Hefnd busanna Baldur Thorlacius skrifar 2. febrúar 2022 07:00 Titill greinarinnar vísar til hinnar stórgóðu kvikmyndar Revenge of the Nerds (þýtt sem Hefnd busanna, höldum okkur við þá hugtakanotkun hér), sem kom út á níunda áratug síðustu aldar. Myndin fjallar í mjög stuttu máli um upprisu busa (e. nerds) í bandarískum háskóla og baráttu þeirra við hóp andstyggilegra íþróttatöffara (e. jocks). Ég biðst velvirðingar á því að spilla fyrir endanum, en busarnir stóðu uppi sem sigurvegarar. Einstaklingar hafa lengi verið hálfgerðir busar á verðbréfamarkaði. Undanskildir, litið niður á þá og ekki boðið í nein partý. Stundum var talað um fjárfestingar einstaklinga sem „dumb money“. Ég ætla að þýða það sem kjánakrónur. En þetta hefur heldur betur verið að breytast. Víða um heim hafa einstaklingar verið að láta til sín taka í verðbréfaviðskiptum. Yfirleitt er það með nokkuð hófstilltum hætti, þar sem fólk er einfaldlega að ráðstafa sparifé sínu og fjárfesta til langs tíma. Á Íslandi höfum við séð þátttöku einstaklinga í hlutabréfaviðskiptum stóraukast, fjöldi einstaklinga sem átti hlutabréf hefur hækkað frá rúmlega 8 þúsund manns árið 2009 í yfir 29 þúsund manns í lok árs 2021. Í ýktustu dæmunum erlendis hafa aftur á móti stórir hópar einstaklinga tekið sig saman og t.d. keypt umfangsmikinn hlut í tilteknum fyrirtækjum sem vogunarsjóðir höfðu tekið stórar skortstöður í. Svo sem í tilfelli GameStop og fleiri fyrirtækja – eins og ég skrifaði um fyrir ári síðan. Þar var ekki um að ræða kjánakrónur heldur þaulskipulagða og nokkuð vel ígrundaða fjárfestingu hóps einstaklinga sem notaði spjallþræði og samfélagsmiðla til að samræma aðgerðir sínar. Og það virkaði (a.m.k. að einhverju leyti). Kokhraustir vogunarsjóðsstjórar hrökkluðust til baka með skottið á milli lappanna. Rétt eins og íþróttatöffararnir í Hefnd busanna. Caitlin McCabe, blaðakona The Wall Street Journal, fjallaði um þessa þróun í nýlegum pistli sínum, „Day Traders as ‘Dumb Money’? The Pros Are Now Paying Attention“, þar sem hún rekur hvernig afstaða sjóðsstjóra til einstaklingsfjárfesta hefur breyst á undanförnu ári. Þeir tala ekki lengur um kjánakrónur heldur fylgjast 85% vogunarsjóða og 42% eignastýringaraðila grannt með samfélagsmiðlum til að greina hvað hjörðin gerir næst, skv. nýlegri könnun Bloomberg Intelligence. Margir velta því fyrir sér hvort einstaklingsfjárfestar muni hverfa á braut um leið og markaðsaðstæður versna. McCabe bendir aftur á móti á að rannsóknir sýni að einstaklingar hafi til þessa sýnt talsverða seiglu á erfiðum dögum á markaðnum og í reynd hjálpað til við að draga úr sveiflum og auka seljanleika við slíkar aðstæður. Það veit auðvitað enginn hvað koma skal í þeim efnum, en eins og málin standa eru einstaklingsfjárfestar sem heild farnir að jafnast á við allra stærstu fagfjárfestana – og stundum gott betur. Einstaklingar hafa t.a.m. verið í lykilhlutverki í hlutafjárútboðum hér á landi sl. tvö ár. Busarnir eru komnir með sæti við borðið og verða ekki hundsaðir í bráð. Þetta kallar á nýja nálgun í fjármögnun og fjárfestatengslum, þar sem enn meiri áhersla er lögð á gagnsæi og jafnræði. Og því ber að fanga. Höfundur er framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptatengsla hjá Nasdaq Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Kauphöllin Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Titill greinarinnar vísar til hinnar stórgóðu kvikmyndar Revenge of the Nerds (þýtt sem Hefnd busanna, höldum okkur við þá hugtakanotkun hér), sem kom út á níunda áratug síðustu aldar. Myndin fjallar í mjög stuttu máli um upprisu busa (e. nerds) í bandarískum háskóla og baráttu þeirra við hóp andstyggilegra íþróttatöffara (e. jocks). Ég biðst velvirðingar á því að spilla fyrir endanum, en busarnir stóðu uppi sem sigurvegarar. Einstaklingar hafa lengi verið hálfgerðir busar á verðbréfamarkaði. Undanskildir, litið niður á þá og ekki boðið í nein partý. Stundum var talað um fjárfestingar einstaklinga sem „dumb money“. Ég ætla að þýða það sem kjánakrónur. En þetta hefur heldur betur verið að breytast. Víða um heim hafa einstaklingar verið að láta til sín taka í verðbréfaviðskiptum. Yfirleitt er það með nokkuð hófstilltum hætti, þar sem fólk er einfaldlega að ráðstafa sparifé sínu og fjárfesta til langs tíma. Á Íslandi höfum við séð þátttöku einstaklinga í hlutabréfaviðskiptum stóraukast, fjöldi einstaklinga sem átti hlutabréf hefur hækkað frá rúmlega 8 þúsund manns árið 2009 í yfir 29 þúsund manns í lok árs 2021. Í ýktustu dæmunum erlendis hafa aftur á móti stórir hópar einstaklinga tekið sig saman og t.d. keypt umfangsmikinn hlut í tilteknum fyrirtækjum sem vogunarsjóðir höfðu tekið stórar skortstöður í. Svo sem í tilfelli GameStop og fleiri fyrirtækja – eins og ég skrifaði um fyrir ári síðan. Þar var ekki um að ræða kjánakrónur heldur þaulskipulagða og nokkuð vel ígrundaða fjárfestingu hóps einstaklinga sem notaði spjallþræði og samfélagsmiðla til að samræma aðgerðir sínar. Og það virkaði (a.m.k. að einhverju leyti). Kokhraustir vogunarsjóðsstjórar hrökkluðust til baka með skottið á milli lappanna. Rétt eins og íþróttatöffararnir í Hefnd busanna. Caitlin McCabe, blaðakona The Wall Street Journal, fjallaði um þessa þróun í nýlegum pistli sínum, „Day Traders as ‘Dumb Money’? The Pros Are Now Paying Attention“, þar sem hún rekur hvernig afstaða sjóðsstjóra til einstaklingsfjárfesta hefur breyst á undanförnu ári. Þeir tala ekki lengur um kjánakrónur heldur fylgjast 85% vogunarsjóða og 42% eignastýringaraðila grannt með samfélagsmiðlum til að greina hvað hjörðin gerir næst, skv. nýlegri könnun Bloomberg Intelligence. Margir velta því fyrir sér hvort einstaklingsfjárfestar muni hverfa á braut um leið og markaðsaðstæður versna. McCabe bendir aftur á móti á að rannsóknir sýni að einstaklingar hafi til þessa sýnt talsverða seiglu á erfiðum dögum á markaðnum og í reynd hjálpað til við að draga úr sveiflum og auka seljanleika við slíkar aðstæður. Það veit auðvitað enginn hvað koma skal í þeim efnum, en eins og málin standa eru einstaklingsfjárfestar sem heild farnir að jafnast á við allra stærstu fagfjárfestana – og stundum gott betur. Einstaklingar hafa t.a.m. verið í lykilhlutverki í hlutafjárútboðum hér á landi sl. tvö ár. Busarnir eru komnir með sæti við borðið og verða ekki hundsaðir í bráð. Þetta kallar á nýja nálgun í fjármögnun og fjárfestatengslum, þar sem enn meiri áhersla er lögð á gagnsæi og jafnræði. Og því ber að fanga. Höfundur er framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptatengsla hjá Nasdaq Iceland.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun