„Viljum ekki standa í vegi fyrir þróun okkar leikmanna og þjálfara almennt“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. janúar 2022 08:01 Jóhannes Karl er ekki lengur þjálfari ÍA. vísir/bára Eggert Ingólfur Herbertsson, formaður knattspyrnudeildar ÍA, segir félagið ekki vilja standa í vegi fyrir þróun leikmanna eða þjálfara félagsins. Þetta kom fram í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu 977 í gær. Jóhannes Karl Guðjónsson var á dögunum ráðinn sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu. Í kjölfarið sagði hann starfi sínu sem þjálfari ÍA í efstu deild karla lausu. ÍA er því nú í þjálfaraleit en samkvæmt formanni knattspyrnudeildar félagsins vill það ekki standa í vegi fyrir frama leikmanna né þjálfara þess. Eggert Ingólfur ræddi við þá Elvar Geir Magnússon og Benedikt Bóas Hinriksson í gær. „Við heyrðum slúður í fjölmiðlum fyrir þremur vikum síðan. Formaður Knattspyrnusambands Íslands hefur samband við okkur á þriðjudaginn í þar síðustu viku og biður um heimild að ræða við Jóhannes Karl, við að sjálfsögðu veitum þá heimild. Þetta klárast ekki fyrr en um hádegi á miðvikudaginn var og við tilkynnum leikmönnum þetta síðdegis sama dag.“ „Við viljum ekki standa í vegi fyrir fólki sem villa taka skref sem það telur vera fram á við. Mér persónulega fannst Jóhannes Karl vera í besta starfi í íslenskum fótbolta, ef til vill eru ekki allir sammála því,“ sagði Eggert Ingólfur við þá Elvar Geir og Benedikt Bóas en hann staðfesti einnig að í samningi Jóhannes Karls hafi veri klásúla þess efnis að þjálfarinn hafi mátt ræða við KSÍ ef til þess kæmi. „Þetta var mjög fagmannlega gert af hálfu KSÍ, tímasetningin er hins vegar vissulega vond eins og við vitum öll. KSÍ var mjög faglegt og formaður KSÍ, hún er ekki að fá mikið hól í fjölmiðlum, ég get alveg hælt henni fyrir okkar samskipti, þau voru mjög góð og fagleg,“ sagði Eggert Ingólfur um samskipti sín og Vöndu Sigurgeirsdóttur, formanns KSÍ. Eggert Ingólfur staðfesti að endingu að KSÍ þurfi að borga ÍA til að losa Jóhannes Karl undan samningi en hann hafi þó ekki viljað gefa upp hversu há upphæðin var. Þá óskaði hann Jóhannesi Karli góðs gengis í nýju starfi og sagði styttast í að ÍA myndi tilkynna eftirmann hans. Pepsi Max deildir karla og kvenna eru á Stöð 2 Sport. Deildirnar eru hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla ÍA X977 Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira
Jóhannes Karl Guðjónsson var á dögunum ráðinn sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu. Í kjölfarið sagði hann starfi sínu sem þjálfari ÍA í efstu deild karla lausu. ÍA er því nú í þjálfaraleit en samkvæmt formanni knattspyrnudeildar félagsins vill það ekki standa í vegi fyrir frama leikmanna né þjálfara þess. Eggert Ingólfur ræddi við þá Elvar Geir Magnússon og Benedikt Bóas Hinriksson í gær. „Við heyrðum slúður í fjölmiðlum fyrir þremur vikum síðan. Formaður Knattspyrnusambands Íslands hefur samband við okkur á þriðjudaginn í þar síðustu viku og biður um heimild að ræða við Jóhannes Karl, við að sjálfsögðu veitum þá heimild. Þetta klárast ekki fyrr en um hádegi á miðvikudaginn var og við tilkynnum leikmönnum þetta síðdegis sama dag.“ „Við viljum ekki standa í vegi fyrir fólki sem villa taka skref sem það telur vera fram á við. Mér persónulega fannst Jóhannes Karl vera í besta starfi í íslenskum fótbolta, ef til vill eru ekki allir sammála því,“ sagði Eggert Ingólfur við þá Elvar Geir og Benedikt Bóas en hann staðfesti einnig að í samningi Jóhannes Karls hafi veri klásúla þess efnis að þjálfarinn hafi mátt ræða við KSÍ ef til þess kæmi. „Þetta var mjög fagmannlega gert af hálfu KSÍ, tímasetningin er hins vegar vissulega vond eins og við vitum öll. KSÍ var mjög faglegt og formaður KSÍ, hún er ekki að fá mikið hól í fjölmiðlum, ég get alveg hælt henni fyrir okkar samskipti, þau voru mjög góð og fagleg,“ sagði Eggert Ingólfur um samskipti sín og Vöndu Sigurgeirsdóttur, formanns KSÍ. Eggert Ingólfur staðfesti að endingu að KSÍ þurfi að borga ÍA til að losa Jóhannes Karl undan samningi en hann hafi þó ekki viljað gefa upp hversu há upphæðin var. Þá óskaði hann Jóhannesi Karli góðs gengis í nýju starfi og sagði styttast í að ÍA myndi tilkynna eftirmann hans. Pepsi Max deildir karla og kvenna eru á Stöð 2 Sport. Deildirnar eru hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Pepsi Max deildir karla og kvenna eru á Stöð 2 Sport. Deildirnar eru hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla ÍA X977 Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira