Frá þessu segir í tilkynningu frá Frumtaki. Þar kemur fram að Fróði hafi víðtæka reynslu af lögmennsku, einkum á sviði félaga-, samninga- og hugverkaréttar.
„Hann hefur annast lögmannsstörf á flestum sviðum viðskiptalífsins, þ.m.t. veitt fjölda nýsköpunarfyrirtækja ráðgjöf, bæði á íslenskum og erlendum vettvangi. Hann hefur m.a. starfað hjá Vík lögmannsstofu, CCP og Símanum.
Fróði er með meistaragráðu í lögum (LL.M.) frá Columbia University í New York og kandidatspróf frá Háskóla Íslands auk réttinda til málflutnings fyrir héraðsdómi. Hann er aðjúnkt við Háskólann á Bifröst þar sem hann hefur m.a. annast kennslu í eigna- og veðrétti og kaupum og sölu fyrirtækja. Þá hefur hann verið stundakennari í félagarétti við viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík og í samningarétti við lagadeild Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni.