62 ára prins sakaður um að hafa svindlað sér inn á Ólympíuleikana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2022 11:00 Hubertus von Hohenlohe tekur sjálfan sig ekki of alvarlega þrátt fyrir að vera prins. Hér er hann á Ólympíuleikunum árið 2010. EPA/STEPHAN JANSEN Hubertus von Hohenlohe prins elskar það að keppa á Vetrarólympíuleikunum og það hefur hann þegar gert sex sinnum. Það lítur út fyrir að hann haft einhver brögð í tafli til að koma sér inn á Ólympíuleikana sem hefjast í Peking á föstudaginn. Hubertus von Hohenlohe-Langenburg er kominn með sæti á leikunum en hann keppir fyrir Mexíkó. Þar með er ekki öll sagan sögð því grunur um að undankeppnin hafi verið sett upp til að hjálpa honum og fleirum inn á leikana. Aftonbladet fjallar um málið.Instagram Hubertus er orðinn 62 ára gamall og þetta yrðu hans sjöundu Ólympíuleikar. Hann tók fyrst þátt árið 1984 þegar leikarnir fóru fram í Sarajevo í gömlu Júgóslavíu. Hubertus var síðast með í Sochi árið 2014. 12. og 13. janúar síðastliðinn héldu Jamaíka og Grænhöfðaeyjar "Malbun Exotic Nations Cup" skíðakeppni í Liechtenstein þar sem voru meðal annars keppendur frá Jamaíku, Argentínu og Mexíkó sem voru allir að reyna að vinna sér sæti á leikunum. Austurríska blaðið Krone Zeitung heldur því fram að skíðasambönd Jamaíku, Argentínu og Mexíkó hafi samið um það fyrir keppnina að þeir skíðamenn sem væru lægri á styrkleikalista Alþjóðaskíðasambandsins myndu enda ofar en þeir sem voru hærra skrifaðir. Með því gætu þessu skíðamenn náð sér í dýrmæt stig í baráttunni um síðustu lausu sæti á leikanna. Austurríkismenn eru sérstaklega ósáttir því þetta þýddi að þeir misstu tvo af ellefu skíðamönnum sínum á leikunum í Peking. Einn af þeim skíðamönnum sem voru hærra á styrkleikalistanum var Argentínumaðurinn Cristian Javier Simari Birkner. Með þátttöku hans áttu keppendur möguleika á fleiri stigum. View this post on Instagram A post shared by Hubertus Von Hohenlohe (@hubertushohenlohe) Mexíkóar hafa vísað þessum ásökunum til föðurhúsanna og halda því fram að það hafi ekki verið hægt að falsa úrslitin því keppnin hafi verið sýnd beint í sjónvarpi. „Þú sendir það ekki út í beinni í sjónvarpi þegar þú ert að ræna banka eða stela einhverju,“ skrifaði Hubertus Von Hohenlohe á Instagram síðu sína. Hann kennir Alþjóðaskíðasambandinu um hvernig fór fyrir þessum austurrísku skíðamönnum sem misstu sætið sitt. „Þeir búa til reglur sem enginn skilur og þegar litlar skíðaþjóðir komast á leikana þá er það allt í einu skandall. Aðalskandallinn er að Kínverjar eru með allt aðrar reglur í gildi um hvernig þú kemst á leikana til að tryggja það að kínverskri keppendur komist inn,“ skrifaði Hubertus sem óttast það ekki að missa sæti sitt á leikunum. Hann endaði á kveðju: „Sjáumst í Peking, skrifaði Hubertus. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skíðaíþróttir Mexíkó Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Sjá meira
Hubertus von Hohenlohe-Langenburg er kominn með sæti á leikunum en hann keppir fyrir Mexíkó. Þar með er ekki öll sagan sögð því grunur um að undankeppnin hafi verið sett upp til að hjálpa honum og fleirum inn á leikana. Aftonbladet fjallar um málið.Instagram Hubertus er orðinn 62 ára gamall og þetta yrðu hans sjöundu Ólympíuleikar. Hann tók fyrst þátt árið 1984 þegar leikarnir fóru fram í Sarajevo í gömlu Júgóslavíu. Hubertus var síðast með í Sochi árið 2014. 12. og 13. janúar síðastliðinn héldu Jamaíka og Grænhöfðaeyjar "Malbun Exotic Nations Cup" skíðakeppni í Liechtenstein þar sem voru meðal annars keppendur frá Jamaíku, Argentínu og Mexíkó sem voru allir að reyna að vinna sér sæti á leikunum. Austurríska blaðið Krone Zeitung heldur því fram að skíðasambönd Jamaíku, Argentínu og Mexíkó hafi samið um það fyrir keppnina að þeir skíðamenn sem væru lægri á styrkleikalista Alþjóðaskíðasambandsins myndu enda ofar en þeir sem voru hærra skrifaðir. Með því gætu þessu skíðamenn náð sér í dýrmæt stig í baráttunni um síðustu lausu sæti á leikanna. Austurríkismenn eru sérstaklega ósáttir því þetta þýddi að þeir misstu tvo af ellefu skíðamönnum sínum á leikunum í Peking. Einn af þeim skíðamönnum sem voru hærra á styrkleikalistanum var Argentínumaðurinn Cristian Javier Simari Birkner. Með þátttöku hans áttu keppendur möguleika á fleiri stigum. View this post on Instagram A post shared by Hubertus Von Hohenlohe (@hubertushohenlohe) Mexíkóar hafa vísað þessum ásökunum til föðurhúsanna og halda því fram að það hafi ekki verið hægt að falsa úrslitin því keppnin hafi verið sýnd beint í sjónvarpi. „Þú sendir það ekki út í beinni í sjónvarpi þegar þú ert að ræna banka eða stela einhverju,“ skrifaði Hubertus Von Hohenlohe á Instagram síðu sína. Hann kennir Alþjóðaskíðasambandinu um hvernig fór fyrir þessum austurrísku skíðamönnum sem misstu sætið sitt. „Þeir búa til reglur sem enginn skilur og þegar litlar skíðaþjóðir komast á leikana þá er það allt í einu skandall. Aðalskandallinn er að Kínverjar eru með allt aðrar reglur í gildi um hvernig þú kemst á leikana til að tryggja það að kínverskri keppendur komist inn,“ skrifaði Hubertus sem óttast það ekki að missa sæti sitt á leikunum. Hann endaði á kveðju: „Sjáumst í Peking, skrifaði Hubertus.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skíðaíþróttir Mexíkó Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Sjá meira