Hagkaup frestar Dönskum dögum í ljósi aðstæðna Eiður Þór Árnason skrifar 27. janúar 2022 11:42 Sigurður Reynaldsson er framkvæmdastjóri Hagkaups. Stjórnendur Hagkaups hafa tekið ákvörðun um að fresta fyrirhöguðum Dönskum dögum um óákveðinn tíma í ljósi aðstæðna. Líkt og frægt er orðið töpuðu Danir fyrir Frökkum í mikilvægum leik á EM í handbolta í gærkvöldi en með sigri Dana hefðu Íslendingar komist í undanúrslitin. „Það þarf að vera rétta mómentið fyrir svona uppákomur. Við viljum hafa allan varan á og að landinn sé búinn að gleyma, farinn að horfa á bjartari tíma, kominn út úr Covid og farinn að brosa þegar við hendum í Dönsku dagana,“ segir Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, í samtali við Vísi. Hagkaup hefur árlega haldið upp á Danska daga snemma árs þar sem boðið er upp á aukið úrval af dönskum vörum og verslanir skreyttar hátt og lágt með fána konungsríkisins. Danir lögðu árar í bát undir lok leiks í gær og köstuðu frá sér sigrinum.Getty/SANJIN STRUKIC „Við höfum aðeins verið að skoða ýmsar dagsetningar og þetta allavega styrkti okkur í því að við ættum ekki að hafa þá of snemma þetta árið. Við erum allavega búin að ýta ákvörðuninni aðeins seinna á árið og tökum aftur púlsinn þegar líður á vorið, hvort við teljum að landinn sé tilbúinn þá.“ Þemadagarnir hafa reglulega byrjað seint í febrúar en nú hefur verið tekin ákvörðun um að flýta sér hægt, að sögn Sigurðar. Ljóst er að gríðarleg óánægja er með úrslit leiks Dana og Frakka þar sem Danmörk tapaði öruggu forskoti sínu seint í leiknum og um leið miða Íslendinga í undanúrslit. Fleiri fyrirtæki hafa talið sig knúin til að bregðast við niðurstöðunni en veitingastaðurinn Jómfrúin bað í gær íslensku þjóðina afsökunar fyrir hönd dönsku krúnunnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Verslun Danmörk EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Fékk viðbjóðsleg skilaboð frá Íslendingum eftir tap Danmerkur Daninn Rasmus Boysen, sennilega helsti handboltafréttamiðlari heimsins, fékk send „viðbjóðsleg“ skilaboð frá Íslendingum og fleirum eftir tap Danmerkur gegn Frakklandi á EM í Búdapest í gær. 27. janúar 2022 11:30 Mikill meðbyr með glænýrri tillögu um að merki Danakonungs verði fjarlægt Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur skilað inn þingsályktunartillögu þess efnis að forseta Alþingis verði falið að fjarlægja kórónu og merki Kristjáns IX Danakonungs af Alþingishúsinu. 26. janúar 2022 22:10 Mest lesið „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
„Það þarf að vera rétta mómentið fyrir svona uppákomur. Við viljum hafa allan varan á og að landinn sé búinn að gleyma, farinn að horfa á bjartari tíma, kominn út úr Covid og farinn að brosa þegar við hendum í Dönsku dagana,“ segir Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, í samtali við Vísi. Hagkaup hefur árlega haldið upp á Danska daga snemma árs þar sem boðið er upp á aukið úrval af dönskum vörum og verslanir skreyttar hátt og lágt með fána konungsríkisins. Danir lögðu árar í bát undir lok leiks í gær og köstuðu frá sér sigrinum.Getty/SANJIN STRUKIC „Við höfum aðeins verið að skoða ýmsar dagsetningar og þetta allavega styrkti okkur í því að við ættum ekki að hafa þá of snemma þetta árið. Við erum allavega búin að ýta ákvörðuninni aðeins seinna á árið og tökum aftur púlsinn þegar líður á vorið, hvort við teljum að landinn sé tilbúinn þá.“ Þemadagarnir hafa reglulega byrjað seint í febrúar en nú hefur verið tekin ákvörðun um að flýta sér hægt, að sögn Sigurðar. Ljóst er að gríðarleg óánægja er með úrslit leiks Dana og Frakka þar sem Danmörk tapaði öruggu forskoti sínu seint í leiknum og um leið miða Íslendinga í undanúrslit. Fleiri fyrirtæki hafa talið sig knúin til að bregðast við niðurstöðunni en veitingastaðurinn Jómfrúin bað í gær íslensku þjóðina afsökunar fyrir hönd dönsku krúnunnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Verslun Danmörk EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Fékk viðbjóðsleg skilaboð frá Íslendingum eftir tap Danmerkur Daninn Rasmus Boysen, sennilega helsti handboltafréttamiðlari heimsins, fékk send „viðbjóðsleg“ skilaboð frá Íslendingum og fleirum eftir tap Danmerkur gegn Frakklandi á EM í Búdapest í gær. 27. janúar 2022 11:30 Mikill meðbyr með glænýrri tillögu um að merki Danakonungs verði fjarlægt Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur skilað inn þingsályktunartillögu þess efnis að forseta Alþingis verði falið að fjarlægja kórónu og merki Kristjáns IX Danakonungs af Alþingishúsinu. 26. janúar 2022 22:10 Mest lesið „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Fékk viðbjóðsleg skilaboð frá Íslendingum eftir tap Danmerkur Daninn Rasmus Boysen, sennilega helsti handboltafréttamiðlari heimsins, fékk send „viðbjóðsleg“ skilaboð frá Íslendingum og fleirum eftir tap Danmerkur gegn Frakklandi á EM í Búdapest í gær. 27. janúar 2022 11:30
Mikill meðbyr með glænýrri tillögu um að merki Danakonungs verði fjarlægt Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur skilað inn þingsályktunartillögu þess efnis að forseta Alþingis verði falið að fjarlægja kórónu og merki Kristjáns IX Danakonungs af Alþingishúsinu. 26. janúar 2022 22:10