Tekur ekki undir með Sigríði en gætu þurft að aflétta hraðar Eiður Þór Árnason og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 31. janúar 2022 16:01 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, vill aflétta fyrr ef áfram gengur vel í baráttunni við veiruna skæðu. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, tekur ekki undir með flokkssystur sinni Sigríði Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem telur að stjórvöld brjóti lög með því að aflétta ekki strax öllum takmörkunum. Að sögn hennar ber nú ekki brýna nauðsyn til að vernda líf og heilsu manna með frelsisskerðandi takmörkunum í samræmi við ákvæði sóttvarnalaga. „Þetta er snúið hvernig á að fara í afléttingaráformin, ég hef verið að leggja áherslu á það að þegar menn eru að þrengja persónufrelsi og atvinnufrelsi þá þarf að vera brýn nauðsyn. Þess vegna var ég þeirrar skoðunar fyrir viku síðan að við værum komin öfugum megin við línuna í þessum efnum. Í millitíðinni höfum við ráðist í tilslakanir og það hvort þær duga ræðst dálítið af því hvernig gengur dag frá degi og næstu vikur,“ sagði Bjarni að loknum ríkisráðsfundi í dag. Hann segir að það komi sér ekki á óvart að sumum þyki ekki hafa verið gengið nógu langt. „Við erum enn með gríðarlega miklar takmarkanir á samfélaginu þrátt fyrir að heilt yfir virðist þetta nýja afbrigði ekki skila sér í alvarlegum veikindum, sérstaklega fyrir þá sem eru fullbólusettir. Þó eru dæmi um veikindi og ég held að svarið við þessari spurningu muni birtast okkur dag frá degi næstu vikurnar. Ef það gengur áfram jafn vel og hefur gert undanfarna daga þá er ég þeirrar skoðunar að við gætum þurft að létta hraðar.“ Með talsvert svigrúm En ef það kemur í ljós á næstu vikum að þetta er lögbrot, mun það þá ekki hafa einhverjar afleiðingar í för með sér? „Ég ætla ekkert að spá fyrir um það nákvæmlega, ég get nú bara vísað til þess sem hefur verði skrifað um þetta efni að framkvæmdavaldinu er áskilið talsvert svigrúm skulum við segja til að framkvæma þetta meðalhóf sem verður að vera til staðar. Sumum finnst það alls ekki vera til staðar núna og ég skil það alveg ágætlega en ég geng út frá því að ef áfram gengur vel þrátt fyrir þær afléttingar sem gerðar voru í síðustu viku þá sé hægt að ganga lengra og með því væri þá meðalhófi náð,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Willum Þór Þórsson mætti á ríkisráðsfund á Bessastöðum í morgun.Vísir/Vilhelm Staðan enn viðkvæm Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segist jafnframt vera ósammála þessari túlkun Sigríðar. Staðan í heilbrigðiskerfinu sé enn viðkvæm, einkum þegar horft er til sýkinga sem hafi komið upp inn á heilbrigðisstofnunum. Því þurfi að meta stöðuna jöfnum höndum. Í afléttingaráætlun stjórnvalda sem kynnt var á föstudag er miðað við að næsta skref verði tekið þann 24. febrúar og loks öllum takmörkunum aflétt 14. mars. Byggja þær dagsetningar á tillögum sóttvarnalæknis. „Ef allt gengur að óskum og gengur vel þá erum við auðvitað ekki að beita takmörkunum sem ekki skila neinu og munum aflétta fyrr,“ sagði Willum Þór Þórsson að loknum ríkisráðsfundi í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Aðgerðir stjórnvalda í trássi við sóttvarnalög Fyrrverandi dómsmálaráðherra segir ákvörðun stjórnvalda um að aflétta ekki takmörkunum að fullu í síðustu viku ekki standast lög. Nú beri ekki brýna nauðsyn til að vernda líf og heilsu manna. Um 800 tilfelli greindust í gær og í fyrradag. 31. janúar 2022 12:02 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Sjá meira
Að sögn hennar ber nú ekki brýna nauðsyn til að vernda líf og heilsu manna með frelsisskerðandi takmörkunum í samræmi við ákvæði sóttvarnalaga. „Þetta er snúið hvernig á að fara í afléttingaráformin, ég hef verið að leggja áherslu á það að þegar menn eru að þrengja persónufrelsi og atvinnufrelsi þá þarf að vera brýn nauðsyn. Þess vegna var ég þeirrar skoðunar fyrir viku síðan að við værum komin öfugum megin við línuna í þessum efnum. Í millitíðinni höfum við ráðist í tilslakanir og það hvort þær duga ræðst dálítið af því hvernig gengur dag frá degi og næstu vikur,“ sagði Bjarni að loknum ríkisráðsfundi í dag. Hann segir að það komi sér ekki á óvart að sumum þyki ekki hafa verið gengið nógu langt. „Við erum enn með gríðarlega miklar takmarkanir á samfélaginu þrátt fyrir að heilt yfir virðist þetta nýja afbrigði ekki skila sér í alvarlegum veikindum, sérstaklega fyrir þá sem eru fullbólusettir. Þó eru dæmi um veikindi og ég held að svarið við þessari spurningu muni birtast okkur dag frá degi næstu vikurnar. Ef það gengur áfram jafn vel og hefur gert undanfarna daga þá er ég þeirrar skoðunar að við gætum þurft að létta hraðar.“ Með talsvert svigrúm En ef það kemur í ljós á næstu vikum að þetta er lögbrot, mun það þá ekki hafa einhverjar afleiðingar í för með sér? „Ég ætla ekkert að spá fyrir um það nákvæmlega, ég get nú bara vísað til þess sem hefur verði skrifað um þetta efni að framkvæmdavaldinu er áskilið talsvert svigrúm skulum við segja til að framkvæma þetta meðalhóf sem verður að vera til staðar. Sumum finnst það alls ekki vera til staðar núna og ég skil það alveg ágætlega en ég geng út frá því að ef áfram gengur vel þrátt fyrir þær afléttingar sem gerðar voru í síðustu viku þá sé hægt að ganga lengra og með því væri þá meðalhófi náð,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Willum Þór Þórsson mætti á ríkisráðsfund á Bessastöðum í morgun.Vísir/Vilhelm Staðan enn viðkvæm Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segist jafnframt vera ósammála þessari túlkun Sigríðar. Staðan í heilbrigðiskerfinu sé enn viðkvæm, einkum þegar horft er til sýkinga sem hafi komið upp inn á heilbrigðisstofnunum. Því þurfi að meta stöðuna jöfnum höndum. Í afléttingaráætlun stjórnvalda sem kynnt var á föstudag er miðað við að næsta skref verði tekið þann 24. febrúar og loks öllum takmörkunum aflétt 14. mars. Byggja þær dagsetningar á tillögum sóttvarnalæknis. „Ef allt gengur að óskum og gengur vel þá erum við auðvitað ekki að beita takmörkunum sem ekki skila neinu og munum aflétta fyrr,“ sagði Willum Þór Þórsson að loknum ríkisráðsfundi í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Aðgerðir stjórnvalda í trássi við sóttvarnalög Fyrrverandi dómsmálaráðherra segir ákvörðun stjórnvalda um að aflétta ekki takmörkunum að fullu í síðustu viku ekki standast lög. Nú beri ekki brýna nauðsyn til að vernda líf og heilsu manna. Um 800 tilfelli greindust í gær og í fyrradag. 31. janúar 2022 12:02 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Sjá meira
Aðgerðir stjórnvalda í trássi við sóttvarnalög Fyrrverandi dómsmálaráðherra segir ákvörðun stjórnvalda um að aflétta ekki takmörkunum að fullu í síðustu viku ekki standast lög. Nú beri ekki brýna nauðsyn til að vernda líf og heilsu manna. Um 800 tilfelli greindust í gær og í fyrradag. 31. janúar 2022 12:02
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent