Spánverjar í úrslit eftir sætan sigur á Dönum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. janúar 2022 18:59 Spánverjar eru mættir í úrslit Evrópumótsins. EPA-EFE/Tibor Illyes Evrópumeistarar Spánar gerði sér lítið fyrir og lögðu heimsmeistara Danmerkur í undanúrslitum Evrópumótsins í handbolta, Íslendingum til mikillar gleði. Lokatölur 29-25 og Spánn komið í úrslit þriðja Evrópumótið í röð. Eftir að Danir virtust einfaldlega leggja árar í bát gegn Frakklandi og tapa leiknum í kjölfarið með einu marki var ljóst að Ísland kæmist ekki í undanúrslit EM. Íslenska þjóðin tók tapinu misvel og mörg hver gengu langt yfir strikið, flest vonuðust þó til að danska liðið myndi súpa seyðið af hruninu gegn Frakklandi í undanúrslitum sem það og gerði. Danir byrjuðu leikinn reyndar betur og komust fjórum mörkum yfir snemma leiks. Spánverjar voru ekki á því að gefast upp og tókst á endanum að minnka muninn niður í aðeins eitt mark áður en fyrri hálfleikur var úti, staðan 14-13 Dönum í vil er flautað var til hálfleiks. Skillz from @mikkelhansen24 @dhf_haandbold #ehfeuro2022 #watchgamesseemore pic.twitter.com/sAIPgqRKje— EHF EURO (@EHFEURO) January 28, 2022 Ekki leið langur tími þangað til dæmið snerist við í síðari hálfleik. Allt í einu voru Spánverjar komnir með yfirhöndina og létu þeir hana alls ekki af hendi. Gonzalo Pérez de Vargas hrökk í gírinn í marki Spánverja og varði hvert skotið á fætur öðru, á sama tíma raðaði Aleix Gómez Abelló inn mörkum á hinum enda vallarins og fór það svo að Spánn tryggði sér sæti í úrslitum Evrópumótsins í handbolta. Incredible goal by @aleixgomez11 @RFEBalonmano #ehfeuro2022 #watchgamesseemore pic.twitter.com/yvMsJ9ZAIq— EHF EURO (@EHFEURO) January 28, 2022 Er þetta í þriðja skiptið í röð sem Spánverjar komast í úrslit EM í handbolta. Síðar í kvöld kemur svo í ljós hvort andstæðingurinn þar verður Frakkland eða Svíþjóð. Aleix Gómez Abelló skoraði 11 mörk í liði Spánar, þar á eftir kom Joan Cañellas Reixach með sjö mörk. Þá varði Gonzalo Vargas 14 skot í markinu, þar af fjölda dauðafæra í síðari hálfleik. Can you believe the saves @PerezdVargas is making? @RFEBalonmano #ehfeuro2022 #watchgamesseemore pic.twitter.com/8pIXA3ZeCw— EHF EURO (@EHFEURO) January 28, 2022 Hjá Dönum var Mikkel Hansen markahæstur með átta mörk ásamt því að leggja upp nokkur til viðbótar. Handbolti EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira
Eftir að Danir virtust einfaldlega leggja árar í bát gegn Frakklandi og tapa leiknum í kjölfarið með einu marki var ljóst að Ísland kæmist ekki í undanúrslit EM. Íslenska þjóðin tók tapinu misvel og mörg hver gengu langt yfir strikið, flest vonuðust þó til að danska liðið myndi súpa seyðið af hruninu gegn Frakklandi í undanúrslitum sem það og gerði. Danir byrjuðu leikinn reyndar betur og komust fjórum mörkum yfir snemma leiks. Spánverjar voru ekki á því að gefast upp og tókst á endanum að minnka muninn niður í aðeins eitt mark áður en fyrri hálfleikur var úti, staðan 14-13 Dönum í vil er flautað var til hálfleiks. Skillz from @mikkelhansen24 @dhf_haandbold #ehfeuro2022 #watchgamesseemore pic.twitter.com/sAIPgqRKje— EHF EURO (@EHFEURO) January 28, 2022 Ekki leið langur tími þangað til dæmið snerist við í síðari hálfleik. Allt í einu voru Spánverjar komnir með yfirhöndina og létu þeir hana alls ekki af hendi. Gonzalo Pérez de Vargas hrökk í gírinn í marki Spánverja og varði hvert skotið á fætur öðru, á sama tíma raðaði Aleix Gómez Abelló inn mörkum á hinum enda vallarins og fór það svo að Spánn tryggði sér sæti í úrslitum Evrópumótsins í handbolta. Incredible goal by @aleixgomez11 @RFEBalonmano #ehfeuro2022 #watchgamesseemore pic.twitter.com/yvMsJ9ZAIq— EHF EURO (@EHFEURO) January 28, 2022 Er þetta í þriðja skiptið í röð sem Spánverjar komast í úrslit EM í handbolta. Síðar í kvöld kemur svo í ljós hvort andstæðingurinn þar verður Frakkland eða Svíþjóð. Aleix Gómez Abelló skoraði 11 mörk í liði Spánar, þar á eftir kom Joan Cañellas Reixach með sjö mörk. Þá varði Gonzalo Vargas 14 skot í markinu, þar af fjölda dauðafæra í síðari hálfleik. Can you believe the saves @PerezdVargas is making? @RFEBalonmano #ehfeuro2022 #watchgamesseemore pic.twitter.com/8pIXA3ZeCw— EHF EURO (@EHFEURO) January 28, 2022 Hjá Dönum var Mikkel Hansen markahæstur með átta mörk ásamt því að leggja upp nokkur til viðbótar.
Handbolti EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira