmenn hafi horfið frá félaginu á tæpum fjórum árum. Kostnaður við uppsagnarfrest formanns og framkvæmdastjóra er meðtalinn í þessum tölum Guðmundur vill að grasrót félagsins komi að samningaviðræðum í gegnum fimm manna stjórnir á einstökum sviðum félagsins. Fyrir komandi kjaraviðræður verði aðaláherslan á húsnæðismálin, þak á leiguverð og að halda vöxtum lágum. „Þess vegna skiptir miklu máli að halda utan um þetta. Passa upp á að húsnæðisverð vaði ekki upp úr öllu valdi og umfram allt að vextir í landinu haldist eins neðarlega og hægt er,“ segir Guðmundur Baldursson. Sólveig Anna Jónsdóttir vildi ekki veita viðtal að þessu sinni. Stefna framboðs hennar lægi frammi á Netinu. Hún muni þó ræða við fjölmiðla þegar nær dragi kosningum. Ólga innan Eflingar Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Segir starfsfólk Eflingar óttaslegið um endurkomu Sólveigar „Ætlar hún að biðja starfsfólkið afsökunar ef hún kemur aftur? Hvernig ætlar hún að koma inn og stjórna vinnustaðnum? Hún verður að biðja starfsfólkið afsökunar á hegðun sinni af því að þetta endurspeglar ekki það sem hún ætlast til af fyrirtækjum og stofnunum úti í bæ.“ 2. febrúar 2022 06:34 Hættur trúnaðarstörfum fyrir Eflingu vegna ásakana um kynferðisofbeldi Stjórn Eflingar hefur móttekið afsögn Daníels Arnar Arnarssonar frá öllum trúnaðarstörfum fyrir stéttarfélagið. Þeta kemur fram í tilkynningu frá stjórninni en Daníel hefur verið sakaður um kynferðislegt ofbeldi. 31. janúar 2022 10:08 Fagnar framboði Sólveigar Önnu Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR fagnar mögulegri endurkomu Sólveigar Önnu Jónsdóttur en hún tilkynnti framboð sitt til formanns Eflingar fyrr í dag. 28. janúar 2022 20:30 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Framboðsfrestur til formennsku og meðstjórnenda í Eflingu rann út klukkan níu í morgun. Umboðsmenn framboða Sólveigar Önnu Jónsdóttur fyrrverandi formanns félagsins og Guðmundar Baldurssonar stjórnarmanns í félaginu lögðu fram framboðslista með meðmælendum. Framboð Sólveigar með tæplega fjögur hundruð meðmælendum og Guðmundar með 140 en að minnsta kosti 120 fullgildir félagar í Eflingu þurfa að mæla með framboði. Þá liggur fyrir framboð Ólafar Helgu Adolfsdóttur varaformanns félagsins að tillögu uppstillingarnefndar. Kosning fer fram dagana 9. til 15. febrúar. Guðmundur segist vilja stuðla að allt öðrum stjórnarháttum en tíðkuðust í formannstíð Sólveigar Önnu sem sagði af sér formennsku í lok október eftir stormasöm samskipti við starfsfólk á skrifstofu félagsins. Skrifstofan hafi nánast verið óstarfhæf. Guðmundur Baldursson segir mikilvægt að miðla réttum upplýsingum um stöðu mála á skrifstofu Eflingar til félagsmanna.Stöð 2/Egill Þú lagðir inn fyrirspurn hjá skrifstofunni á dögunum um kostnað við uppsagnir starfsmanna og fleira. Hvað leiddi sú fyrirspurn í ljós? „Hún leiddi í ljós alveg óheyrilega háar tölur. Ekki nokkrum einasta manni hefði dottið í hug hversu miklar fórnir hafa verið færðar þarna inni á skrifstofunni,“ segir Guðmundur. Löng veikindaleyfi, laun á uppsagnafresti og kostnaður við starfslokasamninga Sólveigar og Viðars Þorsteinssonar fyrrverandi framkvæmdastjóra hafi kostað félagið rúmar 128 milljónir króna. Um fjörutíu starfsmenn hafi horfið frá félaginu á tæpum fjórum árum. Kostnaður við uppsagnarfrest formanns og framkvæmdastjóra er meðtalinn í þessum tölum Guðmundur vill að grasrót félagsins komi að samningaviðræðum í gegnum fimm manna stjórnir á einstökum sviðum félagsins. Fyrir komandi kjaraviðræður verði aðaláherslan á húsnæðismálin, þak á leiguverð og að halda vöxtum lágum. „Þess vegna skiptir miklu máli að halda utan um þetta. Passa upp á að húsnæðisverð vaði ekki upp úr öllu valdi og umfram allt að vextir í landinu haldist eins neðarlega og hægt er,“ segir Guðmundur Baldursson. Sólveig Anna Jónsdóttir vildi ekki veita viðtal að þessu sinni. Stefna framboðs hennar lægi frammi á Netinu. Hún muni þó ræða við fjölmiðla þegar nær dragi kosningum.
Ólga innan Eflingar Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Segir starfsfólk Eflingar óttaslegið um endurkomu Sólveigar „Ætlar hún að biðja starfsfólkið afsökunar ef hún kemur aftur? Hvernig ætlar hún að koma inn og stjórna vinnustaðnum? Hún verður að biðja starfsfólkið afsökunar á hegðun sinni af því að þetta endurspeglar ekki það sem hún ætlast til af fyrirtækjum og stofnunum úti í bæ.“ 2. febrúar 2022 06:34 Hættur trúnaðarstörfum fyrir Eflingu vegna ásakana um kynferðisofbeldi Stjórn Eflingar hefur móttekið afsögn Daníels Arnar Arnarssonar frá öllum trúnaðarstörfum fyrir stéttarfélagið. Þeta kemur fram í tilkynningu frá stjórninni en Daníel hefur verið sakaður um kynferðislegt ofbeldi. 31. janúar 2022 10:08 Fagnar framboði Sólveigar Önnu Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR fagnar mögulegri endurkomu Sólveigar Önnu Jónsdóttur en hún tilkynnti framboð sitt til formanns Eflingar fyrr í dag. 28. janúar 2022 20:30 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Segir starfsfólk Eflingar óttaslegið um endurkomu Sólveigar „Ætlar hún að biðja starfsfólkið afsökunar ef hún kemur aftur? Hvernig ætlar hún að koma inn og stjórna vinnustaðnum? Hún verður að biðja starfsfólkið afsökunar á hegðun sinni af því að þetta endurspeglar ekki það sem hún ætlast til af fyrirtækjum og stofnunum úti í bæ.“ 2. febrúar 2022 06:34
Hættur trúnaðarstörfum fyrir Eflingu vegna ásakana um kynferðisofbeldi Stjórn Eflingar hefur móttekið afsögn Daníels Arnar Arnarssonar frá öllum trúnaðarstörfum fyrir stéttarfélagið. Þeta kemur fram í tilkynningu frá stjórninni en Daníel hefur verið sakaður um kynferðislegt ofbeldi. 31. janúar 2022 10:08
Fagnar framboði Sólveigar Önnu Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR fagnar mögulegri endurkomu Sólveigar Önnu Jónsdóttur en hún tilkynnti framboð sitt til formanns Eflingar fyrr í dag. 28. janúar 2022 20:30