Segi það aftur: Frítt í strætó Baldur Borgþórsson skrifar 31. janúar 2022 12:00 Fjögur ár. Það er sá tími sem undirritaður hefur ítrekað bent á réttu leiðina til að auka notkun á strætó. Sleppum borgarlínu, höfum frítt í strætó og spörum milljarða á ári. Ár eftir ár. Byggjum upp samgöngumannvirki fyrir alla ferðamáta. Þannig leysum við málin. Tilraunaverkefni til 12 mánaða, Frítt í Strætó, er góð leið til að auka notkun strætó og mun á sama tíma koma sér afar vel þar sem þröngt er í búi. Samhliða yrði ráðist í umbætur á leiðakerfum og sérreinum fjölgað þar sem því verður við komið. Kostnaður er óverulegur enda eru beinar tekjur strætó af fargjaldasölu innan við tveir milljarðar á ári. Verkefninu yrði fylgt eftir með sölu strætókorta á afar lágu verði, broti af því sem er í dag. Slík nálgun myndi tryggja að nær allir sæju sér hag í að vera með. Í áður innsendri grein Ókeypis í strætó í hundrað ár - Vísir (visir.is) fer ég nokkuð ítarlega yfir þennan málaflokk og hvet áhugafólk um skynsamlegar lausnir að kynna sér það sem þar kemur fram. Því miður er það svo að áform um borgarlínu eins og þau liggja fyrir munu hafa mun víðtækari neikvæð áhrif en virðist við fyrstu sýn og því er rétt að gera því skil við þessi tímamót: Flutningsgeta almennrar umferðar mun hrynja um alla borg. Gott dæmi um það er Suðurlandsbraut sem verður ein akrein í hvora akstursstefnu með borgarlínu í miðju. Flutningsgeta almennrar umferðar mun við þetta minnka um allt að 75% að mati sérfróðra. Þessi neikvæðu áhrif munu síðan endurtaka sig um borgina alla. Alls staðar þar sem borgarlína á að liggja mun flutningsgeta almennrar umferðar hrynja og keðjuverkunaráhrifa mun gæta um alla borg. Með þessum hætti er ætlunin að þvinga almenning til notkunar á strætó. Þetta eru stór orð en ekki mín heldur fulltrúa meirihluta borgarstjórnar. Að taka valkostinn af borgarbúum er þeirra lausn á málum. En áhrifanna gæti víðar. Heldur betur. Fjöldi tillagna Sjálfstæðisflokksins í borginni um að brjóta nýtt byggingaland til að mæta eftirspurn er hafnað af fulltrúum meirihluta Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar. Aftur og aftur er ekki bara skynsamlegum heldur nauðsynlegum tillögum hafnað og ávallt með sömu rökum: Að tillögurnar samræmist ekki áformum um borgarlínu. Punktur. Það þarf því engan að undra þegar horft er til stöðunnar á fasteignamarkaði borgarinnar í dag. Íbúðarhúsnæði á verði sem venjulegt fólk hefu ráð á er nær ófáanlegt og atgervisflóttinn mikill. Þúsundir samborgara okkar hefur því ekki annan kost en að festa kaup á húsnæði langt utan borgarinnar, allt austur á Hvolsvöll, vestur í Borgarnes, suður í Sandgerði og allt þar á milli. Þá tekur við að sækja vinnu til borgarinnar. Daglega. Allt þetta í nafni borgarlínu. Hversu galið er það? Nú er það vissulega fagnaðarefni að byggðir styrkist sem víðast og það er enginn vafi í mínum huga að það er gott að búa á öllum þessum stöðum. Það er hinsvegar ekki gott að þurfa að sækja vinnu um langa leið, heldur beinlínis óhagkvæmt, ófjölskylduvænt , óumhverfisvænt og síðast en ekki síst, óþarfi. Vegna þess að við eigum gnægð byggingalands í borginni. Byggingalands sem okkur ber að nýta þrátt fyrir að ,, það samræmist ekki áformum um borgarlínu.´´ Er ekki mál að linni? Er ekki kominn tími til að teknar séu ákvarðanir sem byggðar eru á skynsemi og virðingu gagnvart íbúum borgarinnar og rétti þeirra til að velja það sem hentar þeim og þeirra best hverju sinni? Ég segi það. Höfundur er varaborgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Borgþórsson Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Strætó Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Fjögur ár. Það er sá tími sem undirritaður hefur ítrekað bent á réttu leiðina til að auka notkun á strætó. Sleppum borgarlínu, höfum frítt í strætó og spörum milljarða á ári. Ár eftir ár. Byggjum upp samgöngumannvirki fyrir alla ferðamáta. Þannig leysum við málin. Tilraunaverkefni til 12 mánaða, Frítt í Strætó, er góð leið til að auka notkun strætó og mun á sama tíma koma sér afar vel þar sem þröngt er í búi. Samhliða yrði ráðist í umbætur á leiðakerfum og sérreinum fjölgað þar sem því verður við komið. Kostnaður er óverulegur enda eru beinar tekjur strætó af fargjaldasölu innan við tveir milljarðar á ári. Verkefninu yrði fylgt eftir með sölu strætókorta á afar lágu verði, broti af því sem er í dag. Slík nálgun myndi tryggja að nær allir sæju sér hag í að vera með. Í áður innsendri grein Ókeypis í strætó í hundrað ár - Vísir (visir.is) fer ég nokkuð ítarlega yfir þennan málaflokk og hvet áhugafólk um skynsamlegar lausnir að kynna sér það sem þar kemur fram. Því miður er það svo að áform um borgarlínu eins og þau liggja fyrir munu hafa mun víðtækari neikvæð áhrif en virðist við fyrstu sýn og því er rétt að gera því skil við þessi tímamót: Flutningsgeta almennrar umferðar mun hrynja um alla borg. Gott dæmi um það er Suðurlandsbraut sem verður ein akrein í hvora akstursstefnu með borgarlínu í miðju. Flutningsgeta almennrar umferðar mun við þetta minnka um allt að 75% að mati sérfróðra. Þessi neikvæðu áhrif munu síðan endurtaka sig um borgina alla. Alls staðar þar sem borgarlína á að liggja mun flutningsgeta almennrar umferðar hrynja og keðjuverkunaráhrifa mun gæta um alla borg. Með þessum hætti er ætlunin að þvinga almenning til notkunar á strætó. Þetta eru stór orð en ekki mín heldur fulltrúa meirihluta borgarstjórnar. Að taka valkostinn af borgarbúum er þeirra lausn á málum. En áhrifanna gæti víðar. Heldur betur. Fjöldi tillagna Sjálfstæðisflokksins í borginni um að brjóta nýtt byggingaland til að mæta eftirspurn er hafnað af fulltrúum meirihluta Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar. Aftur og aftur er ekki bara skynsamlegum heldur nauðsynlegum tillögum hafnað og ávallt með sömu rökum: Að tillögurnar samræmist ekki áformum um borgarlínu. Punktur. Það þarf því engan að undra þegar horft er til stöðunnar á fasteignamarkaði borgarinnar í dag. Íbúðarhúsnæði á verði sem venjulegt fólk hefu ráð á er nær ófáanlegt og atgervisflóttinn mikill. Þúsundir samborgara okkar hefur því ekki annan kost en að festa kaup á húsnæði langt utan borgarinnar, allt austur á Hvolsvöll, vestur í Borgarnes, suður í Sandgerði og allt þar á milli. Þá tekur við að sækja vinnu til borgarinnar. Daglega. Allt þetta í nafni borgarlínu. Hversu galið er það? Nú er það vissulega fagnaðarefni að byggðir styrkist sem víðast og það er enginn vafi í mínum huga að það er gott að búa á öllum þessum stöðum. Það er hinsvegar ekki gott að þurfa að sækja vinnu um langa leið, heldur beinlínis óhagkvæmt, ófjölskylduvænt , óumhverfisvænt og síðast en ekki síst, óþarfi. Vegna þess að við eigum gnægð byggingalands í borginni. Byggingalands sem okkur ber að nýta þrátt fyrir að ,, það samræmist ekki áformum um borgarlínu.´´ Er ekki mál að linni? Er ekki kominn tími til að teknar séu ákvarðanir sem byggðar eru á skynsemi og virðingu gagnvart íbúum borgarinnar og rétti þeirra til að velja það sem hentar þeim og þeirra best hverju sinni? Ég segi það. Höfundur er varaborgarfulltrúi.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun