Telur að Íslendingar muni fyrirgefa Dönum Snorri Másson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 27. janúar 2022 21:57 Hrannar Björn Arnarsson formaður Norræna félgasins. Stöð 2 Formaður Norræna félagsins telur ákvörðun Hagkaupa um að fresta Dönskum dögum í ljósi aðstæðna ekki til marks um stækkandi gjá milli Danmerkur og Íslands. Hann telur að Íslendingar muni fyrirgefa nágrönnum sínum meintan grikk á EM í gær, fyrr en síðar. Það fór líklega fram hjá fæstum Íslendingum í gær þegar Danir töpuðu fyrir Frökkum í mikilvægum leik á Evrópumótinu í handbolta. Með sigri Dana hefðu Íslendingar komist í undanúrslitin á EM. Verslunarkeðjan Hagkaup hefur árlega haldið upp á Danska daga snemma árs þar sem boðið er upp á aukið úrval af dönskum vörum og verslanir skreyttar hátt og lágt með fána konungsríkisins. Hagkaup tóku hins vegar ákvörðun í dag um að fresta Dönskum dögum í ljósi aðstæðna. Hrannar Björn Arnarsson, formaður Norræna félagsins, telur líklegt að Íslendingar fyrirgefi Dönum úrslitin von bráðar. „Ég skil nú reyndar að menn vilji ekki selja danskar vörur rétt á meðan við erum að jafna okkur en mér fyndist kannski eðlilegra að við myndum snúa þessu bara upp í norræna veislu, af því að EM er í raun og veru norræn veisla – fjórir af sex á toppnum,“ segir Hrannar Björn. Hrannar Björn segir að meira hefði verið í anda norrænnar samvinnu, hefði þjálfari Dana stillt upp sínu sterkasta liði fyrir leikinn en þjálfarinn hvíldi þrjá lykilleikmenn í leiknum. „Við ætlumst til þess að Danir berjist fyrir og við berjumst fyrir þá og þannig held ég að það verði áfram. Við munum fyrirgefa þetta og ef við viljum hefna þá gerum við það á handboltavellinum,“ segir Hrannar Björn Arnarsson formaður Norræna félagsins. Neytendur Danmörk EM karla í handbolta 2022 Verslun Tengdar fréttir Mikill meðbyr með glænýrri tillögu um að merki Danakonungs verði fjarlægt Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur skilað inn þingsályktunartillögu þess efnis að forseta Alþingis verði falið að fjarlægja kórónu og merki Kristjáns IX Danakonungs af Alþingishúsinu. 26. janúar 2022 22:10 Leikmenn og þjálfarar Dana fengu subbuleg skilaboð frá svekktum Íslendingum Leikmönnum og þjálfurum danska handboltalandsliðsins bárust miður falleg skilaboð frá ósáttum Íslendingum eftir leik Danmerkur og Frakklands í gær. 27. janúar 2022 14:29 Umfjöllun: Danmörk - Frakkland 29-30 | Takk fyrir ekkert Danmörk leiddi nær allan leikinn gegn Frakklandi til þess eins að tapa með eins marks mun og kosta Ísland þar með sæti í undanúrslitum Evrópumótsins í handbolta. Takk fyrir ekkert Danmörk. 26. janúar 2022 21:45 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Fleiri fréttir Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Sjá meira
Það fór líklega fram hjá fæstum Íslendingum í gær þegar Danir töpuðu fyrir Frökkum í mikilvægum leik á Evrópumótinu í handbolta. Með sigri Dana hefðu Íslendingar komist í undanúrslitin á EM. Verslunarkeðjan Hagkaup hefur árlega haldið upp á Danska daga snemma árs þar sem boðið er upp á aukið úrval af dönskum vörum og verslanir skreyttar hátt og lágt með fána konungsríkisins. Hagkaup tóku hins vegar ákvörðun í dag um að fresta Dönskum dögum í ljósi aðstæðna. Hrannar Björn Arnarsson, formaður Norræna félagsins, telur líklegt að Íslendingar fyrirgefi Dönum úrslitin von bráðar. „Ég skil nú reyndar að menn vilji ekki selja danskar vörur rétt á meðan við erum að jafna okkur en mér fyndist kannski eðlilegra að við myndum snúa þessu bara upp í norræna veislu, af því að EM er í raun og veru norræn veisla – fjórir af sex á toppnum,“ segir Hrannar Björn. Hrannar Björn segir að meira hefði verið í anda norrænnar samvinnu, hefði þjálfari Dana stillt upp sínu sterkasta liði fyrir leikinn en þjálfarinn hvíldi þrjá lykilleikmenn í leiknum. „Við ætlumst til þess að Danir berjist fyrir og við berjumst fyrir þá og þannig held ég að það verði áfram. Við munum fyrirgefa þetta og ef við viljum hefna þá gerum við það á handboltavellinum,“ segir Hrannar Björn Arnarsson formaður Norræna félagsins.
Neytendur Danmörk EM karla í handbolta 2022 Verslun Tengdar fréttir Mikill meðbyr með glænýrri tillögu um að merki Danakonungs verði fjarlægt Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur skilað inn þingsályktunartillögu þess efnis að forseta Alþingis verði falið að fjarlægja kórónu og merki Kristjáns IX Danakonungs af Alþingishúsinu. 26. janúar 2022 22:10 Leikmenn og þjálfarar Dana fengu subbuleg skilaboð frá svekktum Íslendingum Leikmönnum og þjálfurum danska handboltalandsliðsins bárust miður falleg skilaboð frá ósáttum Íslendingum eftir leik Danmerkur og Frakklands í gær. 27. janúar 2022 14:29 Umfjöllun: Danmörk - Frakkland 29-30 | Takk fyrir ekkert Danmörk leiddi nær allan leikinn gegn Frakklandi til þess eins að tapa með eins marks mun og kosta Ísland þar með sæti í undanúrslitum Evrópumótsins í handbolta. Takk fyrir ekkert Danmörk. 26. janúar 2022 21:45 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Fleiri fréttir Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Sjá meira
Mikill meðbyr með glænýrri tillögu um að merki Danakonungs verði fjarlægt Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur skilað inn þingsályktunartillögu þess efnis að forseta Alþingis verði falið að fjarlægja kórónu og merki Kristjáns IX Danakonungs af Alþingishúsinu. 26. janúar 2022 22:10
Leikmenn og þjálfarar Dana fengu subbuleg skilaboð frá svekktum Íslendingum Leikmönnum og þjálfurum danska handboltalandsliðsins bárust miður falleg skilaboð frá ósáttum Íslendingum eftir leik Danmerkur og Frakklands í gær. 27. janúar 2022 14:29
Umfjöllun: Danmörk - Frakkland 29-30 | Takk fyrir ekkert Danmörk leiddi nær allan leikinn gegn Frakklandi til þess eins að tapa með eins marks mun og kosta Ísland þar með sæti í undanúrslitum Evrópumótsins í handbolta. Takk fyrir ekkert Danmörk. 26. janúar 2022 21:45