Afturelding á botni deildarinnar og það stefndi lengi vel í þægilega sigur heimakvenna þar sem HK náði góðri forystu um miðbik leiksins.
Botnliðið var þó ekki á því að gefast upp og náði að minnka muninn í eitt mark þegar skammt var eftir af leiknum en fór að lokum svo að HK vann tveggja marka sigur, 31-29.
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir fór fyrir sóknarleik HK þar sem hún skoraði ellefu mörk. Sylvía Björt Blöndal var markahæst í liði Aftureldingar; einnig með ellefu mörk.