Börn skila sér illa til tannlækna Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. janúar 2022 13:06 Tannlæknar hafa áhyggjur af því að þúsundir barna skili sér ekki til tannlækna í tanneftirlit. Talið er að þetta séu um 5 þúsund börn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Tannlæknar hafa verulegar áhyggjur af því að þúsundir barna skili sér ekki í reglulegt eftirlit til tannlækna. Á sama tíma eru tannlækningar barna ókeypis fyrir utan árlegt 2.500 krónu komugjald sem greitt er einu sinni á 12 mánaða tímabili. Embætti landlæknis og Tannlæknafélag Íslands standa fyrir tannverndarviku, sem hefst á morgun og stendur til 4. febrúar, með skilaboðum til landsmanna um að huga vel að tannheilsunni. Þá á að koma þeim skilaboðum skýrt á framfæri að tannlækningar barna eru svo til gjaldfrjálsar. Þrátt fyrir gjaldfrjálsar tannlækningar barna yngri en 18 ára þá hafa tannlæknar áhyggjur af því hvað mörg börn mæta aldrei til tannlækna í reglulegt eftirlit. Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir er formaður Tannlæknafélags Íslands „Kerfið er þannig á Íslandi að öll börn eiga rétt á tannlæknaþjónustu og hún er gjaldfrjáls að undanskildum 2.500 krónum, sem eru greiddar bara einu sinni á ári. Við köllum þetta komugjald en það er kannski rangnefni því þetta er bara greitt einu sinni á ári, þetta er ekki greitt í hverri komu. Það er náttúrlega áburðahluti foreldranna að koma með börnin í þetta reglulega eftirlit og sinna þessu,“ segir Jóhanna Bryndís. Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands. Embætti landlæknis og Tannlæknafélag Íslands standa fyrir tannverndarviku dagana 31. janúar - 4. febrúar með skilaboðum til landsmanna um að huga vel að tannheilsunni.Aðsend Jóhanna Bryndís segir að það sé nokkuð vel vitað hvað hópurinn er stór af börnum, sem koma aldrei í eftirlit til tannlækna. „Já, við teljum að þetta séu jafnvel hátt í fimm þúsund börn á Íslandi, sem koma ekki í árlegt eftirlit.“ Börn af erlendum uppruna skila sér líka illa til tannlækna. „Þetta er ört stækkandi hópur á Íslandi þar sem íslenska er ekki móðurmál foreldranna og þá er bara virkilega mikilvægt að fræðslan og forvarnirnar séu á þeim tungumálum, sem að þau skilja. Það eru öll börn velkomin til tannlækna á Íslandi,“ segir formaður Tannlæknafélags Íslands. Nánari upplýsingar um tannverndarvikuna 2022 Í tannverndarviku er foreldrum og forráðamönnum bent á að kostnaður vegna almennra tannlækninga barna er greiddur af Sjúkratryggingum Íslands, fyrir utan 2.500 kr. árlegt komugjald sem greitt er einu sinni á 12 mánaða tímabili. Gjaldfrjálsar tannlækningar ná yfir eftirlit, forvarnir, flúormeðferð, skorufyllur, tannfyllingar, rótfyllingar og annað sem telst til nauðsynlegra tannlækninga barna yngri en 18 ára.Magnús Hlynur Hreiðarsson Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira
Embætti landlæknis og Tannlæknafélag Íslands standa fyrir tannverndarviku, sem hefst á morgun og stendur til 4. febrúar, með skilaboðum til landsmanna um að huga vel að tannheilsunni. Þá á að koma þeim skilaboðum skýrt á framfæri að tannlækningar barna eru svo til gjaldfrjálsar. Þrátt fyrir gjaldfrjálsar tannlækningar barna yngri en 18 ára þá hafa tannlæknar áhyggjur af því hvað mörg börn mæta aldrei til tannlækna í reglulegt eftirlit. Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir er formaður Tannlæknafélags Íslands „Kerfið er þannig á Íslandi að öll börn eiga rétt á tannlæknaþjónustu og hún er gjaldfrjáls að undanskildum 2.500 krónum, sem eru greiddar bara einu sinni á ári. Við köllum þetta komugjald en það er kannski rangnefni því þetta er bara greitt einu sinni á ári, þetta er ekki greitt í hverri komu. Það er náttúrlega áburðahluti foreldranna að koma með börnin í þetta reglulega eftirlit og sinna þessu,“ segir Jóhanna Bryndís. Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands. Embætti landlæknis og Tannlæknafélag Íslands standa fyrir tannverndarviku dagana 31. janúar - 4. febrúar með skilaboðum til landsmanna um að huga vel að tannheilsunni.Aðsend Jóhanna Bryndís segir að það sé nokkuð vel vitað hvað hópurinn er stór af börnum, sem koma aldrei í eftirlit til tannlækna. „Já, við teljum að þetta séu jafnvel hátt í fimm þúsund börn á Íslandi, sem koma ekki í árlegt eftirlit.“ Börn af erlendum uppruna skila sér líka illa til tannlækna. „Þetta er ört stækkandi hópur á Íslandi þar sem íslenska er ekki móðurmál foreldranna og þá er bara virkilega mikilvægt að fræðslan og forvarnirnar séu á þeim tungumálum, sem að þau skilja. Það eru öll börn velkomin til tannlækna á Íslandi,“ segir formaður Tannlæknafélags Íslands. Nánari upplýsingar um tannverndarvikuna 2022 Í tannverndarviku er foreldrum og forráðamönnum bent á að kostnaður vegna almennra tannlækninga barna er greiddur af Sjúkratryggingum Íslands, fyrir utan 2.500 kr. árlegt komugjald sem greitt er einu sinni á 12 mánaða tímabili. Gjaldfrjálsar tannlækningar ná yfir eftirlit, forvarnir, flúormeðferð, skorufyllur, tannfyllingar, rótfyllingar og annað sem telst til nauðsynlegra tannlækninga barna yngri en 18 ára.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira