Fjallar um íslenska handboltaævintýrið: „Eins og ef Bergen ætti eitt besta handboltalið heims“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. janúar 2022 11:02 Íslendingar fagna sigrinum á Svartfellingum í fyrradag. getty/Uros Hocevar Norski blaðamaðurinn Stig Nygård fjallar um íslenska handboltaævintýrið í pistli á TV 2 í dag. Þar segir árangur Íslands á alþjóða vísu ótrúlegan og svipaðan því ef borgin Björgvin ætti eitt besta landslið heims. Ísland mætir Noregi í leiknum um 5. sætið á Evrópumótinu í dag. Eftir erfið ár virðist íslenska liðið vera komið aftur í fremstu röð og sama hvernig fer í dag er það búið að ná sínum besta árangri síðan 2014. Í pistli sínum segir Nygård árangur Íslands aðdáunarverðan, sérstaklega í ljósi fámennisins hér á landi. Hann líkir þessu við að Björgvin ætti eitt besta landslið heims. Nygård stillir upp úrvalsliði leikmanna frá Björgvin og óhætt er að segja að það sé ekki beint ógnvekjandi á blaði. Eiga mun fleiri í bestu deildunum en Noregur „Aðeins hundrað þúsund fleiri búa á Íslandi en í Björgvin en ef þú tekur allt svæðið í kring hefur Björgvin úr fleirum að velja. Það sýnir hversu mikið ævintýri íslenski handboltinn er,“ skrifar Nygård. „Ísland er með um þrjátíu leikmenn í sterkustu deildum Evrópu. Til samanburðar er Björgvin með Harald Reinkind í Kiel og Eivind Tangen í Skjern. Noregur, með sínar fimm milljónir íbúa, á ekki einu sinni tuttugu leikmenn í sterkustu deildum Evrópu.“ Nygård bendir líka á að íslensku leikmennirnir geri það gott með sínum félagsliðum. Til marks um það hafi Íslendingur orðið markakóngur í þýsku úrvalsdeildinni tvö ár í röð. Ennfremur segir Nygård að góður árangur Íslands á handboltasviðinu sé ekki nýr af nálinni. Ísland hafi verið í fremstu röð síðan á 9. áratug síðustu aldar. Eiga nóg eftir Nygård segir að fyrir utan nokkra eigi flestir leikmenn íslenska liðsins enn eftir að toppa og segir að Magdeburg-mennirnir Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson muni vera í fremstu röð á alþjóða vísu næstu tíu árin svo lengi sem þeir haldist heilir. Ómar var í 19. sæti á lista Nygårds yfir bestu handboltamenn ársins 2021 en hann segir að Selfyssingurinn sé á leið að verða einn besti handboltamaður heims og hann muni væntanlega taka stórt stökk upp á við á lista hans fyrir 2022. Þá notar Nygård Viggó Kristjánsson sem vitni um hversu sterka stöðu handboltinn hefur á Íslandi. Viggó hafi hætt í handbolta á unglingsárum, einbeitt sér að fótboltanum og meðal annars náð að spila í Evrópudeildinni. En hann hafi hætt í fótbolta tvítugur og snúið sér aftur að handboltanum og nú, átta árum síðar, sé hann skærasta stjarna Stuttgart í þýsku úrvalsdeildinni og spili fyrir Ísland á EM. Grein Nygårds má lesa með því að smella hér. Ísland og Noregur mætast í leiknum um 5. sætið á EM klukkan 14:30 í dag. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Fleiri fréttir Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Sjá meira
Ísland mætir Noregi í leiknum um 5. sætið á Evrópumótinu í dag. Eftir erfið ár virðist íslenska liðið vera komið aftur í fremstu röð og sama hvernig fer í dag er það búið að ná sínum besta árangri síðan 2014. Í pistli sínum segir Nygård árangur Íslands aðdáunarverðan, sérstaklega í ljósi fámennisins hér á landi. Hann líkir þessu við að Björgvin ætti eitt besta landslið heims. Nygård stillir upp úrvalsliði leikmanna frá Björgvin og óhætt er að segja að það sé ekki beint ógnvekjandi á blaði. Eiga mun fleiri í bestu deildunum en Noregur „Aðeins hundrað þúsund fleiri búa á Íslandi en í Björgvin en ef þú tekur allt svæðið í kring hefur Björgvin úr fleirum að velja. Það sýnir hversu mikið ævintýri íslenski handboltinn er,“ skrifar Nygård. „Ísland er með um þrjátíu leikmenn í sterkustu deildum Evrópu. Til samanburðar er Björgvin með Harald Reinkind í Kiel og Eivind Tangen í Skjern. Noregur, með sínar fimm milljónir íbúa, á ekki einu sinni tuttugu leikmenn í sterkustu deildum Evrópu.“ Nygård bendir líka á að íslensku leikmennirnir geri það gott með sínum félagsliðum. Til marks um það hafi Íslendingur orðið markakóngur í þýsku úrvalsdeildinni tvö ár í röð. Ennfremur segir Nygård að góður árangur Íslands á handboltasviðinu sé ekki nýr af nálinni. Ísland hafi verið í fremstu röð síðan á 9. áratug síðustu aldar. Eiga nóg eftir Nygård segir að fyrir utan nokkra eigi flestir leikmenn íslenska liðsins enn eftir að toppa og segir að Magdeburg-mennirnir Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson muni vera í fremstu röð á alþjóða vísu næstu tíu árin svo lengi sem þeir haldist heilir. Ómar var í 19. sæti á lista Nygårds yfir bestu handboltamenn ársins 2021 en hann segir að Selfyssingurinn sé á leið að verða einn besti handboltamaður heims og hann muni væntanlega taka stórt stökk upp á við á lista hans fyrir 2022. Þá notar Nygård Viggó Kristjánsson sem vitni um hversu sterka stöðu handboltinn hefur á Íslandi. Viggó hafi hætt í handbolta á unglingsárum, einbeitt sér að fótboltanum og meðal annars náð að spila í Evrópudeildinni. En hann hafi hætt í fótbolta tvítugur og snúið sér aftur að handboltanum og nú, átta árum síðar, sé hann skærasta stjarna Stuttgart í þýsku úrvalsdeildinni og spili fyrir Ísland á EM. Grein Nygårds má lesa með því að smella hér. Ísland og Noregur mætast í leiknum um 5. sætið á EM klukkan 14:30 í dag. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Fleiri fréttir Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Sjá meira