Aðgerðir stjórnvalda í trássi við sóttvarnalög Snorri Másson skrifar 31. janúar 2022 12:02 Sigríður Andersen, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Arnar Fyrrverandi dómsmálaráðherra segir ákvörðun stjórnvalda um að aflétta ekki takmörkunum að fullu í síðustu viku ekki standast lög. Nú beri ekki brýna nauðsyn til að vernda líf og heilsu manna. Um 800 tilfelli greindust í gær og í fyrradag. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokknum lýsti í síðustu viku efasemdum sínum um að svo harðar takmarkanir sem þá voru í gildi stæðust lög. Nú tekur Sigríður Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra í sama streng og gengur lengra. „Mér þykir blasa við að sá lagaáskilnaður sem kemur fram í sóttvarnalögum eins og þeim var breytt fyrir ári síðan, til að hnykkja á því grundvallaratriði að ekki sé gripið til svona aðgerða nema brýna nauðsyn beri til að vernda líf og heilsu manna, það skilyrði sé ekki fyrir hendi í dag,“ segir Sigríður. En svona að því leyti að því megi halda fram að nauðsyn þess að halda sjúkrahúskerfinu í horfinu sé sjónarmið sem þá rökstyðji að verið sé að vernda líf og heilsu manna? „Nei, ég tel nú að þessi lagaáskilnaður lúti bara að aðgerðum til að koma beint í veg fyrir útbreiðslu smita.“ Færri smit hafa verið að greinast undanfarna daga, sem ber þó ekki að skilja þannig að tilfellum fækki - þetta kann að stafa af því að af ýmsum ástæðum eru einfaldlega færri að fara í sýnatöku. „Ég hélt því fram fljótlega í upphafi þessa faraldurs að það yrði erfitt fyrir fólk að snúa úr þessu ástandi. Það er bara kannski í mannlegu eðli. En nú tel ég að keyri um þverbak, þessi þráhyggja fyrir þessum aðgerðum, og menn þurfa að líta á þetta frá víðara samhengi,“ segir Sigríður. Fundur hófst á tólfta tímanum hjá farsóttarnefnd sjúkrahússins, þar sem er til umræðu að færa spítalann af neyðarstigi og niður á óvissustig. Ragnar Freyr Ingvarsson, fyrrverandi yfirlæknir Covid-göngudeildarinnar, veltir því upp á Facebook hvort straumhvörf séu að verða í faraldrinum - spurningin hljóti að vera sú hvort hætta beri að líta á Covid-19 sem ógn við almannaheill. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Óttast að ríkið gæti verið bótaskylt dragist afléttingar á langinn Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar eru sammála um að forsendur fyrir núgildandi takmörkunum séu brostnar og mikilvægt sé að aflétta þeim sem fyrst. Þingmaður Viðreisnar telur mögulegt að ríkið gæti verið að kalla yfir sig bótaskyldu ef ekki verður aflétt tiltölulega hratt. 26. janúar 2022 19:18 Lögin skýr um að það beri að aflétta þegar forsendurnar eru brostnar Fjármálaráðherra segir að heilbrigðisráðherra beri skylda til að líta til fleiri þátta heldur en sóttvarnalæknir telur upp þegar kemur að takmörkunum. Hann bendir að þróunin sé jákvæðari en fyrri spár gerðu ráð fyrir, forsendur fyrri aðgerða séu brostnar, og því beri að aflétta. 24. janúar 2022 23:20 Forsendur harðra takmarkana séu brostnar Fjármálaráðherra telur forsendur fyrir hörðum samkomutakmörkunum brostnar. Í vikunni verði unnið að útfærslu afléttingaráætlunar. 23. janúar 2022 20:11 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokknum lýsti í síðustu viku efasemdum sínum um að svo harðar takmarkanir sem þá voru í gildi stæðust lög. Nú tekur Sigríður Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra í sama streng og gengur lengra. „Mér þykir blasa við að sá lagaáskilnaður sem kemur fram í sóttvarnalögum eins og þeim var breytt fyrir ári síðan, til að hnykkja á því grundvallaratriði að ekki sé gripið til svona aðgerða nema brýna nauðsyn beri til að vernda líf og heilsu manna, það skilyrði sé ekki fyrir hendi í dag,“ segir Sigríður. En svona að því leyti að því megi halda fram að nauðsyn þess að halda sjúkrahúskerfinu í horfinu sé sjónarmið sem þá rökstyðji að verið sé að vernda líf og heilsu manna? „Nei, ég tel nú að þessi lagaáskilnaður lúti bara að aðgerðum til að koma beint í veg fyrir útbreiðslu smita.“ Færri smit hafa verið að greinast undanfarna daga, sem ber þó ekki að skilja þannig að tilfellum fækki - þetta kann að stafa af því að af ýmsum ástæðum eru einfaldlega færri að fara í sýnatöku. „Ég hélt því fram fljótlega í upphafi þessa faraldurs að það yrði erfitt fyrir fólk að snúa úr þessu ástandi. Það er bara kannski í mannlegu eðli. En nú tel ég að keyri um þverbak, þessi þráhyggja fyrir þessum aðgerðum, og menn þurfa að líta á þetta frá víðara samhengi,“ segir Sigríður. Fundur hófst á tólfta tímanum hjá farsóttarnefnd sjúkrahússins, þar sem er til umræðu að færa spítalann af neyðarstigi og niður á óvissustig. Ragnar Freyr Ingvarsson, fyrrverandi yfirlæknir Covid-göngudeildarinnar, veltir því upp á Facebook hvort straumhvörf séu að verða í faraldrinum - spurningin hljóti að vera sú hvort hætta beri að líta á Covid-19 sem ógn við almannaheill.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Óttast að ríkið gæti verið bótaskylt dragist afléttingar á langinn Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar eru sammála um að forsendur fyrir núgildandi takmörkunum séu brostnar og mikilvægt sé að aflétta þeim sem fyrst. Þingmaður Viðreisnar telur mögulegt að ríkið gæti verið að kalla yfir sig bótaskyldu ef ekki verður aflétt tiltölulega hratt. 26. janúar 2022 19:18 Lögin skýr um að það beri að aflétta þegar forsendurnar eru brostnar Fjármálaráðherra segir að heilbrigðisráðherra beri skylda til að líta til fleiri þátta heldur en sóttvarnalæknir telur upp þegar kemur að takmörkunum. Hann bendir að þróunin sé jákvæðari en fyrri spár gerðu ráð fyrir, forsendur fyrri aðgerða séu brostnar, og því beri að aflétta. 24. janúar 2022 23:20 Forsendur harðra takmarkana séu brostnar Fjármálaráðherra telur forsendur fyrir hörðum samkomutakmörkunum brostnar. Í vikunni verði unnið að útfærslu afléttingaráætlunar. 23. janúar 2022 20:11 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
Óttast að ríkið gæti verið bótaskylt dragist afléttingar á langinn Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar eru sammála um að forsendur fyrir núgildandi takmörkunum séu brostnar og mikilvægt sé að aflétta þeim sem fyrst. Þingmaður Viðreisnar telur mögulegt að ríkið gæti verið að kalla yfir sig bótaskyldu ef ekki verður aflétt tiltölulega hratt. 26. janúar 2022 19:18
Lögin skýr um að það beri að aflétta þegar forsendurnar eru brostnar Fjármálaráðherra segir að heilbrigðisráðherra beri skylda til að líta til fleiri þátta heldur en sóttvarnalæknir telur upp þegar kemur að takmörkunum. Hann bendir að þróunin sé jákvæðari en fyrri spár gerðu ráð fyrir, forsendur fyrri aðgerða séu brostnar, og því beri að aflétta. 24. janúar 2022 23:20
Forsendur harðra takmarkana séu brostnar Fjármálaráðherra telur forsendur fyrir hörðum samkomutakmörkunum brostnar. Í vikunni verði unnið að útfærslu afléttingaráætlunar. 23. janúar 2022 20:11