Skoða hvort hægt sé að ráðast í frekari tilslakanir á föstudaginn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. febrúar 2022 23:11 Willum Þór Þórsson er heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, segir að hann muni nýta næstu daga til að ræða við sóttvarnalækni og forsvarsmenn heilbrigðisstofnana um hvort hægt verði að ráðast í frekari tilslakanir á sóttvarnaraðgerðum vegna Covid-19 næstkomandi föstudag. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV í kvöld þar sem Willum Þór var meðal annars spurður að því hvort að til greina kæmi að taka hraðari og stærri skref í átt að afléttingum, en gert er ráð fyrir í afléttingaráætlun stjórnvalda, sem kynnt var síðasta föstudag. „Já, það kemur alveg til greina. Ég skil alveg þessa umræðu. Þetta eru inngrip í svo margt í okkar lífi og við munum alveg sannarlega gera frekari afléttingar og fyrr og á næstu dögum,“ sagði Willum Þór. Samhliða kynningu afléttingaráætlunarinnar síðastliðinn föstudag, sem gerir ráð fyrir því að öllum aðgerðum verði hætt frá og með 14. mars næstkomandi, var slakað á sóttvarnaraðgerðum þannig að fimmtíu mega koma saman, auk ýmissa annarra tilslakana. Afléttingaráætlunin gerir ráð fyrir að næsta skref verði stigið þann 24. febrúar. Willum Þór segir þó að mögulega verði frekari tilslakanir kynntar næstkomandi föstudag, þó ekki sé hægt að slá því föstu eins og sakir standa. „Ég reikna með að ég muni nýta tímann núna í þessu samtali, bæði við heilbrigðisstofnanir um allt land, spítalann og samtal við sóttvarnalækni um það hvort að á föstudaginn ég geti komið með einhverjar tilslakanir en það er bara of snemmt að fullyrða um það núna,“ sagði Willum Þór. Einnig til skoðunar að draga úr aðgerðum á landamærum fyrr 31 liggur nú inni á Landspítalnum með Covid-19, þar af þrír á gjörgæslu. 10.817 eru í einangrun vegna Covid. Til marks um betri stöðu í baráttunni við kórónuveirunar var Landspítalinn færður af neyðarstigi yfir á hættustigi í dag, auk þess sem að almannavarnastig var einnig fært niður um samsvarandi skref. Í fréttum RÚV í kvöld kom einnig fram að Willum Þór telji fulla ástæðu til að endurskoða gildistíma sóttvarnaraðgerða á landamærunum. Þar eru farþegar nú krafðir um neikvætt Covid-próf eða látnir fara í PCR-próf. Sú ráðstöfun gildir út febrúarmánuð en sagði Willum Þór að verið væri að meta það hvort að hægt væri að stytta þann gildistíma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Tengdar fréttir 1.421 greindist innanlands í gær 1.421 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 36 á landamærum. 1. febrúar 2022 10:14 Danir felldu grímuna á miðnætti þegar öllum takmörkunum var aflétt Danir köstuðu af sér grímunum á miðnætti þegar öllum samkomutakmörkum var aflétt þar í landi. Bareigandi sagðist spenntur að fá að taka á móti fólki á ný og segir Íslendingur að háskólanemar ætli að djamma fram á nótt. Sóttvarnalæknir vill ekki fara sömu leið og Danir. 1. febrúar 2022 21:00 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV í kvöld þar sem Willum Þór var meðal annars spurður að því hvort að til greina kæmi að taka hraðari og stærri skref í átt að afléttingum, en gert er ráð fyrir í afléttingaráætlun stjórnvalda, sem kynnt var síðasta föstudag. „Já, það kemur alveg til greina. Ég skil alveg þessa umræðu. Þetta eru inngrip í svo margt í okkar lífi og við munum alveg sannarlega gera frekari afléttingar og fyrr og á næstu dögum,“ sagði Willum Þór. Samhliða kynningu afléttingaráætlunarinnar síðastliðinn föstudag, sem gerir ráð fyrir því að öllum aðgerðum verði hætt frá og með 14. mars næstkomandi, var slakað á sóttvarnaraðgerðum þannig að fimmtíu mega koma saman, auk ýmissa annarra tilslakana. Afléttingaráætlunin gerir ráð fyrir að næsta skref verði stigið þann 24. febrúar. Willum Þór segir þó að mögulega verði frekari tilslakanir kynntar næstkomandi föstudag, þó ekki sé hægt að slá því föstu eins og sakir standa. „Ég reikna með að ég muni nýta tímann núna í þessu samtali, bæði við heilbrigðisstofnanir um allt land, spítalann og samtal við sóttvarnalækni um það hvort að á föstudaginn ég geti komið með einhverjar tilslakanir en það er bara of snemmt að fullyrða um það núna,“ sagði Willum Þór. Einnig til skoðunar að draga úr aðgerðum á landamærum fyrr 31 liggur nú inni á Landspítalnum með Covid-19, þar af þrír á gjörgæslu. 10.817 eru í einangrun vegna Covid. Til marks um betri stöðu í baráttunni við kórónuveirunar var Landspítalinn færður af neyðarstigi yfir á hættustigi í dag, auk þess sem að almannavarnastig var einnig fært niður um samsvarandi skref. Í fréttum RÚV í kvöld kom einnig fram að Willum Þór telji fulla ástæðu til að endurskoða gildistíma sóttvarnaraðgerða á landamærunum. Þar eru farþegar nú krafðir um neikvætt Covid-próf eða látnir fara í PCR-próf. Sú ráðstöfun gildir út febrúarmánuð en sagði Willum Þór að verið væri að meta það hvort að hægt væri að stytta þann gildistíma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Tengdar fréttir 1.421 greindist innanlands í gær 1.421 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 36 á landamærum. 1. febrúar 2022 10:14 Danir felldu grímuna á miðnætti þegar öllum takmörkunum var aflétt Danir köstuðu af sér grímunum á miðnætti þegar öllum samkomutakmörkum var aflétt þar í landi. Bareigandi sagðist spenntur að fá að taka á móti fólki á ný og segir Íslendingur að háskólanemar ætli að djamma fram á nótt. Sóttvarnalæknir vill ekki fara sömu leið og Danir. 1. febrúar 2022 21:00 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
1.421 greindist innanlands í gær 1.421 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 36 á landamærum. 1. febrúar 2022 10:14
Danir felldu grímuna á miðnætti þegar öllum takmörkunum var aflétt Danir köstuðu af sér grímunum á miðnætti þegar öllum samkomutakmörkum var aflétt þar í landi. Bareigandi sagðist spenntur að fá að taka á móti fólki á ný og segir Íslendingur að háskólanemar ætli að djamma fram á nótt. Sóttvarnalæknir vill ekki fara sömu leið og Danir. 1. febrúar 2022 21:00
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent