Bið eftir niðurstöðu úr sýnatöku lengist Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 1. febrúar 2022 12:53 Margir mættu í sýnatöku í gær en vegna anna getur fólk þurft að bíða eftir niðurstöðu. Vísir/Vilhelm Til skoðunar er að aflétta neyðarstigi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins. Sóttvarnalæknir segir verið að kalla eftir upplýsingum til að meta hvort það sé tímabært. Þá hefur bið eftir niðurstöðu úr sýnatöku lengst. Í gær greindust 1.421 með kórónuveiruna innanlands í gær og 36 á landamærum. Af þeim sem greindust innanlands voru 35% í sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir marga hafa mætt í sýnatöku í gær. „Það voru mjög mörg sýni tekin í gær. Um sjö þúsund PCR sýni sem er alveg við bara hámarksafkastagetu Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri. Þannig við erum bara aðeins að skoða það hvernig við getum gert þetta meira effektíft í greiningunni en þetta getur gerst ef að mörg sýni eru tekin þá getur þetta safnast yfir á næsta dag og þá verða tölurnar kannski svona svolítið sveiflukenndar.“ Biðtími eftir niðurstöðum úr sýnatöku hefur lengst. Íslensk erfðagreining hætti að greina innanlandssýni um helgina og sér Landspítalinn nú alfarið um greiningu sýnanna. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir það hafa verið niðurstöðuna, eftir samtal hans og Þórólfs, að fyrirtækið hætti að greina sýni. „Einhverra hluta vegna þá fannst okkur þegar við ræddum þetta eins og nú ætti Landspítalinn að geta valdið þessu og við hættum,“ segir Kári. Hann segir þó ekki standa á fyrirtækinu að aðstoða aftur ef þess gerist þörf. Samkvæmt svörum frá Landspítalanum ræður sýkla- og veirufræðideild spítalans við að greina um fimm þúsund sýni á dag. Ef fleiri sýni berast þá verði óhjákvæmilega tafir á greiningu. Fólk fái þá niðurstöður ekki samdægurs heldur eftir einn til tvo daga. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir verið að meta það hvort hægt sé að létta frekar á sóttvarnaraðgerðum. Vísir/Vilhelm Skoða að fara af neyðarstigi Þórólfur segir að nú sé til skoðunar að stytta einangrun fyrir einkennalausa í fimm daga í stað sjö en engin ákvörðun hafi þó enn verið tekin. Þá sé einnig í skoðun að breyta reglum um sitjandi viðburði. Þá er í skoðun að aflétta bæði neyðarstigi Landspítalans og neyðarstigi almannavarna. „Það er bara í skoðun og almannavarnir eru í sambandi við ýmis fyrirtæki sem leggja mat á sýna starfsemi út frá veikindum og það kemur að sjálfsögðu inn í það mat hvort að eigi að aflétta neyðarstiginu og fara niður á hættustig. Það er bara í skoðun. Þeir eru að fá upplýsingar frá fyrirtækjum núna þannig ég held að það sé bara von á ákvörðun bara núna mjög fljótlega myndi ég halda.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Landspítalinn Tengdar fréttir 1.421 greindist innanlands í gær 1.421 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 36 á landamærum. 1. febrúar 2022 10:14 Til skoðunar að stytta einangrun Til umræðu er að stytta einangrun niður í fimm daga að sögn Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra. 31. janúar 2022 19:07 816 greindust innanlands 816 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 116 á landamærum. 31. janúar 2022 10:33 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Í gær greindust 1.421 með kórónuveiruna innanlands í gær og 36 á landamærum. Af þeim sem greindust innanlands voru 35% í sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir marga hafa mætt í sýnatöku í gær. „Það voru mjög mörg sýni tekin í gær. Um sjö þúsund PCR sýni sem er alveg við bara hámarksafkastagetu Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri. Þannig við erum bara aðeins að skoða það hvernig við getum gert þetta meira effektíft í greiningunni en þetta getur gerst ef að mörg sýni eru tekin þá getur þetta safnast yfir á næsta dag og þá verða tölurnar kannski svona svolítið sveiflukenndar.“ Biðtími eftir niðurstöðum úr sýnatöku hefur lengst. Íslensk erfðagreining hætti að greina innanlandssýni um helgina og sér Landspítalinn nú alfarið um greiningu sýnanna. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir það hafa verið niðurstöðuna, eftir samtal hans og Þórólfs, að fyrirtækið hætti að greina sýni. „Einhverra hluta vegna þá fannst okkur þegar við ræddum þetta eins og nú ætti Landspítalinn að geta valdið þessu og við hættum,“ segir Kári. Hann segir þó ekki standa á fyrirtækinu að aðstoða aftur ef þess gerist þörf. Samkvæmt svörum frá Landspítalanum ræður sýkla- og veirufræðideild spítalans við að greina um fimm þúsund sýni á dag. Ef fleiri sýni berast þá verði óhjákvæmilega tafir á greiningu. Fólk fái þá niðurstöður ekki samdægurs heldur eftir einn til tvo daga. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir verið að meta það hvort hægt sé að létta frekar á sóttvarnaraðgerðum. Vísir/Vilhelm Skoða að fara af neyðarstigi Þórólfur segir að nú sé til skoðunar að stytta einangrun fyrir einkennalausa í fimm daga í stað sjö en engin ákvörðun hafi þó enn verið tekin. Þá sé einnig í skoðun að breyta reglum um sitjandi viðburði. Þá er í skoðun að aflétta bæði neyðarstigi Landspítalans og neyðarstigi almannavarna. „Það er bara í skoðun og almannavarnir eru í sambandi við ýmis fyrirtæki sem leggja mat á sýna starfsemi út frá veikindum og það kemur að sjálfsögðu inn í það mat hvort að eigi að aflétta neyðarstiginu og fara niður á hættustig. Það er bara í skoðun. Þeir eru að fá upplýsingar frá fyrirtækjum núna þannig ég held að það sé bara von á ákvörðun bara núna mjög fljótlega myndi ég halda.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Landspítalinn Tengdar fréttir 1.421 greindist innanlands í gær 1.421 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 36 á landamærum. 1. febrúar 2022 10:14 Til skoðunar að stytta einangrun Til umræðu er að stytta einangrun niður í fimm daga að sögn Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra. 31. janúar 2022 19:07 816 greindust innanlands 816 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 116 á landamærum. 31. janúar 2022 10:33 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
1.421 greindist innanlands í gær 1.421 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 36 á landamærum. 1. febrúar 2022 10:14
Til skoðunar að stytta einangrun Til umræðu er að stytta einangrun niður í fimm daga að sögn Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra. 31. janúar 2022 19:07
816 greindust innanlands 816 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 116 á landamærum. 31. janúar 2022 10:33
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent