Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍBV 24-26 | Áttundi sigur ÍBV í röð Andri Már Eggertsson skrifar 29. janúar 2022 16:11 Sigrinum i dag fagnað. Vísir/Hulda Margrét ÍBV vann sinn áttunda sigur í röð í öllum keppnum. Fyrri hálfleikur ÍBV var frábær og héldu gestirnir sjó í seinni hálfleik sem skilaði sér í tveggja marka sigri á Fram 24-26. Fyrri hálfleikur ÍBV var nánast gallalaus. ÍBV setti tóninn strax í upphafi leiks og náði strax 1-4 forystu. Þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður tók Stefán Arnarson, þjálfari Fram, leikhlé. Heimakonur skoruðu þrjú mörk í röð og minnkuðu leikinn niður í 6-8. ÍBV átti svör við öllu sem Fram reyndi að gera sóknarlega. Marta Wawrzynkowska, markmaður ÍBV, varði átta skot og vörn Eyjakvenna var vel skipulögð sem Fram átti fá svör við. Það vakti athygli að markahæsti leikmaður Fram, Ragnheiður Júlíusdóttir, byrjaði á bekknum en kom inn á eftir korter. ÍBV var fimm mörkum yfir í hálfleik 12-17. Þetta var í fyrsta skiptið á tímabilinu þar sem Fram fær á sig sautján mörk í fyrri hálfleik. Það var gaman að sjá Anton Gylfa Pálsson og Jónas Elíasson dæma leikinn. Fyrr í mánuðinum höfðu þeir verið að dæma á Evrópumótinu en þurftu að hætta því þar sem Anton Gylfi Pálsson fékk Kórónuveiruna. Það var allt annað að sjá Fram í seinni hálfleik. Vörnin var töluvert betri sem skilaði sér þar sem ÍBV skoraði aðeins níu mörk í seinni hálfleik. Síðustu mínúturnar voru æsispennandi. Eftir að heimakonur höfðu mikið fyrir því að saxa á forskot ÍBV voru þær sjálfum sér verstar og fóru afar illa með sín tækifæri. Undir lokin klikkaði Fram á tveimur skotum fyrir opnu marki sem reyndist afar dýrt þegar upp var staðið. ÍBV vann á endanum tveggja marka sigur 24-26. Af hverju vann ÍBV? Fyrri hálfleikur ÍBV var stórkostlegur. Sóknarleikur ÍBV var frábær sem skilaði sér í sautján mörkum sem er það mesta sem Fram hefur fengið á sig í fyrri hálfleik á tímabilinu. Hverjar stóðu upp úr? Marta Wawrzynkowska, markmaður ÍBV, var sú besta á vellinum. Marta varði vel gegnum gangandi allan leikinn og endaði með átján varin skot. Harpa Valey Gylfadóttir var markahæst í ÍBV með 7 mörk. Hvað gekk illa? Fram átti afar erfitt uppdráttar í dag. Heimakonur fundu sig aldrei í fyrri hálfleik á báðum endum vallarins. Fram minnkaði leikinn niður í tvö mörk í seinni hálfleik en þá tók við sama andleysið og í fyrri hálfleik sem endurspeglaðist í afar klaufalegum mistökum. Hvað gerist næst? Næsta miðvikudag mætast ÍBV og Valur í Vestmannaeyjum klukkan 18:00. Laugardaginn eftir viku mætast Fram og Stjarnan í Safarmýrinni klukkan 14:00. Stefán Arnarson: Við spiluðum enga vörn í fyrri hálfleik Stefán Arnarson, þjálfari Fram, var svekktur eftir leikVÍSIR/HAG Stefán Arnarson, þjálfari Fram, var afar svekktur með tap dagsins. „ÍBV var betra liðið á flestum sviðum í dag, við spiluðum enga vörn í fyrri hálfleik en löguðum það í seinni hálfleik þar sem við fengum á okkur níu mörk. Sóknarleikurinn var lélegur allan leikinn og klikkuðum við á dauðafærum undir lokin sem hefði getað breytt leiknum,“ sagði Stefán svekktur eftir leik. Stefán var afar svekktur með fyrri hálfleik Fram á báðum endum vallarins. „Það var ekkert í leik ÍBV sem kom okkur á óvart, við höfum verið að glíma við erfiðleika sem sýndi sig í þessum leik.“ Stefán vildi ekki tjá sig hvers vegna Ragnheiður Júlíusdóttir byrjaði á bekknum en kom inn á þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Olís-deild kvenna Fram ÍBV
ÍBV vann sinn áttunda sigur í röð í öllum keppnum. Fyrri hálfleikur ÍBV var frábær og héldu gestirnir sjó í seinni hálfleik sem skilaði sér í tveggja marka sigri á Fram 24-26. Fyrri hálfleikur ÍBV var nánast gallalaus. ÍBV setti tóninn strax í upphafi leiks og náði strax 1-4 forystu. Þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður tók Stefán Arnarson, þjálfari Fram, leikhlé. Heimakonur skoruðu þrjú mörk í röð og minnkuðu leikinn niður í 6-8. ÍBV átti svör við öllu sem Fram reyndi að gera sóknarlega. Marta Wawrzynkowska, markmaður ÍBV, varði átta skot og vörn Eyjakvenna var vel skipulögð sem Fram átti fá svör við. Það vakti athygli að markahæsti leikmaður Fram, Ragnheiður Júlíusdóttir, byrjaði á bekknum en kom inn á eftir korter. ÍBV var fimm mörkum yfir í hálfleik 12-17. Þetta var í fyrsta skiptið á tímabilinu þar sem Fram fær á sig sautján mörk í fyrri hálfleik. Það var gaman að sjá Anton Gylfa Pálsson og Jónas Elíasson dæma leikinn. Fyrr í mánuðinum höfðu þeir verið að dæma á Evrópumótinu en þurftu að hætta því þar sem Anton Gylfi Pálsson fékk Kórónuveiruna. Það var allt annað að sjá Fram í seinni hálfleik. Vörnin var töluvert betri sem skilaði sér þar sem ÍBV skoraði aðeins níu mörk í seinni hálfleik. Síðustu mínúturnar voru æsispennandi. Eftir að heimakonur höfðu mikið fyrir því að saxa á forskot ÍBV voru þær sjálfum sér verstar og fóru afar illa með sín tækifæri. Undir lokin klikkaði Fram á tveimur skotum fyrir opnu marki sem reyndist afar dýrt þegar upp var staðið. ÍBV vann á endanum tveggja marka sigur 24-26. Af hverju vann ÍBV? Fyrri hálfleikur ÍBV var stórkostlegur. Sóknarleikur ÍBV var frábær sem skilaði sér í sautján mörkum sem er það mesta sem Fram hefur fengið á sig í fyrri hálfleik á tímabilinu. Hverjar stóðu upp úr? Marta Wawrzynkowska, markmaður ÍBV, var sú besta á vellinum. Marta varði vel gegnum gangandi allan leikinn og endaði með átján varin skot. Harpa Valey Gylfadóttir var markahæst í ÍBV með 7 mörk. Hvað gekk illa? Fram átti afar erfitt uppdráttar í dag. Heimakonur fundu sig aldrei í fyrri hálfleik á báðum endum vallarins. Fram minnkaði leikinn niður í tvö mörk í seinni hálfleik en þá tók við sama andleysið og í fyrri hálfleik sem endurspeglaðist í afar klaufalegum mistökum. Hvað gerist næst? Næsta miðvikudag mætast ÍBV og Valur í Vestmannaeyjum klukkan 18:00. Laugardaginn eftir viku mætast Fram og Stjarnan í Safarmýrinni klukkan 14:00. Stefán Arnarson: Við spiluðum enga vörn í fyrri hálfleik Stefán Arnarson, þjálfari Fram, var svekktur eftir leikVÍSIR/HAG Stefán Arnarson, þjálfari Fram, var afar svekktur með tap dagsins. „ÍBV var betra liðið á flestum sviðum í dag, við spiluðum enga vörn í fyrri hálfleik en löguðum það í seinni hálfleik þar sem við fengum á okkur níu mörk. Sóknarleikurinn var lélegur allan leikinn og klikkuðum við á dauðafærum undir lokin sem hefði getað breytt leiknum,“ sagði Stefán svekktur eftir leik. Stefán var afar svekktur með fyrri hálfleik Fram á báðum endum vallarins. „Það var ekkert í leik ÍBV sem kom okkur á óvart, við höfum verið að glíma við erfiðleika sem sýndi sig í þessum leik.“ Stefán vildi ekki tjá sig hvers vegna Ragnheiður Júlíusdóttir byrjaði á bekknum en kom inn á þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður.
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti