Aðgerðir stjórnvalda í trássi við sóttvarnalög Snorri Másson skrifar 31. janúar 2022 12:02 Sigríður Andersen, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Arnar Fyrrverandi dómsmálaráðherra segir ákvörðun stjórnvalda um að aflétta ekki takmörkunum að fullu í síðustu viku ekki standast lög. Nú beri ekki brýna nauðsyn til að vernda líf og heilsu manna. Um 800 tilfelli greindust í gær og í fyrradag. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokknum lýsti í síðustu viku efasemdum sínum um að svo harðar takmarkanir sem þá voru í gildi stæðust lög. Nú tekur Sigríður Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra í sama streng og gengur lengra. „Mér þykir blasa við að sá lagaáskilnaður sem kemur fram í sóttvarnalögum eins og þeim var breytt fyrir ári síðan, til að hnykkja á því grundvallaratriði að ekki sé gripið til svona aðgerða nema brýna nauðsyn beri til að vernda líf og heilsu manna, það skilyrði sé ekki fyrir hendi í dag,“ segir Sigríður. En svona að því leyti að því megi halda fram að nauðsyn þess að halda sjúkrahúskerfinu í horfinu sé sjónarmið sem þá rökstyðji að verið sé að vernda líf og heilsu manna? „Nei, ég tel nú að þessi lagaáskilnaður lúti bara að aðgerðum til að koma beint í veg fyrir útbreiðslu smita.“ Færri smit hafa verið að greinast undanfarna daga, sem ber þó ekki að skilja þannig að tilfellum fækki - þetta kann að stafa af því að af ýmsum ástæðum eru einfaldlega færri að fara í sýnatöku. „Ég hélt því fram fljótlega í upphafi þessa faraldurs að það yrði erfitt fyrir fólk að snúa úr þessu ástandi. Það er bara kannski í mannlegu eðli. En nú tel ég að keyri um þverbak, þessi þráhyggja fyrir þessum aðgerðum, og menn þurfa að líta á þetta frá víðara samhengi,“ segir Sigríður. Fundur hófst á tólfta tímanum hjá farsóttarnefnd sjúkrahússins, þar sem er til umræðu að færa spítalann af neyðarstigi og niður á óvissustig. Ragnar Freyr Ingvarsson, fyrrverandi yfirlæknir Covid-göngudeildarinnar, veltir því upp á Facebook hvort straumhvörf séu að verða í faraldrinum - spurningin hljóti að vera sú hvort hætta beri að líta á Covid-19 sem ógn við almannaheill. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Óttast að ríkið gæti verið bótaskylt dragist afléttingar á langinn Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar eru sammála um að forsendur fyrir núgildandi takmörkunum séu brostnar og mikilvægt sé að aflétta þeim sem fyrst. Þingmaður Viðreisnar telur mögulegt að ríkið gæti verið að kalla yfir sig bótaskyldu ef ekki verður aflétt tiltölulega hratt. 26. janúar 2022 19:18 Lögin skýr um að það beri að aflétta þegar forsendurnar eru brostnar Fjármálaráðherra segir að heilbrigðisráðherra beri skylda til að líta til fleiri þátta heldur en sóttvarnalæknir telur upp þegar kemur að takmörkunum. Hann bendir að þróunin sé jákvæðari en fyrri spár gerðu ráð fyrir, forsendur fyrri aðgerða séu brostnar, og því beri að aflétta. 24. janúar 2022 23:20 Forsendur harðra takmarkana séu brostnar Fjármálaráðherra telur forsendur fyrir hörðum samkomutakmörkunum brostnar. Í vikunni verði unnið að útfærslu afléttingaráætlunar. 23. janúar 2022 20:11 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokknum lýsti í síðustu viku efasemdum sínum um að svo harðar takmarkanir sem þá voru í gildi stæðust lög. Nú tekur Sigríður Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra í sama streng og gengur lengra. „Mér þykir blasa við að sá lagaáskilnaður sem kemur fram í sóttvarnalögum eins og þeim var breytt fyrir ári síðan, til að hnykkja á því grundvallaratriði að ekki sé gripið til svona aðgerða nema brýna nauðsyn beri til að vernda líf og heilsu manna, það skilyrði sé ekki fyrir hendi í dag,“ segir Sigríður. En svona að því leyti að því megi halda fram að nauðsyn þess að halda sjúkrahúskerfinu í horfinu sé sjónarmið sem þá rökstyðji að verið sé að vernda líf og heilsu manna? „Nei, ég tel nú að þessi lagaáskilnaður lúti bara að aðgerðum til að koma beint í veg fyrir útbreiðslu smita.“ Færri smit hafa verið að greinast undanfarna daga, sem ber þó ekki að skilja þannig að tilfellum fækki - þetta kann að stafa af því að af ýmsum ástæðum eru einfaldlega færri að fara í sýnatöku. „Ég hélt því fram fljótlega í upphafi þessa faraldurs að það yrði erfitt fyrir fólk að snúa úr þessu ástandi. Það er bara kannski í mannlegu eðli. En nú tel ég að keyri um þverbak, þessi þráhyggja fyrir þessum aðgerðum, og menn þurfa að líta á þetta frá víðara samhengi,“ segir Sigríður. Fundur hófst á tólfta tímanum hjá farsóttarnefnd sjúkrahússins, þar sem er til umræðu að færa spítalann af neyðarstigi og niður á óvissustig. Ragnar Freyr Ingvarsson, fyrrverandi yfirlæknir Covid-göngudeildarinnar, veltir því upp á Facebook hvort straumhvörf séu að verða í faraldrinum - spurningin hljóti að vera sú hvort hætta beri að líta á Covid-19 sem ógn við almannaheill.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Óttast að ríkið gæti verið bótaskylt dragist afléttingar á langinn Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar eru sammála um að forsendur fyrir núgildandi takmörkunum séu brostnar og mikilvægt sé að aflétta þeim sem fyrst. Þingmaður Viðreisnar telur mögulegt að ríkið gæti verið að kalla yfir sig bótaskyldu ef ekki verður aflétt tiltölulega hratt. 26. janúar 2022 19:18 Lögin skýr um að það beri að aflétta þegar forsendurnar eru brostnar Fjármálaráðherra segir að heilbrigðisráðherra beri skylda til að líta til fleiri þátta heldur en sóttvarnalæknir telur upp þegar kemur að takmörkunum. Hann bendir að þróunin sé jákvæðari en fyrri spár gerðu ráð fyrir, forsendur fyrri aðgerða séu brostnar, og því beri að aflétta. 24. janúar 2022 23:20 Forsendur harðra takmarkana séu brostnar Fjármálaráðherra telur forsendur fyrir hörðum samkomutakmörkunum brostnar. Í vikunni verði unnið að útfærslu afléttingaráætlunar. 23. janúar 2022 20:11 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira
Óttast að ríkið gæti verið bótaskylt dragist afléttingar á langinn Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar eru sammála um að forsendur fyrir núgildandi takmörkunum séu brostnar og mikilvægt sé að aflétta þeim sem fyrst. Þingmaður Viðreisnar telur mögulegt að ríkið gæti verið að kalla yfir sig bótaskyldu ef ekki verður aflétt tiltölulega hratt. 26. janúar 2022 19:18
Lögin skýr um að það beri að aflétta þegar forsendurnar eru brostnar Fjármálaráðherra segir að heilbrigðisráðherra beri skylda til að líta til fleiri þátta heldur en sóttvarnalæknir telur upp þegar kemur að takmörkunum. Hann bendir að þróunin sé jákvæðari en fyrri spár gerðu ráð fyrir, forsendur fyrri aðgerða séu brostnar, og því beri að aflétta. 24. janúar 2022 23:20
Forsendur harðra takmarkana séu brostnar Fjármálaráðherra telur forsendur fyrir hörðum samkomutakmörkunum brostnar. Í vikunni verði unnið að útfærslu afléttingaráætlunar. 23. janúar 2022 20:11