Tískuljósmyndir teknar í fallegu vetrarveðri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. janúar 2022 20:16 Myndatökurnar fóru m.a. fram við veiðihúsið í Skarði í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og þóttu takast einstaklega vel. Aðsend Hundar, hestar, eldstæði og fyrirsætur klæddar í endurunnin íslensk föt hafa verið viðfangsefna hjá tískuljósmyndara í uppsveitum Árnessýslu. Myndirnar verða notaðar í virktum tískutímaritum og á tískupalli í London. Myndatakan fór meðal annars fram við veiðihúsið í Skarði í Skeiða og Gnúpverjahreppi þar sem fyrirsæturnar voru myndaðar við ýmsar aðstæður í íslenskum vetrarbúningi. Fyrirsæturnar komu frá Ameríku, Japan og Íslandi, förðunarfræðingurinn kom frá Svíþjóð og ljósmyndarinn frá Búlgaríu. Þær Sigrún Björk Ólafsdóttir, hönnuður og Vilborg Ástráðsdóttir, hönnuður í Skarði voru konurnar á bak við viðburðinn. „Það er búin að vera draumur að gera vetrarmyndatöku á Íslandi. Við erum búnar að gera þrjár tilraunir á Íslandi. Fyrst árið greindist ljósmyndarinnar með brjóstakrabbamein og henni var meinað að ferðast. Seinna árið kom Covid og það tókst í þetta sinn,“ segir Sigrún og bætir við. „Við erum að búa til samstarfsverkefni að setja saman sköpunargleði frá fullt af fólki úr sveitinni og annars staðar frá líka, og búa til súrelískar myndir, eitthvað sem þú reiknar kannski ekkert endilega við að sjá í mynd, þannig að þetta er tíska og fantasía.“ Sigrún Björk Ólafsdóttir, hönnuður meö meiru.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dýrin stóðu sig vel í myndatökunum, Husky hundur og þrír hestar. Þá lék eldur stórt hlutverk og íslenskur alvöru víkingur tók þátt í verkefninu. „Mikið af þessum fötum er að fara á tískupallinn í London 19. febrúar, þar er ég með stóra sýningu. Myndirnar fara örugglega líka í tvö til þrjú tímarit erlendis víða og svo bara samfélagsmiðlum og svona,“ segir Sigrún. Sigrún sem býr erlendis segir að hún hafi alltaf búið að því að hafa alist upp á Íslandi. „Íslendingar eru snillingar, hver einn og einasti en það er bara mismunandi hvernig þeir rækta snillinginn í sér, þeir eru svo sköpunarríkir. Nei, ég er ekki orðin fræg og rík, þetta er dýrast áhugamál í heimi að vera svona hönnuður. Ég er með dagvinnu líka sem borgar kaffið í brúsann, þetta borgar ekki neitt,“ segir Sigrún og hlær. Þrátt fyrir kulda og skítaveður á köflum þegar myndatökurnar fóru fram var létt yfir hópnum, sem tók þátt í verkefninu. Vörur frá Sigrúnu og Vilborgu eru meðal annars í Norden Market á Laugaveginum í Reykjavík. Hér er heimasíða Sigrúnar "Alvöru" víkingur tók þátt í verkefninu með hesti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Tíska og hönnun Ljósmyndun Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Myndatakan fór meðal annars fram við veiðihúsið í Skarði í Skeiða og Gnúpverjahreppi þar sem fyrirsæturnar voru myndaðar við ýmsar aðstæður í íslenskum vetrarbúningi. Fyrirsæturnar komu frá Ameríku, Japan og Íslandi, förðunarfræðingurinn kom frá Svíþjóð og ljósmyndarinn frá Búlgaríu. Þær Sigrún Björk Ólafsdóttir, hönnuður og Vilborg Ástráðsdóttir, hönnuður í Skarði voru konurnar á bak við viðburðinn. „Það er búin að vera draumur að gera vetrarmyndatöku á Íslandi. Við erum búnar að gera þrjár tilraunir á Íslandi. Fyrst árið greindist ljósmyndarinnar með brjóstakrabbamein og henni var meinað að ferðast. Seinna árið kom Covid og það tókst í þetta sinn,“ segir Sigrún og bætir við. „Við erum að búa til samstarfsverkefni að setja saman sköpunargleði frá fullt af fólki úr sveitinni og annars staðar frá líka, og búa til súrelískar myndir, eitthvað sem þú reiknar kannski ekkert endilega við að sjá í mynd, þannig að þetta er tíska og fantasía.“ Sigrún Björk Ólafsdóttir, hönnuður meö meiru.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dýrin stóðu sig vel í myndatökunum, Husky hundur og þrír hestar. Þá lék eldur stórt hlutverk og íslenskur alvöru víkingur tók þátt í verkefninu. „Mikið af þessum fötum er að fara á tískupallinn í London 19. febrúar, þar er ég með stóra sýningu. Myndirnar fara örugglega líka í tvö til þrjú tímarit erlendis víða og svo bara samfélagsmiðlum og svona,“ segir Sigrún. Sigrún sem býr erlendis segir að hún hafi alltaf búið að því að hafa alist upp á Íslandi. „Íslendingar eru snillingar, hver einn og einasti en það er bara mismunandi hvernig þeir rækta snillinginn í sér, þeir eru svo sköpunarríkir. Nei, ég er ekki orðin fræg og rík, þetta er dýrast áhugamál í heimi að vera svona hönnuður. Ég er með dagvinnu líka sem borgar kaffið í brúsann, þetta borgar ekki neitt,“ segir Sigrún og hlær. Þrátt fyrir kulda og skítaveður á köflum þegar myndatökurnar fóru fram var létt yfir hópnum, sem tók þátt í verkefninu. Vörur frá Sigrúnu og Vilborgu eru meðal annars í Norden Market á Laugaveginum í Reykjavík. Hér er heimasíða Sigrúnar "Alvöru" víkingur tók þátt í verkefninu með hesti.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Tíska og hönnun Ljósmyndun Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira