„Mun garga „Vi er røde vi er hvide“ á hótelganginum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. janúar 2022 16:35 Bjarki Már Elísson skorar eitt átta marka sinna gegn Svartfjallalandi. getty/Sanjin Strukic Eftir tæpa viku í einangrun sneri Bjarki Már Elísson aftur í íslenska handboltalandsliðið þegar það sigraði Svartfjallaland, 24-34, í dag. Bjarki skoraði átta mörk úr átta skotum í leiknum. „Úff, ég á ekki orð til að lýsa þessu,“ sagði Bjarki í samtali við Henry Birgi Gunnarsson, aðspurður hvernig það hafi verið að losna úr einangrun og geta snúið aftur á völlinn. „Þetta voru hræðilegir dagar og kvíðavaldandi að bíða alltaf eftir einhverri niðurstöðu. Þetta var ólýsanlega gott og gaman í svona leik, sem við kláruðum snemma.“ Ekkert ryð var í Bjarka sem átti frábæran leik í dag. „Orkan var óhemju fín. Ég var afslappaður og notaði orkuna á réttum tímum. Sem betur fer var þetta ekki spennandi undir lokin. Það var gott.“ Hefðum unnið hvern sem er Íslenska liðið spilaði frábærlega í fyrri hálfleik og var með níu marka forskot að honum loknum, 8-17. „Við komum fáránlega einbeittir til leiks. Það var enginn að fara að taka þetta frá okkur. Þegar það er möguleiki á undanúrslitum, íslenskt lið inni á vellinum, við hefðum unnið hvern sem er. Við vorum aldrei að fara að klúðra þessu í dag,“ sagði Bjarki. Skulda okkur eftir allt sem þeir hafa gert okkur Eftir sigurinn er ljóst að Ísland spilar í versta falli um 5. sætið á EM. Ef Danmörk vinnur Frakkland í kvöld spila strákarnir okkar hins vegar til undanúrslita. Bjarki setur traust sitt á Danina í kvöld. „Ég mun garga „Vi er røde vi er hvide“ á hótelganginum,“ sagði Bjarki. „Ég ætla að senda á gæjana sem ég þekki í danska liðinu að þeir skuldi okkur þetta. Þeir segjast ekki skulda okkur þetta en þeir skulda okkur víst, eftir allt sem þeir hafa gert okkur í gegnum tíðina. Þeir eiga að gjöra svo vel að vinna og ég hef trú á því að þeir geri það, að þetta sé póker hjá þeim. Þeir vilja fá Svíana. Við förum í undanúrslit.“ EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 24-34 | Stórkostlegur sigur og erfið bið Ísland á enn möguleika á enn von um að komast í undanúrslit á EM í handbolta eftir stórkostlega frammistöðu gegn Svartfjallalandi og 34-24-sigur í Búdapest í dag. 26. janúar 2022 17:15 Twitter: Móðurlegar tilfinningar í garðs Viktors Gísla og stoðsendingavélin úr Pizzabæ Ísland vann magnaðan tíu marka sigur á Svartfellingum í síðasta leik liðsins í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta. Sigurinn þýðir að Ísland þarf nú að treysta á Dani til að eiga möguleika á að komast í undanúrslit mótsins. 26. janúar 2022 16:30 Tölfræðin á móti Svartfjalllandi: 85 prósent skotnýting og 47 prósent markvarsla í mögnuðum fyrri hálfleik Íslenska landsliði endaði milliriðilinn með frábærri frammistöðu. Eftir magnaðan fyrri hálfleik var íslenska liðið einbeitt og skilvirkt og hélt síðan leiknum í öruggum höndum í seinni hálfleiknum. 26. janúar 2022 16:20 Elvar: Ótrúlega gaman að komast út úr herberginu „Það er ótrúlega gaman að fá að spila aftur og komast út úr herberginu,“ sagði Elvar Örn Jónsson eftir stórsigurinn gegn Svartfjallalandi á EM, nokkrum klukkutímum eftir að hafa losnað úr einangrun vegna kórónuveirusmits. 26. janúar 2022 16:10 „Ætla ekki að nota orkuna í að horfa á þennan leik“ „Ég ætla að leggjast upp í rúm og reyna að hvíla mig aðeins, og sleppa því að horfa á sjónvarpið. Ég ætla ekki að nota orkuna í að horfa á þennan leik,“ segir Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari um leik Dana og Frakka í kvöld, sem ræður því hvort Ísland kemst í undanúrslit á EM. 26. janúar 2022 16:30 Þráinn Orri: Ætlaði ekki að vera eins og hver annar túristi Þráinn Orri Jónsson kom inn á í sínum fyrsta landsleik þegar Ísland vann Svartfjalland, 24-34, í lokaleik sínum í milliriðli I í dag. Þráinn kom til móts við íslenska liðið á sunnudaginn og sat allan tímann á bekknum í tapinu fyrir Króatíu, 22-23, á mánudaginn. En hann fékk tækifæri í dag og stóð sig vel. 26. janúar 2022 16:45 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Sjá meira
„Úff, ég á ekki orð til að lýsa þessu,“ sagði Bjarki í samtali við Henry Birgi Gunnarsson, aðspurður hvernig það hafi verið að losna úr einangrun og geta snúið aftur á völlinn. „Þetta voru hræðilegir dagar og kvíðavaldandi að bíða alltaf eftir einhverri niðurstöðu. Þetta var ólýsanlega gott og gaman í svona leik, sem við kláruðum snemma.“ Ekkert ryð var í Bjarka sem átti frábæran leik í dag. „Orkan var óhemju fín. Ég var afslappaður og notaði orkuna á réttum tímum. Sem betur fer var þetta ekki spennandi undir lokin. Það var gott.“ Hefðum unnið hvern sem er Íslenska liðið spilaði frábærlega í fyrri hálfleik og var með níu marka forskot að honum loknum, 8-17. „Við komum fáránlega einbeittir til leiks. Það var enginn að fara að taka þetta frá okkur. Þegar það er möguleiki á undanúrslitum, íslenskt lið inni á vellinum, við hefðum unnið hvern sem er. Við vorum aldrei að fara að klúðra þessu í dag,“ sagði Bjarki. Skulda okkur eftir allt sem þeir hafa gert okkur Eftir sigurinn er ljóst að Ísland spilar í versta falli um 5. sætið á EM. Ef Danmörk vinnur Frakkland í kvöld spila strákarnir okkar hins vegar til undanúrslita. Bjarki setur traust sitt á Danina í kvöld. „Ég mun garga „Vi er røde vi er hvide“ á hótelganginum,“ sagði Bjarki. „Ég ætla að senda á gæjana sem ég þekki í danska liðinu að þeir skuldi okkur þetta. Þeir segjast ekki skulda okkur þetta en þeir skulda okkur víst, eftir allt sem þeir hafa gert okkur í gegnum tíðina. Þeir eiga að gjöra svo vel að vinna og ég hef trú á því að þeir geri það, að þetta sé póker hjá þeim. Þeir vilja fá Svíana. Við förum í undanúrslit.“
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 24-34 | Stórkostlegur sigur og erfið bið Ísland á enn möguleika á enn von um að komast í undanúrslit á EM í handbolta eftir stórkostlega frammistöðu gegn Svartfjallalandi og 34-24-sigur í Búdapest í dag. 26. janúar 2022 17:15 Twitter: Móðurlegar tilfinningar í garðs Viktors Gísla og stoðsendingavélin úr Pizzabæ Ísland vann magnaðan tíu marka sigur á Svartfellingum í síðasta leik liðsins í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta. Sigurinn þýðir að Ísland þarf nú að treysta á Dani til að eiga möguleika á að komast í undanúrslit mótsins. 26. janúar 2022 16:30 Tölfræðin á móti Svartfjalllandi: 85 prósent skotnýting og 47 prósent markvarsla í mögnuðum fyrri hálfleik Íslenska landsliði endaði milliriðilinn með frábærri frammistöðu. Eftir magnaðan fyrri hálfleik var íslenska liðið einbeitt og skilvirkt og hélt síðan leiknum í öruggum höndum í seinni hálfleiknum. 26. janúar 2022 16:20 Elvar: Ótrúlega gaman að komast út úr herberginu „Það er ótrúlega gaman að fá að spila aftur og komast út úr herberginu,“ sagði Elvar Örn Jónsson eftir stórsigurinn gegn Svartfjallalandi á EM, nokkrum klukkutímum eftir að hafa losnað úr einangrun vegna kórónuveirusmits. 26. janúar 2022 16:10 „Ætla ekki að nota orkuna í að horfa á þennan leik“ „Ég ætla að leggjast upp í rúm og reyna að hvíla mig aðeins, og sleppa því að horfa á sjónvarpið. Ég ætla ekki að nota orkuna í að horfa á þennan leik,“ segir Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari um leik Dana og Frakka í kvöld, sem ræður því hvort Ísland kemst í undanúrslit á EM. 26. janúar 2022 16:30 Þráinn Orri: Ætlaði ekki að vera eins og hver annar túristi Þráinn Orri Jónsson kom inn á í sínum fyrsta landsleik þegar Ísland vann Svartfjalland, 24-34, í lokaleik sínum í milliriðli I í dag. Þráinn kom til móts við íslenska liðið á sunnudaginn og sat allan tímann á bekknum í tapinu fyrir Króatíu, 22-23, á mánudaginn. En hann fékk tækifæri í dag og stóð sig vel. 26. janúar 2022 16:45 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Sjá meira
Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 24-34 | Stórkostlegur sigur og erfið bið Ísland á enn möguleika á enn von um að komast í undanúrslit á EM í handbolta eftir stórkostlega frammistöðu gegn Svartfjallalandi og 34-24-sigur í Búdapest í dag. 26. janúar 2022 17:15
Twitter: Móðurlegar tilfinningar í garðs Viktors Gísla og stoðsendingavélin úr Pizzabæ Ísland vann magnaðan tíu marka sigur á Svartfellingum í síðasta leik liðsins í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta. Sigurinn þýðir að Ísland þarf nú að treysta á Dani til að eiga möguleika á að komast í undanúrslit mótsins. 26. janúar 2022 16:30
Tölfræðin á móti Svartfjalllandi: 85 prósent skotnýting og 47 prósent markvarsla í mögnuðum fyrri hálfleik Íslenska landsliði endaði milliriðilinn með frábærri frammistöðu. Eftir magnaðan fyrri hálfleik var íslenska liðið einbeitt og skilvirkt og hélt síðan leiknum í öruggum höndum í seinni hálfleiknum. 26. janúar 2022 16:20
Elvar: Ótrúlega gaman að komast út úr herberginu „Það er ótrúlega gaman að fá að spila aftur og komast út úr herberginu,“ sagði Elvar Örn Jónsson eftir stórsigurinn gegn Svartfjallalandi á EM, nokkrum klukkutímum eftir að hafa losnað úr einangrun vegna kórónuveirusmits. 26. janúar 2022 16:10
„Ætla ekki að nota orkuna í að horfa á þennan leik“ „Ég ætla að leggjast upp í rúm og reyna að hvíla mig aðeins, og sleppa því að horfa á sjónvarpið. Ég ætla ekki að nota orkuna í að horfa á þennan leik,“ segir Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari um leik Dana og Frakka í kvöld, sem ræður því hvort Ísland kemst í undanúrslit á EM. 26. janúar 2022 16:30
Þráinn Orri: Ætlaði ekki að vera eins og hver annar túristi Þráinn Orri Jónsson kom inn á í sínum fyrsta landsleik þegar Ísland vann Svartfjalland, 24-34, í lokaleik sínum í milliriðli I í dag. Þráinn kom til móts við íslenska liðið á sunnudaginn og sat allan tímann á bekknum í tapinu fyrir Króatíu, 22-23, á mánudaginn. En hann fékk tækifæri í dag og stóð sig vel. 26. janúar 2022 16:45