Mæðgum vísað úr Hundaræktarfélaginu í fimmtán ár Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. janúar 2022 14:19 Mæðgurnar hafa ræktað Schäferhunda undir ræktunarnafninu Gjóska. Getty/Finnbarr Webster Mæðgum, sem ræktað hafa Schäferhunda um árabil, hefur verið vísað úr Hundaræktarfélagi Íslands í fimmtán ár meðal annars fyrir að hafa falsað ættbókarskráningar. Þær hafa sömuleiðis verið sviptar ættbókarskírteini og ræktunarnafni þeirra. Þetta úrskurðaði siðanefnd Hundaræktarfélags Íslands, HRFÍ, 25. janúar síðastliðinn. Daginn áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur vísað máli kvennanna frá dómi en þær höfðu kært nefndarmenn siðanefndarinnar og stjórnarmenn HRFÍ vegna málsins. Héraðsdómur mat margar dómskröfur mæðgnanna óskýrar og vanreifaðar og ekki eiga við dómstóla. Mæðgurnar hafa verið með Schäferræktunina Gjósku undanfarin ár. Siðanefnd HRFÍ vísar þeim úr félaginu fyrir ýmis brot. Það fyrsta, að hafa skráð vísvitandi ranga ræktunartík á eitt, tvö eða þrjú pörunarvottorð við umsókn um ættbókarskráningu gota. Það hafi haft þær afleiðingar að útgefnar ættbækur þriggja gota voru efnislega rangar. Gerðust sekar um fölsun og kosningasvindl Með því hafi þær brotið gróflega gegn markmiðum félagsins, brotið trúnað sem ræktendur, skaðað ættbók félagsins, unnið gegn því og valdið félaginu skaða. Þá hafi þær brotið gegn skyldum sínum sem ræktendur með því að hafa ekki mætt með hunda úr ræktun sinni í lífsýnatöku til sönnunar á ætterni, sem fram fór að kröfu félagsins. Konurnar hfai sömuleiðis neitað að gefa upplýsingar eða svara fyrirspurnum framkvæmdastjóra félagsins með útúrsnúningum í tölvupósti. Þær hafi þá sakað framkvæmdastjórann um refsiverða háttsetmi og varpað rýrð á störf hans með meiðyrðum. Þá hafi þær gerst sekar um fölsun og kosningasvindl með því að hafa tilkynnt til félagsins eigendaskipti á tík úr ræktun sinni. Tíkin hafi hins vegar verið aflífuð ári áður og tilgangur fölsuninnar sú að veita sambýlismanni dótturinnar kjörgengi og atkvæðisrétt á aðalfundi Schäferdeildar félagsins, sem hann átti ekki rétt til samkvæmt reglum félagsins. Þær hafi sömuleiðis gerst brotlega með því að para rakka við tík, sem ekki var ættbókarfærð hjá HRFÍ. Hafi gert lítið úr alvarleika málsins og sýnt einbeittan brotavilja Siðanefnd mat það svo að mæðgurnar ættu sér litlar málsbætur. Háttsemi þeirra hafi verið einkar ófyrirleitin og til þess fallin að valda félaginu og eigendum hunda í þeim gotum, sem rannsókn beindist að, óþægindum, ama og tjóni. Málatilbúnaður þeirra og framsetning fyrir siðanefnd hafi að stærstu leyti fallist í staðlausum, fjarstæðukenndum eða beinlínis villandi staðhæfingum, tilhæfulausum kröfum um málsmeðferð og talinn verulega ámælisverður. Þær hafi ítrekað dregið úr alvarleika málsins, gert lítið úr kæruefninu og lögum og reglum félagsins. Siðanefnd mat það svo að alvarleiki brota mæðgnanna og einbeittur ásetningur þeirra til að brjóta lög félagsins og torvelda rannsókn félagsins varði brottvísun og útilokun úr starfi félagsins að fullu. Hundar Dýraheilbrigði Stjórnsýsla Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira
Þetta úrskurðaði siðanefnd Hundaræktarfélags Íslands, HRFÍ, 25. janúar síðastliðinn. Daginn áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur vísað máli kvennanna frá dómi en þær höfðu kært nefndarmenn siðanefndarinnar og stjórnarmenn HRFÍ vegna málsins. Héraðsdómur mat margar dómskröfur mæðgnanna óskýrar og vanreifaðar og ekki eiga við dómstóla. Mæðgurnar hafa verið með Schäferræktunina Gjósku undanfarin ár. Siðanefnd HRFÍ vísar þeim úr félaginu fyrir ýmis brot. Það fyrsta, að hafa skráð vísvitandi ranga ræktunartík á eitt, tvö eða þrjú pörunarvottorð við umsókn um ættbókarskráningu gota. Það hafi haft þær afleiðingar að útgefnar ættbækur þriggja gota voru efnislega rangar. Gerðust sekar um fölsun og kosningasvindl Með því hafi þær brotið gróflega gegn markmiðum félagsins, brotið trúnað sem ræktendur, skaðað ættbók félagsins, unnið gegn því og valdið félaginu skaða. Þá hafi þær brotið gegn skyldum sínum sem ræktendur með því að hafa ekki mætt með hunda úr ræktun sinni í lífsýnatöku til sönnunar á ætterni, sem fram fór að kröfu félagsins. Konurnar hfai sömuleiðis neitað að gefa upplýsingar eða svara fyrirspurnum framkvæmdastjóra félagsins með útúrsnúningum í tölvupósti. Þær hafi þá sakað framkvæmdastjórann um refsiverða háttsetmi og varpað rýrð á störf hans með meiðyrðum. Þá hafi þær gerst sekar um fölsun og kosningasvindl með því að hafa tilkynnt til félagsins eigendaskipti á tík úr ræktun sinni. Tíkin hafi hins vegar verið aflífuð ári áður og tilgangur fölsuninnar sú að veita sambýlismanni dótturinnar kjörgengi og atkvæðisrétt á aðalfundi Schäferdeildar félagsins, sem hann átti ekki rétt til samkvæmt reglum félagsins. Þær hafi sömuleiðis gerst brotlega með því að para rakka við tík, sem ekki var ættbókarfærð hjá HRFÍ. Hafi gert lítið úr alvarleika málsins og sýnt einbeittan brotavilja Siðanefnd mat það svo að mæðgurnar ættu sér litlar málsbætur. Háttsemi þeirra hafi verið einkar ófyrirleitin og til þess fallin að valda félaginu og eigendum hunda í þeim gotum, sem rannsókn beindist að, óþægindum, ama og tjóni. Málatilbúnaður þeirra og framsetning fyrir siðanefnd hafi að stærstu leyti fallist í staðlausum, fjarstæðukenndum eða beinlínis villandi staðhæfingum, tilhæfulausum kröfum um málsmeðferð og talinn verulega ámælisverður. Þær hafi ítrekað dregið úr alvarleika málsins, gert lítið úr kæruefninu og lögum og reglum félagsins. Siðanefnd mat það svo að alvarleiki brota mæðgnanna og einbeittur ásetningur þeirra til að brjóta lög félagsins og torvelda rannsókn félagsins varði brottvísun og útilokun úr starfi félagsins að fullu.
Hundar Dýraheilbrigði Stjórnsýsla Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira