Maðurinn sem hélt Ómari Inga út úr úrvalsliði EM spilar ekki næsta hálfa árið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2022 08:30 Það er oft mjög erfitt að stoppa Mathias Gidsel og þá grípa menn til þeirra örþrifaráða að toga í treyjuna. AP/Anna Szilagyi Mathias Gidsel átti frábært Evrópumót með danska handboltalandsliðinu og svo gott að hann kom í veg fyrir að Ómar Ingi Magnússon, markakóngur EM, komst ekki í úrvalslið mótsins. Mótið endaði hins vegar ekki vel fyrir Gidsel. Gidsel meiddist strax í upphafi leiksins um bronsið og kom ekkert meira við sögu. Hann hélt sárþjáður um hné sitt og fréttirnar af meiðslum hans eru eins slæmar og óttast var í fyrstu. Gidsel spilar hjá GOG með Viktori Gísla Hallgrímssyni sem var í úrvalsliði mótsins eins of Daninn. Gidsel spilar sem örvhent skytta og hélt Ómari Inga Magnússyni, markakóngi EM, út úr úrvalsliðinu. GOG sagði frá þeim skelfilegum fréttum að Gidsel hafi slitið aftara krossbandið sitt. Hann þarf ekki að fara í aðgerð en verður frá í fjóra til sex mánuði. Hinn 22 ára gamli leikmaður er þegar orðinn stórstjarna í handboltanum og átti mikinn þátt í því að danska landsliðið vann þrenn verðlaun á einu ári, gull á HM 2021, silfur á ÓL 2021 og brons á EM 2022. Mathias Gidsel var frábær á öllum þessum mótum, í úrvalsliðinu á HM 2021 og EM 2022 auk þess að vera kosinn mikilvægasti leikmaðurinn á Ólympíuleikunum. Á þessum EM var hann með 37 mörk og klikkaði aðeins á fjórum skotum allt mótið. Imponerende tall av Gidsel, men den fremstillingen... https://t.co/nCRvhoSyZt pic.twitter.com/ad4Di0EKt3— Christian Sørensen (@StevieY82) January 31, 2022 Hann gaf líka 35 stoðsendingar á mótinu en í sigurleiknum á móti Íslandi var Gidsel með níu mörk úr níu skotum og gaf 10 stoðsendingar að auki. „Auðvitað er ég mjög leiður yfir þessu. Við erum á miðju frábæru tímabili með GOG og það voru margir spennandi leikir á næstunni. Það er óheppilegt að ég geti ekki verið með í þeim. Núna vil ég einbeita mér að því að ná mér hundrað prósent og vinna í því að styrkja hnéð á ný,“ sagði Mathias Gidsel í fréttatilkynningu GOG. Þetta er síðasta tímabil með Mathias Gidsel með GOG og líklegt að hann sé búinn að spila sinn síðasta leik fyrir danska félagið. Á næsta tímabili gengur hann til liðs við Füchse Berlin í þýsku bundesligunni. #Tokyo2020 MVP and now #ehfeuro2022 All-star Team Right Back... Gidsel is simply pic.twitter.com/B3mXj1a6xi— EHF EURO (@EHFEURO) January 30, 2022 EM karla í handbolta 2022 Danski handboltinn Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Sjá meira
Gidsel meiddist strax í upphafi leiksins um bronsið og kom ekkert meira við sögu. Hann hélt sárþjáður um hné sitt og fréttirnar af meiðslum hans eru eins slæmar og óttast var í fyrstu. Gidsel spilar hjá GOG með Viktori Gísla Hallgrímssyni sem var í úrvalsliði mótsins eins of Daninn. Gidsel spilar sem örvhent skytta og hélt Ómari Inga Magnússyni, markakóngi EM, út úr úrvalsliðinu. GOG sagði frá þeim skelfilegum fréttum að Gidsel hafi slitið aftara krossbandið sitt. Hann þarf ekki að fara í aðgerð en verður frá í fjóra til sex mánuði. Hinn 22 ára gamli leikmaður er þegar orðinn stórstjarna í handboltanum og átti mikinn þátt í því að danska landsliðið vann þrenn verðlaun á einu ári, gull á HM 2021, silfur á ÓL 2021 og brons á EM 2022. Mathias Gidsel var frábær á öllum þessum mótum, í úrvalsliðinu á HM 2021 og EM 2022 auk þess að vera kosinn mikilvægasti leikmaðurinn á Ólympíuleikunum. Á þessum EM var hann með 37 mörk og klikkaði aðeins á fjórum skotum allt mótið. Imponerende tall av Gidsel, men den fremstillingen... https://t.co/nCRvhoSyZt pic.twitter.com/ad4Di0EKt3— Christian Sørensen (@StevieY82) January 31, 2022 Hann gaf líka 35 stoðsendingar á mótinu en í sigurleiknum á móti Íslandi var Gidsel með níu mörk úr níu skotum og gaf 10 stoðsendingar að auki. „Auðvitað er ég mjög leiður yfir þessu. Við erum á miðju frábæru tímabili með GOG og það voru margir spennandi leikir á næstunni. Það er óheppilegt að ég geti ekki verið með í þeim. Núna vil ég einbeita mér að því að ná mér hundrað prósent og vinna í því að styrkja hnéð á ný,“ sagði Mathias Gidsel í fréttatilkynningu GOG. Þetta er síðasta tímabil með Mathias Gidsel með GOG og líklegt að hann sé búinn að spila sinn síðasta leik fyrir danska félagið. Á næsta tímabili gengur hann til liðs við Füchse Berlin í þýsku bundesligunni. #Tokyo2020 MVP and now #ehfeuro2022 All-star Team Right Back... Gidsel is simply pic.twitter.com/B3mXj1a6xi— EHF EURO (@EHFEURO) January 30, 2022
EM karla í handbolta 2022 Danski handboltinn Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Sjá meira