Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eiga skilið miða í undanúrslitin Henry Birgir Gunnarsson skrifar 26. janúar 2022 17:30 Enn og aftur var frábær stemning með okkar liði þó svo áhorfendum fækki. Þeir sem eru enn hér láta heldur betur í sér heyra og fá fyrir peninginn. vísir/getty Sama hvað gerist í kvöld þá verður þetta samt alltaf mótið þar sem Ísland stimplaði sig aftur inn sem ein besta handboltaþjóð heims. Fullt af smitum og endalausum erfiðleikum. Liðið blómstrar samt. Skiptir engu hver spilar. Það voru menn að standa sig vel í kvöld sem voru bara að lenda hérna og spila í Olís-deildinni. Algjörlega magnað. Það var ótrúlegur styrkur að fá þrjá leikmenn úr einangrun fyrir leikinn. Ekki síst varnarlega þar sem staðan var orðin ansi þunn. Eins frábært og það var þá var alveg jafn svekkjandi að sjá Aron Pálmarsson fara snemma leiks af velli. Búinn að skora tvö mörk og leit vel út. Það er ljóst að framhaldið verður erfitt fyrir hann eftir að hafa meiðst á kálfa. Fyrri hálfleikur var eins og oft áður gjörsamlega geggjaður. Vörnin sterk sem stál og Viktor Gísli magnaður þar fyrir aftan með 50 prósent vörslu. Sá er að springa út. Munurinn níu mörk í hálfleik og seinni hálfleikur í raun formsatriði. Svartfellingarnir sprikluðu aðeins um tíma en þetta var samt aldrei spurning og strákarnir unnu stórsigur. Ólíkt því sem gerðist gegn Króatíu var drápseðli í drengjunum í fyrri hálfleik. Þeir drápu alla von Svartfellinga fyrir leikhlé. Þvílík einbeiting, vilji og kraftur. Það átti ekki að klúðra þessu einstaka tækifæri. Þetta var rothöggið sem vantaði í síðasta leik. Meiðsli Arons eru högg og það eru líka vonbrigði að Guðmundur hafi verið of stressaður og ekki leyft sér að hvíla hægri vænginn betur. Ef liðið kemst í undanúrslit þá gæti munað um þessar 30 mínútur hjá Ómari Inga og Sigvalda. Guðmundur aftur á móti virðist ekki treysta Teiti og Donna nægilega sem er miður því það blómstra allir í þessu liði. Þó Ómar sé augljóslega þreyttur þá spilaði hann samt frábærlega en það er synd að hann hafi ekki fengið meira en fimm mínútna hvíld. Þvílíkur leikmaður samt og að spila svona þreyttur er yfirgengilegt. Hann er einfaldlega að stimpla sig inn sem einn besti handboltamaður heims. Sigvaldi skoraði bara eitt mark og var skugginn af sjálfum sér. Hann hefur spilað mest allra á mótinu og þurfti meiri hvíld. Bjarki Már Elísson kom fljúgandi úr einangrun og nýtti öll átta skotin sín. Það er alvöru. Félagi hans úr einangrun, Elvar Örn Jónsson, snéri líka til baka með stæl. Hrikalega öflugur í vörninni og þess utan með tvö mörk og þrjár stoðsendingar. Alvöru fengur að fá hann til baka. Talandi um frábæra Elvara þá þurfti Elvar Ásgeirsson að stíga upp enn á ný eftir meiðsli Arons og hann hélt bara áfram að fara á kostum. Eins og ekkert sé eðlilegra. Æðislegur. Þrjú mörk og sjö stoðsendingar, takk fyrir. Eitt fiskað víti, þrjú stopp og stolinn bolti í kaupbæti. Þessi gæi er að fá tilboð eftir mótið. Það hefur verið tönnlast á liðsheild í þessu móti. Vissulega oft á tíðum klisja en ekki í þessu tilviki. Liðsheildin hjá þessu liði er æðisleg. Gæjar sem voru að koma frá sólarlöndum og fríum stíga hér inn og láta til sín taka. Magnús Óli kom inn af krafti og Hauka-félagarnir Þráinn Orri og Darri negldu á þetta eins og þeir hefðu aldrei gert annað. Yndislegt að horfa á þetta. Nú tekur við hræðilega erfið bið eftir því hvort liðið komist í undanúrslit. Það er skelfileg tilhugsun að þurfa að vera danskur eina kvöldstund. Vonandi skila Danirnir samt sínu því okkar menn hafa sýnt að þeir eiga skilið sæti í undanúrslitunum. EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Þráinn Orri: Ætlaði ekki að vera eins og hver annar túristi Þráinn Orri Jónsson kom inn á í sínum fyrsta landsleik þegar Ísland vann Svartfjalland, 24-34, í lokaleik sínum í milliriðli I í dag. Þráinn kom til móts við íslenska liðið á sunnudaginn og sat allan tímann á bekknum í tapinu fyrir Króatíu, 22-23, á mánudaginn. En hann fékk tækifæri í dag og stóð sig vel. 26. janúar 2022 16:45 Tölfræðin á móti Svartfjalllandi: 85 prósent skotnýting og 47 prósent markvarsla í mögnuðum fyrri hálfleik Íslenska landsliði endaði milliriðilinn með frábærri frammistöðu. Eftir magnaðan fyrri hálfleik var íslenska liðið einbeitt og skilvirkt og hélt síðan leiknum í öruggum höndum í seinni hálfleiknum. 26. janúar 2022 16:20 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
Fullt af smitum og endalausum erfiðleikum. Liðið blómstrar samt. Skiptir engu hver spilar. Það voru menn að standa sig vel í kvöld sem voru bara að lenda hérna og spila í Olís-deildinni. Algjörlega magnað. Það var ótrúlegur styrkur að fá þrjá leikmenn úr einangrun fyrir leikinn. Ekki síst varnarlega þar sem staðan var orðin ansi þunn. Eins frábært og það var þá var alveg jafn svekkjandi að sjá Aron Pálmarsson fara snemma leiks af velli. Búinn að skora tvö mörk og leit vel út. Það er ljóst að framhaldið verður erfitt fyrir hann eftir að hafa meiðst á kálfa. Fyrri hálfleikur var eins og oft áður gjörsamlega geggjaður. Vörnin sterk sem stál og Viktor Gísli magnaður þar fyrir aftan með 50 prósent vörslu. Sá er að springa út. Munurinn níu mörk í hálfleik og seinni hálfleikur í raun formsatriði. Svartfellingarnir sprikluðu aðeins um tíma en þetta var samt aldrei spurning og strákarnir unnu stórsigur. Ólíkt því sem gerðist gegn Króatíu var drápseðli í drengjunum í fyrri hálfleik. Þeir drápu alla von Svartfellinga fyrir leikhlé. Þvílík einbeiting, vilji og kraftur. Það átti ekki að klúðra þessu einstaka tækifæri. Þetta var rothöggið sem vantaði í síðasta leik. Meiðsli Arons eru högg og það eru líka vonbrigði að Guðmundur hafi verið of stressaður og ekki leyft sér að hvíla hægri vænginn betur. Ef liðið kemst í undanúrslit þá gæti munað um þessar 30 mínútur hjá Ómari Inga og Sigvalda. Guðmundur aftur á móti virðist ekki treysta Teiti og Donna nægilega sem er miður því það blómstra allir í þessu liði. Þó Ómar sé augljóslega þreyttur þá spilaði hann samt frábærlega en það er synd að hann hafi ekki fengið meira en fimm mínútna hvíld. Þvílíkur leikmaður samt og að spila svona þreyttur er yfirgengilegt. Hann er einfaldlega að stimpla sig inn sem einn besti handboltamaður heims. Sigvaldi skoraði bara eitt mark og var skugginn af sjálfum sér. Hann hefur spilað mest allra á mótinu og þurfti meiri hvíld. Bjarki Már Elísson kom fljúgandi úr einangrun og nýtti öll átta skotin sín. Það er alvöru. Félagi hans úr einangrun, Elvar Örn Jónsson, snéri líka til baka með stæl. Hrikalega öflugur í vörninni og þess utan með tvö mörk og þrjár stoðsendingar. Alvöru fengur að fá hann til baka. Talandi um frábæra Elvara þá þurfti Elvar Ásgeirsson að stíga upp enn á ný eftir meiðsli Arons og hann hélt bara áfram að fara á kostum. Eins og ekkert sé eðlilegra. Æðislegur. Þrjú mörk og sjö stoðsendingar, takk fyrir. Eitt fiskað víti, þrjú stopp og stolinn bolti í kaupbæti. Þessi gæi er að fá tilboð eftir mótið. Það hefur verið tönnlast á liðsheild í þessu móti. Vissulega oft á tíðum klisja en ekki í þessu tilviki. Liðsheildin hjá þessu liði er æðisleg. Gæjar sem voru að koma frá sólarlöndum og fríum stíga hér inn og láta til sín taka. Magnús Óli kom inn af krafti og Hauka-félagarnir Þráinn Orri og Darri negldu á þetta eins og þeir hefðu aldrei gert annað. Yndislegt að horfa á þetta. Nú tekur við hræðilega erfið bið eftir því hvort liðið komist í undanúrslit. Það er skelfileg tilhugsun að þurfa að vera danskur eina kvöldstund. Vonandi skila Danirnir samt sínu því okkar menn hafa sýnt að þeir eiga skilið sæti í undanúrslitunum.
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Þráinn Orri: Ætlaði ekki að vera eins og hver annar túristi Þráinn Orri Jónsson kom inn á í sínum fyrsta landsleik þegar Ísland vann Svartfjalland, 24-34, í lokaleik sínum í milliriðli I í dag. Þráinn kom til móts við íslenska liðið á sunnudaginn og sat allan tímann á bekknum í tapinu fyrir Króatíu, 22-23, á mánudaginn. En hann fékk tækifæri í dag og stóð sig vel. 26. janúar 2022 16:45 Tölfræðin á móti Svartfjalllandi: 85 prósent skotnýting og 47 prósent markvarsla í mögnuðum fyrri hálfleik Íslenska landsliði endaði milliriðilinn með frábærri frammistöðu. Eftir magnaðan fyrri hálfleik var íslenska liðið einbeitt og skilvirkt og hélt síðan leiknum í öruggum höndum í seinni hálfleiknum. 26. janúar 2022 16:20 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
Þráinn Orri: Ætlaði ekki að vera eins og hver annar túristi Þráinn Orri Jónsson kom inn á í sínum fyrsta landsleik þegar Ísland vann Svartfjalland, 24-34, í lokaleik sínum í milliriðli I í dag. Þráinn kom til móts við íslenska liðið á sunnudaginn og sat allan tímann á bekknum í tapinu fyrir Króatíu, 22-23, á mánudaginn. En hann fékk tækifæri í dag og stóð sig vel. 26. janúar 2022 16:45
Tölfræðin á móti Svartfjalllandi: 85 prósent skotnýting og 47 prósent markvarsla í mögnuðum fyrri hálfleik Íslenska landsliði endaði milliriðilinn með frábærri frammistöðu. Eftir magnaðan fyrri hálfleik var íslenska liðið einbeitt og skilvirkt og hélt síðan leiknum í öruggum höndum í seinni hálfleiknum. 26. janúar 2022 16:20